Morgunblaðið - 24.06.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.06.2017, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU Tilnefningar óskast til viðurkenninga umhverfis- og auðlindaráðuneytis Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september. Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki, ljósmyndara eða rithöfundi fyrir framúrskarandi umfjöllun um umhverfismál og/eða íslenska náttúru undangengna tólf mánuði (tímabilið ágúst 2016 – ágúst 2017). Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verður veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal senda í síðasta lagi 25. ágúst 2017 á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, eða á netfangið postur@uar.is Fyrr í mánuðinum fjallaði Morgun- blaðið um eineltismál þar sem stjórn Kennarasambands Íslands barst kæra frá framhaldsskólakennara á hendur formanni Félags framhalds- skólakennara, Guðríði Arnardóttur. Svör hafa nú borist frá formanni Kennarasambands Íslands, Þórði Hjaltested, og segir hann m.a. að nokkuð sé um að félagsmenn leiti til KÍ, stéttarfélags með um 11 þúsund félagsmenn, telji þeir sig hafa orðið fyrir einelti, áreitni og/eða ofbeldi á vinnustað. KÍ leitist þá við að veita þeim ráðgjöf varðandi hvernig hægt sé að tilkynna mál og leita frekari að- stoðar. Í slíkum málum séu starfs- menn og kjörnir fulltrúar KÍ ekki að- ilar máls, hvorki meintir gerendur né þolendur. Við mat á hæfi til að rann- saka mál taki KÍ og aðildarfélög þess mið af hæfisreglum stjórnsýslulaga nr. 90/2003. „Stjórn KÍ lítur svo á að máli því sem fjallað hefur verið um í Morgun- blaðinu sé lokið. Eins og fram hefur komið var umrætt mál rannsakað af óháðum fagaðila, sem er jafnframt viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnu- eftirlitinu, og var niðurstaðan skýr; að ekki hefði verið um einelti að ræða. Málið var að mati KÍ rannsakað með viðeigandi hætti. Mál það er það eina sinnar tegundar sem hefur komið til KÍ og/eða aðildarfélaga þess.“ segir Þórður að lokum. ernayr@mbl.is Eineltismálinu lokið af hálfu KÍ  Rannsakað með viðeigandi hætti Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Fluglestin – þróunarfélag hafa gert með sér samstarfssamning um þróun skipulagsmála vegna hraðlestar sem ætlað er að tengja saman Keflavíkurflugvöll og höfuðborgarsvæðið. Hann bíður nú samþykkis sveitarfélaga. Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Fluglestarinnar – þróunarfélags, segir samn- inginn marka tímamót í þróun lestarinnar. „Þetta er samningur sem við byrjuðum að vinna að fyrir tveimur árum. Þetta fór í gegn- um ákveðið kerfi hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og sveitarfélög- unum. Við fengum tvö lögfræðiálit, heimildir og annað slíkt og voru gerðar smávægilegar breytingar í ljósi þeirra athugasemda. Þetta er samningur um skipulagsmál og skipulags- ferlið. Hann var afgreiddur í stjórn SSH fyrir tveimur vikum og sendur til sveitarfélaganna. Við vorum áður búin að gera sambærilegan samning við sveitarfélögin á Suðurnesjum. Þar er skipulags- og þróunarvinna hafin. Vonandi verður þetta afgreitt úr borgarráði í næstu viku. Mér heyrðist á umræðum [í borgarráði í fyrradag] að málið væri unnið í þokkalegri sátt,“ segir Runólfur. Má í þessu efni benda á að bæjarráð Garða- bæjar samþykkti á þriðjudag „aðild að breytt- um samstarfssamningi um verkefnið „Flug- lestin, enda verði samningurinn samþykktur af öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum““. Runólfur segir samninginn mikinn áfanga. „Þetta hefur þá þýðingu að við getum farið í næsta fasa, og farið að fjármagna hann, sem eru skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum, frumhönnun og rannsóknir, sérstaklega á berglögum í gangastæðinu. Þessi fasi kostar í heild 1,5 milljarða og tekur þrjú ár. Við stefnum á að fjármagna þennan pakka í haust.“ Verkfræðistofan Efla er hluti af þróunar- félaginu um lestina og hefur unnið frumdrög að legu jarðganga undir höfuðborgarsvæðið. Guð- mundur Guðnason, verkfræðingur hjá Eflu, segir nú horft til hefðbundinnar gangagerðar. Gera þurfi meiri rannsóknir. Drög að legu jarðganga fyrir fluglest Lestin hefur vinnuheitið „Lava Express“ BSÍ Nútímahraun Hugsanleg dýpt jarðganga Hafnarfjörður Straumsvík Fossvogur Faxaflói Kópavogur Langsnið: Straumsvík-BSÍ Móbergsmyndun Reykjavíkurgrágrýti Móberg Reykjavíkurgrágrýti Elliðavogsset Basalt og móberg DigraneshálsNónhæð Smáralind Fossvogur Kringlan BSÍ Setberg Haukasvæði Krýsuvíkurvegur Urriðaholt Vífilsstaðir Heimild: Efla verkfræðistofa Nýr kafli að hefjast í þróun fluglestar  Vinna hefst við rannsóknir, umhverfismat og frumhönnun  Kostar 1,5 milljarða  Mun taka þrjú ár „Við munum gefa út nýtt fram- kvæmdaleyfi og framkvæmdir munu síðan halda áfram,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs Reykja- víkurborgar, um fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Rauðagerði. Til stendur að reisa hljóðmön, gera göngu- og hjólastíg, bæta við ak- rein, færa háspennulínu og byggja útsýnispall á svæðinu. Framkvæmdirnar voru nýlega stöðvaðar eftir mótmæli íbúanna sem töldu að framkvæmdaleyfi Reykjavíkurborgar væri útrunnið. Íbúarnir vísuðu málinu til Úrskurð- arnefndar umhverfis- og auðlinda- mála sem staðfesti að leyfi til fram- kvæmda á svæðinu væri fallið úr gildi. Mikil andstaða hefur verið við framkvæmdirnar meðal íbúa við Rauðagerði en þrátt fyrir það segir Hjálmar ekki koma til greina að hætta við framkvæmdirnar. „Við höfum tekið athugasemdir íbúanna til greina. Það er hinsvegar alveg ljóst að við munum halda áfram með framkvæmdirnar.“ Hann segist ekki geta staðfest hvenær framkvæmdir muni hefjast að nýju, það fari eftir því hvenær nýtt leyfi verði gefið út. „Það verð- ur gefið út nýtt leyfi, hvenær það verður gefið út er ekki alveg orðið ljóst ennþá.“ aronthordur@mbl.is Framkvæmdaleyfi úrskurðað útrunnið  Framkvæmdir stöðvaðar tímabundið Fjarðabyggð hefur gengið til sam- starfs við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu í tengslum við menntamál fjórðungsins, en ráðist verður m.a. í undirbúning að stofn- un Háskólaseturs Austfjarða. Samkomulagið, sem undirritað var í gær, er til tveggja ára og kveður það m.a. á um skipan stýri- hóps fyrir háskólaverkefnið. Nær það einnig til grunnskóla- og fram- haldsskólastigsins og byggja þau verkefni aðallega á þeim árangri sem fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð hafa þegar náð í samstarfi við at- vinnulífið í verknámi, tækninámi og nýsköpun. Fyrirmynd háskólaset- urs Austfjarða er sótt til Há- skólaseturs Vestfjarða, sem skilað hefur góðum árangri til þessa. Háskólasetur Austfjarða undirbúið Ljósmynd/Fjarðabyggð Menntamál Frá undirritun samninganna. Viðskipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.