Morgunblaðið - 24.06.2017, Side 14

Morgunblaðið - 24.06.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 Við vinnum að sölu á eftirtöldum fyrirtækjum: • Rótgróið verslunarfyrirtæki í austurbær Reykjavíkur. Vel rekið fyrirtæki með góða ebitda framlegð, eigin innflut- ningur og framleiðsla. Stór verslun og dreifing til annarra aðila. Velta um 500 milljónir. • Iðnfyrirtæki í smíði úr áli og ryðfríu stáli. Stærstur hluti starfseminnar er þjónusta við olíufélögin, ýmisskonar smíði úr áli og þjónustu á stýrikerfum á dælubúnaði olíubíla. Meginhluti starfseminnar er við fyrirtæki en þó einnig við einstaklinga í ýmisskonar sér smíði. Starfsemi fyrirtækisins er í 450fm húsnæði með mikilli lofthæð, fimm metra háum gegnumkeyrsluhurðum með miklu útiplássi. • Við leitum að fjárfesti sem hefur áhuga á kaupum á veitingahúsakeðju í Reykjavík, velta er um 700 milljónir og er reksturinn mjög traustur og góður. Hér er á ferðinni tækifæri í veitingarekstri sem ekki er mikið háð ferðamönnum og hefur gengið vel um margra ára skeið • Tvær af álitlegustu ísbúðum bæjarins eru til sölu hjá okkur. • Hönnunar og vörumerkjafyrirtæki með smásölurekstur er til sölu hjá okkur. Velta um 80 milljónir, miklir möguleikar til aukinna umsvifa. • Smásöluverslun í úthverfi á sviði gourmet þ.e. matvara í hæsta gæða- flokki. Auðveld kaup, miklir möguleikar. • Nokkur dæmi fyrir fjárfesta í veitingaþjónustu í 101 Reykjavík. • Hestavöruverslun í Reykjavík. Við bendum á heimasíðu okkar www.investis.is þar sem fjárfestar geta skráð sig og fengið upplýsingar um viðskiptatækifæri í forgangi. Við erum með kaupendur og fjárfesta að ýmsum gerðum fyrirtækja, við hvetjum fyrirtækjaeigendur sem eru í söluhugleiðingum til að hafa samband. Lækjargötu 2, 2. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is Alexander Gunnar Kristjánsson agunnar@mbl.is Deilur eru uppi í Árneshreppi um fyrirhugaða 55 mega- watta virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum. Aðal- skipulag hreppsins gerir ráð fyrir virkjuninni og liggja rannsóknarleyfi þegar fyrir. Á íbúafundi sem haldinn var fyrr í mánuðinum reyndist töluverður stuðningur við framkvæmdina, en Hvalárvirkjun endaði næstefst á lista yfir atriði sem fundargestir töldu brýnustu hagsmunamál hreppsins, rétt á eftir bættum samgöngum. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að virkjuninni sé ætlað að bæta raforkuöryggi Vestfirðinga, en rafmagnsframleiðsla á Vestfjörðum er einungis brot af því sem svæðið notar. Vonir standa til að koma megi upp hringtengingu rafmagns um Vestfirði þannig að rafmagn slái ekki út af öllu svæðinu þótt tiltekin raflína fari í sundur. „Ef rafmagn bilar í Dölunum fer það kannski af öllum Vestfjörðum,“ segir Eva, en ekki sé hægt að slá út bilaða kaflanum. Þá þurfi að keyra varaaflstöð sem kynt er með dísilolíu, en slíkt er bæði dýrt og óumhverfisvænt. Eva segir fleiri tækifæri felast í virkjuninni. Þegar rann- sóknir hefjist verði lagður vegur upp á heiðina. Þá opnist svæði sem aldrei hafi verið aðgengilegt. „Ég tel að ferða- þjónustusvæðið í sveitinni muni stækka og opna alveg nýjar víddir norður á við.