Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Side 11

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Side 11
Hafragrautur, hrökkbrauð og te. Undirstöðuríkur morgunmatur fyrir göngu dagsins dagskxárlið en næstu tvo daga ætluðum við að fara í „hike“ úti í skógi. Okkur var skipt í nokkra hópa, fengum kort og áttavita og svo bent á þann stað sem við áttum að enda á. I fyrstu virtist þetta bamaleikur en svo sáum við að það er bara býsna erfitt að rata úti í skógi sérstaklega þegar það var orðið dimmt en þá tók Tari, flokksforinginn okkar, við stjórninni eftir að við höfðum verið að ganga í endalausa hringi. Við íslendingar erum ekkert sérlega vön skóglendi, er það? En er við loks komumst á áætlaðan svefnstað settum við upp tjaldbúðir og kveiktum varðeld. Yfir honum steiktum við okkur pönnu- kökur og grilluðum pylsur og sykurpúða á prikum. Morguninn eftir var haldið snemma af stað og gengið allan daginn. A leiðinni hittum við fyrir skrítið fólk klætt í anda þess tíma er Arthur konung- ur var uppi eða Hrói höttur. Þetta var nokkurskonar „live“ leikrit þar sem þú leikur sjálfur ákveðið hlutverk. En hvað um'það, göngunni héldum við áfram og enn leiddum við Islendingarnir okkur vitlausa leið, lentum í mýri og á ókleif- um klettum og enn þurfti flokks- foringinn að setja okkur á sporið aftur. En er á næturstað var komið skelltum við okkur út í ískalda vatnið þar hjá og héldum svo varðeld með tilheyrandi pönnukökum, pulsum og söng. Lögð- umst svo til svefns í göngutjaldinu hans Taris. Tíundi og síðasti dagskárdagurinn rann upp, og ég held að við sem sváfum á göngutjaldinu höfum vaknað öll við sama hlutinn...moskítóbit! Illa bitinn, útitekin en brosandi út að eyrum komum við aftur til Helsinki og var þar haldið kveðjupartí að sið skáta með söng, leikjum og glensi. Að lokum viljum við þakka Land- nemunum sérstaklega fyrir að leyfa okkur að koma með í þessa ferð og þakka öllum ferðafélögum fyrir frábæra samveru. Kitos, Freydís Inki ' \. ) >_____ð Ollam bæjcutbáim gtéðileg’uij&Ha og fmœh MfA M Ahaldaleigan Brimnes Eðalsport Esso Eyjaradíó Foto Haukur Guðjónsson KÁ Goðahrauni w KATanginn Sæhamar ehf. Tvisturinn VÍS Bókabúðin Vilberg kökuhús Húsey Miðstöðin ehf. Bannsóknarstofnun fiskiðnaðarins Teiknistofa Páls Zóphóníassonar Karl Kristmanns heildverslun SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.