Morgunblaðið - 24.06.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 24.06.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Ekki eru til skýr lög um ráðstöfun ríkiseigna en líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni gaf Örnólfur Thorsson forsetaritari fyrrverandi staðarhaldara á Bessastöðum, Júlíusi Ein- arssyni, skammbyssur í eigu forsetaembætt- isins fyrir vangoldin laun. Skammbyssurnar voru gjöf krónprins Abú Dabí til Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta. Forsetaembættið tók við gjöfinni og ákvað að skrá þær á Júlíus. Júlíus deildi síðar um launagreiðslur við for- setaembættið og taldi sig hlunnfarinn um laun. Áður en launadeilan fór fyrir dómstóla fór Júl- íus fram á að taka vopnin til eignar fyrir van- goldin laun. Var því ákveðið af embætti forset- ans að færa eignarhald vopnanna úr ríkiseigu yfir á Júlíus. Ekki til skýr lög Að sögn þónokkurra lögfræðinga sem Morg- unblaðið ræddi við eru ekki til skýr lög um ráð- stöfun lausafjármuna í eigu ríkisins. Ráðherrar lúta hins vegar ákveðnum siða- reglum þar sem eru ákvæði um gjafir og með- ferð þeirra. Forsetaembættið hefur hins vegar ekki sett sér álíka siðareglur. Í 6 gr. reglugerðar um ráðstöfun eigna rík- isins stendur þó að húsgögnum, tölvum, skrif- stofuvélum og öðrum búnaði, skuli ráðstafað á hagkvæmasta hátt. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri vildi ekki tjá sig um þetta einstaka mál en vísaði í 7. gr. laga nr. 90. frá 2003 með síðari breytingum en þar segir að það beri að telja til tekna hvers kyns endurgjald. „Ef maður er að fá hlut í stað- inn fyrir einhvers konar greiðslu í peningaformi og peningagreiðslan er skattskyld þá ber að greiða skatt af því með sama hætti,“ segir Skúli. Ekki til skýr lög um ráðstöfun ríkiseigna  Fyrrverandi staðarhaldari á Bessastöðum tók eigur forsetaembættisins til eignar upp í vangoldin laun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bessastaðir Byssurnar voru gjöf frá krón- prins Abú Dabí til forsetaembættisins. 365 miðlar brutu áfengislög Fjölmiðlanefnd hefur sektað 365 miðla um eina milljón króna vegna brota á lögum um fjöl- miðla. 365 miðlar gefa út tímaritið Glamour. Fjöl- miðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði brotið gegn fjölmiðlalögum með því að birta auglýsingar um áfengi með áfengisinnihaldi yfir 2,25%. í októ- ber-, nóvember- og desemberheftum Glamour. Fjölmiðlanefnd taldi einnig að 365 miðlar hafi reynt að kom-ast undan íslenskri lögsögu með því að til- kynna nefndinni 6. september að 365 miðlar væru hættir útgáfu tímarits- ins Glamour. Fjölmiðlanefnd tók þær skýringar ekki gildar í ljósi þess að 365 höfðu fært úgáfu Glamour til breska félagsins 365 Media Europe Ltd., sem er félag nátengt 365 miðl- um. Þrátt fyrir breytingar sem gerðar höfðu verið á útgáfufélagi tímarits- ins Glamour taldi fjölmiðlanefnd að tímaritið félli undir útgáfu og ábyrgð 365 miðla. Glamour félli því undir gildissvið laga um fjölmiðla og efni og útgáfa lyti ákvæðum þeirra. Þar af leiðandi giltu ákvæði um meiðyrði, höfundarétt, persónuvernd og frið- helgi einkalífs, sem og áfengislög. Þær staðreyndir að ritstjórn Glamo- ur var staðsett á Íslandi, efni tíma- ritsins á íslensku og því dreift hér á landi styrktu ákvörðun fjölmiðla- nefndar um ábyrgð 365 miðla á áfengisauglýsingum í Glamour. Sekt Glamour birti áfengisauglýsingar  Gert að greiða eina milljón í sekt Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Bílaleigan Avis mun í haust bjóða deilibílaþjón- ustu innan borgarmarkanna undir merkjum bandarísku deilibílaþjónustunnar Zitcar sem er sú stærsta í heimi. Mun þjónustan nefnast Zitcar á Íslandi. Hugmyndin gengur út á að notendur geti nálgast bíla til að nýta í stuttar ferðir án þess að þeir eigi bíl sjálfir. Þá megi finna á bílastæðum um borgina og notendur borgi áskriftargjald fyr- ir. Til að byrja með þurfa notendur að skila bíl- unum aftur í sama stæði, en fjölgi bílunum opn- ast möguleikar á því að þeim megi leggja annars staðar eftir notkun. Í Bandaríkjunum voru um 65 þúsund deilibílar í notkun árið 2015 og um 1,8 milljónir manna í viðskiptum við deilibílaleigur eða -samtök. