Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Side 15

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Side 15
Tjaldstæðið í Hrafntinnuskeri - finnst ekki betra, með ilmandi útikamri og mjúku undirlagi en þar tóku foreldrar Selfyssinganna og aðrir Fossbúar vel á móti okkur með pylsuveislu og öllu tilheyrandi og á ég þeim bestu þakkir að færa því lílcaminn var farinn að mótmæla nestinu mínu eins „fjölbreytt” og það var, hafra- grautur, rúgbrauð og vatn. Eftir góðan nætursvefn lögðum við snemma af stað upp Kattarhrygginn, Heljarkambinn og stefndum á Fimmvörðuhálsskálann. Eina vesenið var að við fundum ekki skálann vegna þoku og slæmrar færðar en allt var snævi þakið og erfitt að finna leiðarstikur. En þá gerðist það, vind tók að blása og feykti þokunni burt en því miður bara í stutta stund því þokan læddist aftan að okkur og nokkrir sem höfðu dregist aftur úr hurfu okkur úr augnsýn. Allir komust þó á endanum upp í skálann þótt skelkaðir væru. Við vorum þó heppin að týnast ekki fyrir alvöru en aðrir sem áttu leið hjá voru ekki eins heppnir. Seint um kvöldið fengum við hringinu í skálann og var okkur tjáð að ungt par hefði villtist upp á Heiðinni og þurfti því að hefja leit að þeim. Eftir u.þ.b. 8 tíma leit skiluðu þau sér í Þórsmörk heil á höldnu en nokkuð skelkuð. Hetjan í okkar hóp var Búkoliubróðir en hann hljóp um í þokunni að leita að parinu langt fram á nótt uns þau fundust. Eftir erfiða nótt vöknuðum við þó og lögðum síðasta hluta leiðarinnar undir fót. Leiðin virtist aldrei ætla að taka enda og sumir hlökkuðu svo mikið til að ljúka göng- unni að þeir hlupu síðast klukkutímann. Ekki held ég að ástæðan hafi verið að það væri leiðninlegt að ganga heldur braust út í þeinr óumflýanleg sykur- skortseinkenni því þessir sumir vissu hvað biði okkar á leiðarenda....margir lítrar af kók og pizzuveisla um kvöldið. Þegar hugsað er til baka var þetta hitt ágætasta ferðalag og mjög svo lærdóms- ríkt um ferðamennsku. Allir hafa gott af því að upplifa ævintýri sem þetta og því stefnum við að fara með eldri krakkana okkar í ferð sem þessa næsta sumar því þetta kalla ég ALVÖRU SKÁTUN. Vona að þið hafið haft gagn og gaman að. Freydís Inki Bœjarstjórn Vestmannaeyja fœrir 'óiium Vestmannaeyingum nœr og fjœr bestu óskir um qfeðileq jót oq farœtt komandi ár með })ökk fyrir samskiptin SKATABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.