“ Efasemdir um hvatann Ekki eru þó allir jafnhrifnir af þessum áformum. Nú um helgina fer fram málfundur um virkjanamál í sveitinni þar sem fulltrúar helstu hagsmunaaðila, landeigenda, orkufyrirtækja og sveitarstjórnar flytja erindi, auk íbúa. Að fundinum standa íbúar og vinir sveitarinnar sem eru ósáttir við þá kynningu sem málið hefur fengið. „Okkur langaði að opna á meiri umræðu og fá allar staðreyndir fram,“ segir Pétur Húni Björnsson, vinur sveitarinnar, en hann hefur miklar efasemdir um virkjanaáformin. Fyrirhuguð virkjun er á forræði Vesturverks, sem er að mestu í eigu HS Orku. HS Orka er síðan í eigu Magma Energy hins sænska. Pétur hefur efasemdir um þá hvata sem liggja að baki virkjuninni. Upphaflega hafi hug- myndin verið að byggja litla virkjun til að þjónusta svæð- ið, en eftir að Vesturverk lenti í eigu HS Orku hafi virkj- unaráform verið blásin upp og nú sé gert ráð fyrir 55 MW virkjun. „Maður veltir fyrir sér, er þetta aðilinn sem ákvað að virkja hér fyrir einhverja milljarða til að búa til hringtengingu rafmagns á Vestfjörðum eða á að senda rafmagnið beint suður og nota í einhverja stóriðju, t.d. á Grundartanga þar sem vitað er að vantar rafmagn?“ Þar fyrir utan séu sum vandamál sem virkjuninni sé ætlað að leysa einfaldlega ekki til staðar lengur. Dreifingaröryggi sé ekki mikið vandamál lengur enda varaaflstöðvar til staðar. Deilt um virkjanaáform í Árneshreppi á Ströndum  Vesturverk áformar 55 MW virkjun í Hvalá Morgunblaðið/Sigurður Bogi Óbeisluð Hvalá er vatnsmesta á Vestfjarða, en hún rennur í Ófeigsfjörð. Til stendur að virkja ána. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu og formaður borgarráðs í Reykjavík útiloka ekki lækkun fasteignaskatta við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands hækkar heildarmat fasteigna um 13,8% milli ára. Á höfuð- borgarsvæðinu hækkaði það um 17,5% í sérbýli, um 15,4% í fjölbýli og um 10,6% í atvinnuhúsnæði. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Norðurþing hygðist bregðast við 42% hækkun fasteignamats á Húsa- vík með því að lækka fasteignaskatt. Af því tilefni leitaði Morgunblaðið til forystumanna á höfuðborgarsvæð- inu. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra og varð S. Björn Blön- dal, formaður borgarráðs, til svara fyrir borgina. Hann sagði Reykjavík vera með hlutfallslega lægstu fasteignaskattana á íbúðarhúsnæði á Íslandi. „Verðið er hins vegar auðvitað hátt. Þetta er dýrasta svæðið. Við höfum athugað hvaða áhrif það hefði að breyta álagningu. Við höfum fyrst og fremst skoðað íbúðarhúsnæði.“ Rétti tíminn er núna Spurður um svigrúm borgarinnar til slíkrar lækkunar segir Björn að ef það eigi „einhvern tímann að gera þetta sé það hugsanlega núna“. „Ég minni á að árið 2011 fór þáverandi meirihluti Besta flokks og Samfylk- ingar þessa leið. Við höfum verið vak- andi fyrir þessu allan tímann.“ Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir skattana verða ákveðna við gerð fjárhagsáætlunar. „Við höfum alltaf lækkað álagspró- sentuna á íbúðarhúsnæði, þannig að hækkunin verði að meðaltali aldrei meiri en forsendurnar sem við erum að vinna með í fjárhagsáætlun, sem byggja á þjóðhagsspá hverju sinni.“ Ármann segir aðspurður að bærinn hafi lækkað fasteignaskatta á atvinnu- húsnæði á kjörtímabilinu. Hann treysti sér ekki til að segja til um hvort skatturinn lækki meira. Álögur á Nesinu séu lágar Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri Seltjarnarness, segir bæjar- stjórn skoða allar álögur á bæjarbúa við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs. „Sú vinna fer fram á haustmánuð- um og þá verður þetta skoðað og met- ið. Ég hef ávallt haft þá afstöðu að leita allra leiða til að halda álögum á bæjarbúa sem lægstum um leið og veitt sé mjög góð þjónusta. Við erum nú með lægsta álagningarstuðulinn á höfuðborgarsvæðinu. Ég mun skoða allar forsendur við álagningu á fast- eignaskatti með bæjarstjórn strax í haust við gerð fjárhagsáætlunar með það í huga, eins og hingað til, að auka ekki álögur á bæjarbúa og minnka ekki þjónustustigið,“ sagði hún. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir bæinn hafa lækkað álagningarhlutföll fasteigna- skatta í tengslum við fjárhagsáætlun 2017. „Var það gert til að koma til móts við þá hækkun sem orðið hafði á fast- eignamati. Lækkunin gekk út á að íbúaeigendur greiddu sömu upphæð í fasteignaskatta á árinu 2017 að raun- gildi og árið 2016 og hefur það gengið eftir. Nýverið var birt nýtt mat sem mun gilda fyrir árið 2018. Það hefur ekki verið farið yfir það í smáatriðum í Mosfellsbæ. Þó er ljóst að það felur í sér töluverða hækkun fasteignamats á húsnæði í bænum. Vinna við fjárhags- áætlun fyrir árið 2018 er að hefjast og þetta er eitt af þeim atriðum sem taka þarf afstöðu til við gerð hennar. Það er ekki ólíklegt að einhverjar breytingar verði gerðar á álagningarhlutföllum í tengslum við hækkun fasteignamats, þótt engar ákvarðanir hafi verið tekn- ar í því sambandi eðli máls sam- kvæmt,“ segir Haraldur. Dregið verði úr álagningunni Haraldur L. Haraldsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, segir bæinn vera að fara yfir þessi mál. „Ég geri ráð fyrir að við munum láta tekjur af fasteignagjöldum hækka í samræmi við hækkun á vísi- tölu neysluverðs og að því muni álagn- ingarprósentan lækka. Fasteignamat- ið hefur enda hækkað umtalsvert meira en vísitalan milli ára. Afstaða mín er í samræmi við þetta og að það eigi að lækka álagningaprósentuna.“ Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir bæinn skoða álagn- ingu skatta á hverju ári við gerð fjár- hagsáætlunar, „með því hugarfari að reyna að hafa álögur á íbúa sem lægsta. Við höfum lækkað fasteigna- skatt á íbúðarhúsnæði frá 0,26% árið 2013 í 0,23% árið 2017. Þannig höfum við reynt að halda í við hækkun fast- eignamats, þ.e. að íbúar greiði svipaða krónutölu milli ára. Í sumum tilfellum hefur það dugað en á öðrum stöðum ekki þar sem matið hefur hækkað verulega. Þetta verður skoðað vel nú í haust með það fyrir augum að lækka álagninguna.“ Hafi lítil áhrif á markaðinn Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, telur lækkun fast- eignaskatts á íbúðarhúsnæði ekki munu hafa teljandi áhrif á þróun íbúðarverðs. Hann bendir á að fast- eignamatið hafi hækkað mikið í fyrra, og gjöldin þar með. Það hafi ekki haft merkjanleg áhrif á markaðinn. Að óbreyttu sé í kortunum veruleg hækk- un fasteignagjalda. Ari telur lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði geta haft meiri áhrif. Lækkun fasteignagjalda geti haft áhrif á rekstur og skráð gengi hjá stóru fasteignafélögunum. Skoða lækkun fasteignaskatts  Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu hyggjast kanna svigrúm til lækkunar við gerð fjárhagsáætlunar  Sérfræðingur hjá Landsbankanum telur lækkun fasteignagjalda hafa lítil áhrif á þróun íbúðaverðs Morgunblaðið/Árni Sæberg Hallgrímskirkja Fasteignaverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Um leið hækka skattar á fasteignir. Álagður fasteignaskattur 2017 A-flokkur Íbúðarhúsnæði B-flokkur Stofnanir C-flokkur Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði Reykjavík 0,200% 1,320% 1,650% Kópavogur 0,255% 1,320% 1,620% Seltjarnarnes 0,200% 1,320% 1,188% Garðabær 0,230% 1,320% 1,650% Hafnarfjörður 0,310% 1,320% 1,650% Mosfellsbær 0,253% 1,320% 1,650% Hámarksskattprósenta á íbúðarhúsnæði er 0,5% x 0,25% álag = 0,625%. Föst prósenta á stofnanir 1,32%. Hámarksskattprósenta á atvinnuhúsnæði er 1,32% x 0,25% álag = 1,65%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.