Skátablaðið Faxi - 01.03.1968, Blaðsíða 19

Skátablaðið Faxi - 01.03.1968, Blaðsíða 19
eða þú temur kanariufuglinn þinn, svo'að hánn hænist að þer» Ekki alls fyrir löngu mætti ég manni einum, sem virtist vera bæði vingjarnlegur og hjálpfús, þar eð hann hafði látið skátunum í þorpinu í té loft eitt, er beir gátu haldið fundi sína í, en ág sannfærðist um kosti hans, ^er hann^bauð mér inn í dagstofu sína og sýndi mér kanariu- fugl, sem lék margvíslegar listir áð boði hans= Söng f.yrir hann, svaraði blístri hans og kom og kysti hann, er hann kallaði á hann= En það er ekki nærn því eins ánægjuvekjandi að kenna dýrum í búri, og öll sú skemm.tun og lífsreynzla, er maður fær . við að taka eftir villtum dýrum og læra siði þeirra og ven,iur= Þess oftar sem þú gerir það og þess betur sem þú þekkir skapnað þeirra og hvernig þau framkv.æma sín margvíslegu störf, þess betur munt þú skilja furðuverk nátturunnar og skaparans. Mig langar ógurlega til þess^að athuga hversu mikla rithöfundarhæfileika ég hef. Eg hef voðalega mikið álit á sjálfum mér, en ekki sem slíkum. Eg ætla að hripa hérna í blaðið eina af skemmtiíegustu göngum, sem ég hef farið í. Það voru margir glaðlegir drengir mættir hjá Flugfélaginu kl. 9. á . sannudagsmorgni. Gengið var fylktu liði ujap á Há, en ekki var numið staðar þar, heldur haldið^yfir Moldann-og út■í Stafsnes. Þegar mannskapurinn hljóp niður af eggjunum norðan meginn tókst Bergur allt í einu á loft svo að maðhr gat haldið að hann væri að læra að fljúga eins^og hinir fuglarnir. Þegar niður í^fjöru kom var þar háflóð og svolítið^brim. En stór steinn stóð uppúr rétt út^í sjónum og þegar þaðdró út varð^alveg þurrt í kring um hann. Sá\ var mesti gæinn, sem kæmist fyrstur út á steininn. Auðvitað var Bergur fyrstur út á steininn, en Georg fylgdi á hæla honum. En þeir hugsuðu ekki út í það að það flæddi heldur betur yfir steininn því þeir blotnuðu báðir’ 'upp fyrir mitti og var þá ekki verið að sp.yrja að því, heldur öslað í land og náð í fleiri og varð Gylfi fyrir barðinu og blotnaði upp í.klof. Það má með sanni segja að allir hafi blotnað upp í hné eða lengra nema Nonni, hann mátti alls ekkert vera að því, vegna myndadellunnar. Með Skátakveðju "APUS II"

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.03.1968)
https://timarit.is/issue/395626

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.03.1968)

Aðgerðir: