Skátablaðið Faxi - 01.03.1968, Blaðsíða 3

Skátablaðið Faxi - 01.03.1968, Blaðsíða 3
'0 Störf mín með skátafélaginu Faxa náði aðeins yfir tvö ár» Minningar um þau eru már kærar og miklar að vöxtum, að það samsvarar asvistarfi og launin hafa orðið vinátta við Föxungana sem ég starfaði með á þeim stráka árum og hefur varað þó þeir séu orðnir afar« E^ fékk að njóta þessa, er skátaflokkur þeirra að nafni Útlagar héldu hátiðlegt/ 25 ára afmæli flokksins í nóvember sl. Fyrir framan mig á skrifborðinu logar kerti í kertastjaka, sem á er grafið "Ásdís" og "Útlagar 25 ára." Af hverju "Ásdís"? Vegna.þess, að á heimili okkar hjóna var flokkurinn stofnaður og fyrsta fundargerðin skráð. Heimilisfólk;ið í húsi okkar hjóna kallar anddyrið við bakdyr hússins "Faxa". Af hverju? Vegna þess, að þegar ég var að berjast við að reisa húsið, fjölmenntu Útlagar einn sunnudag og meðal annars smíðuðu þeir ■ anddyrið og síðan hefur hér verið sagt að eitt og annað sé fram í "Faxa" eða úti í "Faxa". Þegar stjórn Útlaga á 25 ára afmælinu í vetur gaf Bandalagi Islenzkra skáta 50 þús. kr., barst hugur minn aftur til þeirra stundar í sögu Skátafélagsins Faxa, þegar stofr.nð var kvenskátadeild innan félagsins og drengjadeildin, þeir hinir sömu, sem nú afhentu stóru peningagjöfina til BIS, gáfu stúlkunum 10 krónur, til þess að deild þeirra þyrfti ekki að lifa við örbirgðo ^Þá var örbirgð í Vestmannaeyjum og peningar sáust vart og 10 krónaseðill var auður. Æskan hafði ekki efni á dýrum skemmtunum. Hún varð í sinn hóp að una við samgleði, sem hún framleiddi sjálf. Þegar é^ íhuga í■dag hvað varð til bess að gera Faxa að virku félagi á þessum arum, þá tel ég félagið einna fyrst. Ungt fólk þráði samvistir hvors annars þá sem ávalt. Því tókst innan ramma skátafélagsins og skátalaga að mynda sér traustann félagskjarna, sem stóð að því að til varð heilsteypt skátafélag á borð við þáu virkustu hér lendis. Þetta félag var samfélag stúlkna og pilta. Rétt er að geta þess, að sterkra áhrifa og málafylgju frá Faxa gjætti á skátaþin^i BlS 1944, er samskátafélög voru viðurkennd ásamt sjálfstæðum kvenskatafélqgum aðilar að Bandalagi Islenzkra Skáta. Úr því ég er farinn að ræða afskipti Faxa af skátamálum utan Eyja, þá má minnast þess á 50 ára afmæli félagsins hve margir skátar Faxa hafa aðstoðað BIS. Verið í stjórn BlS t.d. varaskátahöfðingjar, ritstjórar Skátablaðsins og setið í ótal nefndum. Eitt erfiðasta mál Faxa hafa verið húsnæðismálin. Gamla eldhúsið á Breiðabliki þar sem gagnfræðaskólinn var til húsa, veitti um langt skeið vaxtarbroddi hins unga félags skjól.. Gleðilegt er að nú hefur raknað úr með herbergjunum í asskulýðshúsi kaupstaðarins. Á 30 ára afmæli^skátafélagsins Faxa þakka ég öllum drengjum þess og stúlkum, sem ég fékk tækifæri til að starfa með,fyrir ánugjulegt samstarf og óska þess að Faxi megi ávalt standa af sér öll véðrabrigði þjóðlífs og félagslífs hina ymsu tíma eins og nafni þess útvörður Heimaeyjar í norðri hefur hnarreistur sigrast á vályndum veðrum liðinna tíma. Kærar afmælisóskir og hlýjar skátakveðjur. Þorsteinn Einarsson í.þróttafulltrúi

x

Skátablaðið Faxi

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2547-7250
Tungumál:
Árgangar:
34
Fjöldi tölublaða/hefta:
56
Gefið út:
1967-2017
Myndað til:
2017
Útgáfustaðir:
Ábyrgðarmaður:
Marinó Sveinsson (1967-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Útgefandi, ár: Vestmannaeyjum : Skátafélagið Faxi, 1967-2017

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.03.1968)
https://timarit.is/issue/395626

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.03.1968)

Aðgerðir: