Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Qupperneq 8

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Qupperneq 8
Jarðskjálftaferð Dalakot 13. - 15. nóvember 1998 Fórum með Herjólfi föstudaginn 13. nóvember. Eftir skemmtilega Herjólfsferð komum við til Þorlákshafnar og tókum rútu þaðan upp í Dalakot. Komum þangað í þvílíku myrkri um kl. 19. Tveir strákar frá Hveragerði tóku á móti okkur. Allir fóru að leita að vasaljósunum sínum og smám saman varð bjart og hlýtt í kofanum. Við komumst að því að kamarinn var ógeðslegur. Raggi frá Hveragerði (Búkollu- bróðir) og Magnús frá Selfossi voru með okkur og voru með á stuttri kvöldvöku sem tvær stelpur úr flokknum Inkar stjórnuðu. Urðum við mikið vör við jarðskjálfta, bæði um kvöldið og um nóttina og því sváfu allir mjög lítið nema Mummi (foringi). Laugardagurinn 14. nóvember rann upp bjartur og allir voru vaknaðir um tíuleytið. Um og eftir hádegi fórum við út að stökkva niður af hengjum í snjónum. Flestir skemmtu sér vel og sumir voru lengur úti en aðrir. Foringjarnir fór út að leika sér (á snjóbrettum) og þegar þeir komu inn ráku þeir alla út. Um kvöldið komú krakkarnir frá Hveragerði og Selfossi og voru með okkur að syngja. Svo var kvöldvaka sem var lengri en sú fyrri. Rétt eftir kvöldvökuna ruddust þrír Hvergerð- ingar inn með hávaða og látum og ætluðu að hræða okkur en það gekk ekki. Einn strákurinn var klæddur eins og morðinginn í kvikmyndinni Scream. Allir fóru í háttinn en á misjöfnum tímum og þeir sem vöktu lengst voru vakandi fram eftir nóttu að syngja. Ég vaknaði fyrst af öllum og hrökk í kút þegar allt í einum var bankað á dyrnar. Ég stökk á fætur og fór til dyra. Þá stóð þar úti pabbi einnar stelpunnar frá Hveragerði og sagði að rýma þyrfti skálann vegna hættu á stóra skjálftanum. Þá fóru allir að pakka niður og rýmdum við kofann á innan við klukkutíma. Björgunarbíll frá Hjálpar- sveit skáta Hveragerði og tveir L-300 bflar komu og sóttu okkur og skutluðu okkur til Hveragerðis þar sem flestir fóru í sund. Eftir sundferðina var ein sjoppa á Hveragerði heimsótt og svo var okkur öllum boðið í kaffi til Siggu sem er félagsforingi á Hveragerði. Þegar allir voru saddir var tekin rúta í Þorlákshöfn og Herjólfur loks heimsót- tur aftur. Fyrir hönd þeirra sem í Dalakoti voru: María Sif Ingimarsdóttir. Við viijum þakka Siggu og öllum hinum í Hveragerði sem aðstoðuðu okkur kœrlega jyrir. Eskimóar í útilegu Við mættum upp í gamla golfskála kl. 3. Við komum okkur fyrir. Lísa og Tinna rifust um rúm því það voru bara þrjú rúm en Lísa staflaði dýnum upp. Lísa, Ella og Sóley fóru í afmæli. Þegar þær komu aftur bjuggum við til mokkasíur. Síðan fórum við upp í rúm en Ella fékk heimþrá og hélt vöku fyrir hinum. Það sofnaði enginn fyrr en kl. 4. Við vöknuðum kl. 10 og fengum okkur að borða og tókum til. Svo kláruðum við mokkasíurnar. Síðan fórum við út í rigninguna og lékum okkur með vatnss- lönguna. Við urðum ÖFGA blautar og kaldar. Svo fóru allir nema Anna Jóna í heita sturtu. Svo var smá lúritími frá kl. 3-4. Ella þurfti að fara heim að passa. Sóley, Lísa og Tinna fóru að leika sér í drullupytti rétt hjá Kaplagjótu. Anna Jóna varð eftir úti í Skála því að Tinna þurfti að fá skóna hennar lánaða. Um kvöldið vorum við bara eitthvað að dunda okkur. Daginn eftir vaknaði enginn fyrr en kl. 12:30. Svo var tekið til og við fórum heim kl. 3. Eskimóar. P.S. Við viljum þakka skósmiðnum kærlega fyrir hjálpina og fyrir leðrið. Annars hefðum við ekki getað gert mokkasíurnar. SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.