Skátablaðið Faxi - 01.03.1968, Side 28

Skátablaðið Faxi - 01.03.1968, Side 28
J\kAFL? d , Við flugum til Reykjavíkur 27. júli, kl» 2= Vorum^4 stundir að redda lykli að Dalbrautarheimilinu, sem fannst fyrir rest í töskunni__hennar Nínu„ har dvöldumst við, þ.e.a.s. ekki í töskunni hennar.Nínu, því hún var full, þ.e.a.s. ekki Nína, he.ldur taskano Já við dvöldumst í Da.lbrautarheimilinu til 31» júlio Þá var okkur sagt að fara að sofa snemma, svo að við gætum vaknað nógu snemmao En_óvart þorðum við ekki að sofna, svo við gætum vaknað nógu sneuma. Jæja, loks lögðum við af stað á áfangastað ög áfangastaðurinn var Bornholm. Rútan var full af lýð,_ sem við deginum áður höfðum dvalizt.með í Lækjarbotnum við bökun á'^bstragtbrauði og fjútsjurkakó. 011 vorum við þarna, þ.e.a.So í rútunni, og byrjuðum við Eyjaskátar a okkar popmellodí "Við erum skátar", og hitaðist lýðurinn upp við þessi ógurlegu hljóð, er dundu látlaust yfir bifreiðarstjórann í eina klukku- stund, og var klukkan 6 f.h., er við stigum á yfirráðasvæði U.S.Á. í Keflavík. Hungrið_sagði til sín, og það fór sem fór. Við átum eins og við gátum, þar sem við satum, með öllum látum. Þá heyrðum við hið langþraða urg í þernunni: "Passengers flight 73, please go on board." Við höfðum ekki hugsað okkur að_dveljast þarna öllu lengur og lögðum af stað út í flugyélina Þorfinn karlsefni, og breyttist svipur Árna skjótt við kynningu flugfreyjunnar, og var hann sem í skýjun, enda vorum við komin í 3000 feta hæð. Við lentum kl„ 14 eftir sænskum tíma í Gautaborg. Þá voru all flestir búnir að vera í skyjunum í 5 tíma. Er yið komum til gautaborgar, var þar 25° C og fínt baðstrandaveður, sem við gátum ekki notið, vegna þess að við lögðum af stað með tveim almenningsvögnum, og þar var stemmningin önnur en í K-víkurrútunni. Eg settist í autt sæti, eins og venja er á íslandi. En á nssstu stopoustöð var ág að_hugsa^um^hvort annar siður væri hár, er holdug kona kom inn og_settist hjá már, o^ gat ág hvorki hreyft legg né lið alla leiðinö á járnbrautarstöðina í Gautaborg. Þá loksins gátum við farið ^að innbyroa "glass og scuas", milli þess sem við sungum fyrir götusópara bæjarins, og þnefur aldrei í sögu Gautaborgar verið eins mikill^oþverri a götunum. Þetta^má ekki skilja svo, að við höfum verið neinn óþverri, heldur vanrækti sóparinn starfið vegna söngsins. Um klo 18__urðu fagnaðarlætin á götumuborgarinnar svo mitil að við flúðum upp í lest, er flutti okkur til Helsingborgar. Þar tvístraðist lyðurinn í allar áttir, bar á raeðal lil 10 skáta, er dvöldust á Hreðavatni 1966» Daginn c°tir, er var fyrsti dagur okkar í Helsingborg, höfðum við fyrir okkur. Fóru sumir í búðir, aðrir á söfn, og ág o.fl. a baðströnd. __ Um kvöldið var haldið party fyrir alla útlendu skátana í mesta^partyhúsi borgarinnar. Islenzki hópurinn var fjölmennastur, alls 30 skatar 15 voru frá Finnlandi. Sá hópur var næststæfstur.

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.