Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2006, Qupperneq 20

Freyr - 01.11.2006, Qupperneq 20
NAUTGRIPARÆKT Kynbótamat nautanna haustið 2006 IEftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum íslands, Ágúst Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Islands og Baldur Helga Benjamínsson, Landssambandi kúabænda. Lokið er vinnslu á kynbótamati naut- anna haustið 2006 og í þessari grein verður fjallað um nokkrar niður- stöður þess. Einkunnir þeirra nauta sem eiga stóra dætrahópa hafa ver- ið í notkun síðustu árin. Upplýsing- ar um öll naut úr árgöngunum frá 1999 og 2000 sem eru komin með nægjanlega öruggt mat eru birtar í töflu með greininni. Einkunnirnar sem þar koma fram gefa miklar upp- lýsingar og ástæða er fyrir bændur að gaumgæfa þá töflu sérstaklega. Fyrir einu ári var ræktunarmark- miðum breytt og grunnur kynbóta- matsins einnig færður til eins og fram kom í umfjöllun um kynbóta- matið fyrir einu ári. Verulegar breyt- ingar komu fram af þeim ástæðum. Nú eru báðir þessir þættir óbreyttir frá fyrra ári þannig að breytingar milli ára eru minni háttar. Það eru aðallega tveir hópar nauta sem athyglin beinist öðru fremur að þegar nýja matið er skoðað. Það eru reyndu nautin sem eiga stóra dætrahópa sem nú koma fram á sjónarsviðið eftir síðari notkun þess- ara nauta. Hinn hópurinn er yngstu nautin sem nú fá sinn fyrsta dóm eða verulegar viðbætur í upplýsingum frá fyrra ári. Endur- nýjun reyndu kynbótagripanna kemur frá þessum nautum. Reyndu nautin, sem nú eiga sum hver mjög stóra dætrahópa með ungum kúm, eru fædd árin 1994 og 1995. Þau komu á sínum tíma til frekari notkunar að fengnum afkvæmadómi. Það sem öðru fremur blasir þar við er að nautin Kaðall 94017, Punktur 94032 og Soldán 95010 styrkja enn stöðu sína umtalsvert með auknum dætrafjölda. Kaðall og Punktur standa nú sem óum- deilanlegir toppar ræktunarstarfsins síðasta áratuginn ásamt Stíg 97010 en óðum stytt- ist í að stór dætrahópur undan honum komi til framleiðslu. Soldán gefur þeim að mörgu leyti ekki mikið eftir. Kaðall hækkar fyrst og fremst um fjögur stig í afurðamati á milli ára. Punktur styrkir stöðu sina enn meira og hækkar t.d. um sjö stig í afurðamatinu þar sem hann er nú með 126 eða stigi meira en Kaðall. Punktur er með hátt mat um marga fleiri eiginleika eins og frumutölu, spena og skap. Soldán hækkar um fjögur stig í afurðamati og er það vegna hækkunar í mati á mjólkur- magni. Hátt mat hans fyrir próteinhlutfall, 130, stendur óbreytt. Þar ber Soldán enn höfuð og herðar yfir nánast öll kynbóta- naut. Talsvert miklar breytingar verða á mati hjá honum fyrir marga aðra eiginleika og eru þær nánast allar á einn veg - hann bætir við sig frá eldra mati. Þetta bendir til þess að á meðal ungra dætra hans muni vera að finna stóran hóp af mjög efnilegum nautsmæðrum sem vafalttið munu gera sig gildandi í ræktunarstarfinu á næstu misser- um ásamt dætrum Kaðals og Punkts. Þá er athyglisvert að sjá nýjar tölur um Seif 95001 vegna þess að hans fyrsti dómur byggðist á óvanalega litlum dætrahópi. Góðu heilli bendir allt til þess að hann standi samt mjög vel undir fyrri dómi og styrkir t.d. stöðu sína verulega í mati fyrir júgur- og spenagerð. Þessar niðurstöður eru í raun í ágætu samræmi við það sem endurskoðun á fyrstu dætrum hans gaf góð fyrirheit um. Sproti 95036, sem einnig var dæmdur út frá niðurstöðum fyrir lítinn hóp, virðist standast dóm. Fyrir hin nautin frá 1995 eru yfirleitt ekki miklar breytingar frá eldra mati. YNGSTU NAUTIN Fyrstu nautin úr árganginum 1999 fengu sitt mat fyrir ári. Endanleg ákvörðun um örlög þeirra var tekin þegar kynbótamat lá fyrir á vordögum þessa árs. Þvi miður hefur ekkert nautanna úr þessum hópi, sem var í biðstöðu, bætt sína stöðu svo að ástæða þyki til að taka það til frekari nota. Eftirtekjan úr þessum hópi er því fremur rýr eða aðeins fimm naut til frekari notkunar. Að vísu voru ekki til neinar sæðisbirgðir úr Vita 99016 sem hefði bæst við hópinn hefði svo verið. Nautin tvo sem voru komin með fyrsta dóm fyrir ári, Þollur 99008 og Spuni 99014, styrkja frekar sinn dóm núna en sá fyrrnefndi hefur markað sig sem öflugt kynbótanaut. Hin þrjú nautin sem eru í frekari notkun úr þessum hópi frá því síðla í vetur eru öll athyglisverð. Ábætir 99002 hefur sína mestu kosti í góðri júgurhreysti dætranna, Ótti 99029 skilar öflugum mjólkurkúm og mjög fallegum kúm og undan Ganganda 99035 er einhver glæsilegasti dætrahópur sem nokkru sinni hefur komið fram hér á landi undan einu nauti. Mjaltir kúnna undan Ganganda fá einnig lofsamlega umsögn. Dómur hans um 20 FREYR 11 2006

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.