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að Reykjavíkurborg hygðist bjóða til leigu bílastæði til slíkrar þjónustu, en þegar er hafin vinna við tillögur að gjaldskrá og úthlutunarreglum fyrir bílastæðin. Verða tillögur teknar fyrir í umhverf- is- og skipulagsráði í ágúst. „Ready to go“ Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis, segir fyr- irtækið tilbúið að hefja þjónustuna. Það eina sem vanti sé að bílastæðin verði til reiðu, Avis sé tilbúið með bíla og þá tækni sem til þarf til að reka þjónustuna. „Við viljum gjarnan stuðla að því að þessi tækni verði innleidd. Við teljum okk- ur vel undirbúin og höfum lagt mikla fjármuni í þetta. Við erum ready to go,“ segir hann. Fjöldi bifreiðanna er enn óákveðinn, en hann kemur í ljós þegar borgin hefur útleigu bílastæðanna. Árni Sigurjónsson, verkefnisstjóri hjá bílaleig- unni, vinnur að þróun deilibílaþjónustunnar. „Hugsunin er að brúa bilið fyrir þá sem velja bíl- lausan lífstíl. Það kemur alltaf að því að þeir þurfi að nota bíl í eitthvað, þegar þeir fara að versla o.s.frv. Með þessu minnkar bílaeign og traffík í borgum,“ segir hann. Avis hefur kynnt hugmyndina fyrir fyrirtækj- um, einkum stórum vinnuveitendum, og fengið góð viðbrögð. „Þetta verður í bland við aðrar lausnir okkar. Oft vantar bíla í stuttar ferðir. Í staðinn fyrir að vera með sinn eigin flota getum við leyst þetta fyrir fyrirtæki,“ segir hann. Hefja deilibílaþjónustu í haust  Bílaleigan Avis hefur starfsemina undir nafninu Zitcar á Íslandi  Hafa fengið góð viðbrögð hjá fyrirtækjum  Bíða bílastæða til leigu frá Reykjavíkurborg Morgunblaðið/RAX Bílastæði Borgin mun leigja út stæði fyrir deilibílaþjónustuna. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal fyrir tveimur vikum og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. júlí vegna al- mannahagsmuna. Þetta var niðurstaða dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær en Ævar Pálmi Pálmason lögreglu- fulltrúi staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. Mennirnir, Sveinn Gestur Tryggvason og Jón Trausti Lúthersson, hafa báðir kært úr- skurðinn til Hæstaréttar. Mennirnir voru yfirheyrðir í fyrradag en Ævar Pálmi sagði að ekki væri hægt að upplýsa hvað hefði komið fram í þeim yfir- heyrslum. Sex voru upphaflega handteknir en fjórum sleppt fyrir viku þar sem þeir eru ekki taldir hafa komið með beinum hætti að málinu. Báðir kæra úr- skurð um gæslu- varðhald Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi | Athugull 6 ára drengur fann steingerða rostungstönn í fjörunni við Stykkishólm. Talið að tönn- in sé um 3.000 ára gömul. Þeir áttu ekki von á því feðgarnir Guðmundur Arnar og faðir hans Ásmundur að ferðin þeirra í þetta skiptið út í Landey við Stykkishólmi yrði eftirminnileg. En annað kom á daginn. Guðmundur Arnar, sem er 6 ára gamall, var að skoða steinana í fjör- unni og vakti þá athygli hans skrítinn steinn sem graf- inn var að mestu í sandinn. Við nánari athugun feðganna kom í ljós að þetta var ekki venjulegur steinn heldur reyndist þetta vera steingerð rostungstönn . Þeir létu Náttúruminjasafn Íslands vita og kom Hilmar Malmquist vestur til að skoða gripinn. Hann stað- festi að miðað við hversu vel steingerð tönnin er, væri líklegt að hún gæti verið um 3.000 ára gömul. Tönnin er brotin heil við rótina og er um 30 sm á lengd, en rostungstennur eru yfirleitt 50 – 70 sm langar. Ætlunin er að taka sýni með því að bora í tönnina og ná í lífrænan vef til að aldursgreina og gera erfðarannsóknir. Hilmar segir að rostungar flækist hingað stöku sinnum, en þeir hafi verið algengari hér fyrr á öldum. Fundist hafa hér við land sýni úr 60 rostungum, eink- um tennur og hauskúpur. Flest sýnin hafa fundist við Snæfellsnes og Vestfirði. Að sögn Hilmars er rost- ungstönnin tvímælalaust merkur fundur og er ein viðbótin til að túlka náttúrusögu landsins langt aftur í tímann. En hvernig stendur á því að rostungstönn finnst við Stykkishólm, innarlega í Breiðafirði? Ein hugmynd er sú að tönnin hafi komið upp við dýpkunarfram- kvæmdir við Skipavíkurhöfn við Búðanes fyrir nokkrum áratugum, en þá var leir og sandi dælt í átt að Landey. Fann 3.000 ára gamla tönn í fjöru Benedikt Jóhannesson fjár-málaráðherra sagði í gær að tíu þúsund króna seðillinn yrði ekki tekinn úr umferð eins og starfs- hópur um skattaundanskot á hans vegum hefur lagt til. Tillagan hefur fengið mikinn mótbyr frá því að hún var kynnt í fyrradag og meðal annars lýsti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra yfir andstöðu við hana. Benedikt segir mikilvægt að ræða tillögur sem fram koma í skýrslunni, en einnig að vinna úr þeim þannig að víðtæk sátt náist um þær. Benedikt segir mestu máli skipta í tillögum starfshópsins að unnið sé gegn skattaundanskotum. Eitt mik- ilvægasta atriðið sé að greiða út laun með rekjanlegum hætti. Það sé jafnframt réttindamál fyrir launafólk. Seðlarnir ekki teknir úr umferð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.