Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Side 17

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Side 17
Forsetamerki "98 Flest allir skátar á íslandi safna vörðum á skyrtuna sína en vörðurnar eru viðurkenning þess að skátinn hafi lokið við ákveðna áfanga sem sveitar- foringinn setur fyrir. Frá ylfingaaldri, sjö til tíu ára, og þar til skátinn er orðinn dróttskáti, 15 ára, eru níu vörður. Til að vinna sér inn vörðurnar eru unnin verkefni úr fjórum bókum. Flægt er að fá þrjár vörður fyrir hverja bók, nema dróttskátar, þeir fá tvær vörður og síðan forsetamerki. Astæðan fyrir því að merkið er kallað forsetamerki er sú að merkið er tileinkað forseta lýðveldisins en hann er verndari skátahreyfingar- innar. Sér forseti íslands einnig um að afhenda merkið. Þann 25. apríl 1998 fengu Freydís Vigfúsdóttir og Einar Örn Amarsson forsetamerkið afhent. Mættu þau á Bessastaði ásamt skátum úr öðrum félögum á landinu til að taka við merk- inu. Auk þeirra voru þarna ættingjar nýrra merkisbera. Haldnar voru ræður þar sem gestirnir voru minntir meðal annars á að afhending merkisins markaði ekki endi heldur upphaf. Að loknum ræðuhöld- um og sálma- söngvum tók af- hendinginn við. Voru merkiskandí- datar kallaðir upp og áttu þá að ganga til Ólafs Ásgeirs- sonar, skátahöfð- ingja, sem afhenti skjal til staðfest- ingar á því að viðkomandi bæri nú rétt á að bera forsetamerki. Eftir að hafa tekið við skjalinu var gengið fram fyrir forseta íslands herra Ólaf Ragnar Grímsson, nældi hann merkinu í skátann og óskaði honum til hamingju með því að heilsa með skátakveðju. Eftir athöfnina var nýjum merkishöfum óskað til hamingju og boðið til móttöku í forsetabústaðn- um. Þar tóku forsetahjónin Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín heitin á móti gestunum með veitingum og svo var slegið upp fjöldasöng að skátanna sið og virtust allir skemmta sér hið besta. Fengu gestirnir að skoða sig um í þess- um bústað en þar ber m.a. að líta merki- legt mynjasafn í kjallara. Það má með sanni segja að þessi dagur hafi verið með þeim merkilegri sem maður upp- lifir og mun seint gleymast. Vonandi fá sem flestir skátar að upplifa viðhöfn sem þessa og hvet ég alla skáta til að vinna vel að verkefnunum sínum því það er vel þess virði Takkfyrir. Einar Örn Arnarsson Dúfa með meiru! Áætlun Herjólfs um jól og áramót Aðfangadagur Jóladagur 2. jóladagur Gamlársdagur Nýársdagur frá V.m. frá Þh. 8.15 11.00 Engin ferð 13.00 16.00 8.15 11.00 Engin ferð Að öðru leyti gildir vetraráætlun Herjólfs. ATH.: Seinni ferðin á föstudöaum fellur niður í janúar oa febrúar 1999 Sími 481-2800 • Myndsími 481-2991 Sendum víðskíptavínum okkar Bestu óskír um gfeðífegjóC farsœCt ComancCí ctr Meðþökk jyrír góð samskíptí á árínu sem erað Cíða SKATABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.