Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Síða 21

Skátablaðið Faxi - 01.12.1998, Síða 21
Eldri skátar teknir tali Vigdís Rafnsdóttir. Einar Magnús Erlendsson. Afhverju gerðist þú skáti? -Ahugi fyrir útiveru og skátastarfi, svo voru það náttúrulega kunningjamir. Hvað hét flokkurinn sem þú varst í? -Hann hét Fákar og fyrsti flokks- foringinn minn var Hafsteinn Ágústsson Hvaða skátar voru mest áberandi þegar þú varst ískátunum? -Það var náttúrulega Hafsteinn Ágústsson og svo líka Sigurjón Kristinsson, Óskar Þór Sigurðsson, Jón Runólfsson og Ólafur Oddgeirsson svo einhverjir eru nefndir. Það er erfitt að gera upp á milli en svona á meðan ég var að byrja og meðan ég var virkur þá voru þetta þeir mest áberandi. Hvað er eftirminnilegasta atvikið úr skátunum ? -Það er mjög erfitt að velja eitthvað úr, við fórum í úteyjaferðir, róðraferðir og í ferðir upp á ísland. Ef það er eitt- hvað þá var skíðaútilega sem við fórum í suður í Lyngfellsdal í frosti, snjókomu og skafrenningi. Reyndar kom leiðinda atvik upp þegar einn okkar brotnaði. Hvað varstu lengi „virkur"skáti? -í ein tíu ár. Afhverju hœttir þú? -Eg fór að búa. Það má eiginlega segja að alvara lífsins hafi tekið við með hús- byggingu og barneignum. Sérðu eftir því að hafa hœtt? -Já, þannig séð en menn verða að velja og hafna. Eg hugsa ennþá hlýtt til skátanna og fylgist með úr fjarlægð. Eitthvað að lokum? -Eg óska skátahreyfingunni alls hins besta, á enga betri ósk en að hreyfinginn eigi eftir að halda áfram að eflast. Magnús Þorsteinsson. Afhverju gerðist þú skáti? -Til þess að læra margt spennandi. Hvað hét flokkurinn sem þú varst í? - Hann hét Labbakútar. Hvaða skátar voru mest áberandi þegar þú varst í skátunum ? - Halldór Ingi. Hvað er eftirminnilegasta atvikið úr skátunum ? - Skátaheitið, hnútamir og að vera úti í náttúrunni. Hvað varstu lengi í skátunum? - Tvo vetur. Afhverju hœttirþú? - Vegna þess að ég var mikið í fót- bolta. Sérðu eftirþví að hafa hœtt ískátunum? - Já, sérstaklega þegar ég var yngri. Eitthvað að lokum. - Skátamir eru mjög duglegir og standa sig vel. Af hverju gerðist þú skáti? -Mér fannst þetta spennandi, að fara í útilegur, leiki og fl. Hvað hét flokkurinn sem þú varst í? -Hann hét Kanínur. Hvaða skátar voru mest áberandi þegar þú varst í skátunum? -Það voru svo margir, s.s. Halldór Ingi, Bjarni Sighvats, Siggi Þ, Edda Ólafs, Einar Halló, Emma Vídó og óteljandi fleiri. Hvað er eftirminnilegasta atvikið úr skátunum ? -Það er svo margt, svo rosalega góðar minningar og Eyjamótið 1968 í Djúpadal. Hvað lœrðir þú í skátunum? -Vinna saman í hóp, skipuleggja hlut- ina og vera vinur vina sinna. Sérðu eftirþvíað hœtta? -Afhverju? -Eitt sinn skáti, ávallt skáti. Ég er ekki hætt ég reyni að hjálpa ef vantar eitthvað en flokkastarfið var náttúrulega skemmtilegra. Eitthvað að lokum? -Ég vil hvetja alla unglinga og krakka að byrja í skátunum, þar hef ég átt mínar bestu stundir með félögunum. Skáta- starfið er besta veganesti á lífsleiðinni. SkátaféCagíð Jaxípakkar veíttan stuðníng og óskar Tyjamönnum öCCum gCeðíCegrajóCa og farsæCcCar á nyju árí SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.