Morgunblaðið - 24.06.2017, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.06.2017, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI STÆRÐ FRÁ 360-550 L FARANGURSBOX Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Fjögur ríki á Arabíuskaga sem slitu stjórnmálasambandi við Katar fyrr í þessum mánuði hafa afhent stjórn- völdum í Katar lista yfir kröfur í þrettán liðum sem þau verði að upp- fylla til að fá refsiaðgerðum aflétt. Löndin fjögur sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Egypta- land. Stjórnvöld ríkjanna fjögurra saka Katar um að ógna stöðugleika í heimshlutanum með því að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum. Viðskipti við Katar lögðust af eft- ir að löndin slitu sambandi og fór þá að bera á skorti á nauðsynjum, sem Tyrkir hafa reynt að bæta úr, en þeir hafa stutt við ráðamenn í Katar. Heftir tjáningarfrelsi Meðal þess sem ríkin fjögur krefjast er að Al Jazeera-fréttastöð- inni verði lokað og dregið verði úr samskiptum við Írani. Stjórnvöld- um í Katar eru gefnir tíu dagar til að fara að kröfunum. Stjórnmálaskýr- endur telja að listinn geri fátt annað en að reita íbúa Katar til reiði. Starfsmenn Al Jazeera lýstu yfir megnri óánægju sinni með kröfurnar. „Allar tilraunir til að loka fréttastof- unni eru árás á frelsi fjölmiðla,“ sagði í tilkynningu frá fréttastöðinni, sem er með höfuðstöðvar sínar í Katar. „Við sem vinnum hjá stöðinni teljum að allt ákall um að loka Al Jazeera sé ekkert annað en tilraun til að hefta tjáning- arfrelsið á svæðinu og til að brjóta á rétti fólks til að nálgast upplýsingar,“ segir í yfirlýsingu starfsmanna stöðv- arinnar. Al Jazeera er ríkisrekin og að hluta í eigu Al-Thani fjölskyldunnar. Stjórnvöld í Katar hafa lengi verið óvinsæl hjá nágrönnum sínum sökum stuðnings við hópa á borð við Bræðra- lag múslima og velvildar í garð Írana. Það sem leiddi endanlega til þess að ríkin slitu stjórnmálasambandi við Katar var ummæli sem birtust fyrir tveimur vikum á vef Al Jazeera. Þar fór emírinn, Tamin bin Hamad Al Thani, fögrum orðum um Íran. Stjórn- völd í Katar sögðu síðar að vefsíðan hefði orðið fyrir barðinu á tölvuþrjót- um en sú skýring þótti ekki trúverðug. Vilja loka Al Jazeera  Fjögur ríki á Arabíuskaga setja fram kröfur í þrettán liðum til að aflétta refsiað- gerðum  Gera fátt annað en að reita íbúa Katar til reiði  Brot á tjáningarfrelsi AFP Fjölmiðill Ein af kröfum landanna er að Al Jazeera-fréttastöðinni verði lok- að. Stöðin er er ríkisrekin og að hluta í eigu Al-Thani fjölskyldunnar. Dæmi um kröfur sem eru gerðar á hendur Katar: » Að loka Al Jazeera alfarið. » Að fresta byggingu tyrkneskr- ar herstöðvar í Katar. » Að draga úr tengslum við Írani. » Að stjórnvöld í Katar hætti að skipta sér af málum landanna fjögurra. » Að hætt verði að gefa borg- urum landanna fjögurra ríkis- borgararétt í Katar. Forsprakkar Evrópusambandsins tóku tillögum Ther- esu May, forsætisráðherra Bretlands, um leiðir til þess að vernda réttindi þegna Evrópusambandsríkjanna eft- ir að Bretar ganga úr sambandinu fálega. Sagði Angela Merkel t.d. að tillögurnar væru ágætar til að byrja með en augljóslega þyrfti að íhuga þær betur. Ár var liðið í gær frá atkvæðagreiðslunni þar sem Bretar samþykktu að ganga úr Evrópusambandinu. AFP Brexit-tillögum May tekið fálega Leiðtogar Evrópusambandsins funda í Brussel Lundúnalögreglan greindi frá því í gær að verið væri að kanna þann möguleika að einhverjir yrðu ákærðir fyrir manndráp vegna eldsvoðans mikla í Grenfell- turninum, þar sem að minnsta kosti 79 létust. Fiona McCormack, talsmaður lögreglunnar, sagði jafnframt að upptök eldsins hefðu verið rakin til bilunar í ísskáp af Hotpoint-gerð. Þaðan breiddist eldurinn hratt út, en rannsókn málsins hefur beinst sérstaklega að klæðningu hússins, sem var að sögn úr plasti. Sagði McCormack að klæðningin hefði fallið á öllum prófum lögreglunnar um öryggi við rannsóknina. Þá sagði McCormack að öll „heil- leg lík“ hefðu fundist og verið fjar- lægð úr brunarústunum, en að því miður væri sú hætta fyrir hendi að ekki yrði hægt að finna eða bera kennsl á alla sem létust í brunanum. Íhuga ákæru fyrir manndráp Bruni 79 manns létust í eldsvoðanum. STÓRA-BRETLAND AFP Einn helsti eft- irlifandi leiðtogi Rauðu khmer- anna neitar því að hafa tekið þátt í þjóðarmorðinu sem átti sér stað í Kambódíu frá 1975 til 1979, en rúmlega tvær milljónir manna voru myrtar á þeim tíma. Khieu Samphan var einn af fáum opinber- um andlitum Rauðu khmeranna. Hann hlaut lífstíðardóm árið 2014 fyrir glæpi gegn mannkyninu. Nú standa yfir réttarhöld yfir Samphan vegna fjöldamorða hans á Víetnöm- um og múslimum, þvingaðra hjóna- banda og nauðgana. Samphan er 85 ára gamall og hafnar því að vera stimplaður morðingi þrátt fyrir að yfir hundrað vitni hafi komið fram og lýst morðunum sem hann stóð fyrir. Sérstakur dómstóll SÞ hefur réttað yfir aðilum Rauðu khmer- anna síðan árið 2006 en aðeins hafa þrír menn verið dæmdir þar sem margir leiðtoganna eru látnir. Neitar að hafa tekið þátt í þjóðarmorði Khieu Samphan KAMBÓDÍA Norska stórþingið samþykkti í fyrradag með naumum meirihluta að rannsaka bæri illa meðferð norskra stjórnvalda á Sömum og Kvenum, þjóðflokkum sem búa hvað nyrst í landinu. Greiddu 53 þingmenn atkvæði með löggjöfinni en 47 á móti, en hún opnar á að skipuð verði sérstök „sannleiks- og sáttanefnd“ þar sem farið verði í saumana á því hvernig Samar og Kvenar voru kúgaðir á fyrri tíð. Allir flokkar á þingi lýstu sig meðmælta tillögunni fyrir utan Íhaldsflokkinn og Framfaraflokk- inn, sem báðir sitja í ríkisstjórn. Þá lagðist meirihluti þingmanna frá Finnmörku og Troms, nyrstu sýslum Noregs, gegn því að frumvarpið yrði að lögum. Einungis eru nokkrar vikur liðnar frá því að finnska þingið samþykkti svipaða tillögu um skipun nefndar um meðferðina þar á Sömum. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið enn hvort norska nefndin muni bera heit- ið „sannleiks- og sáttanefnd“. Vilja segja sögu sína Vibeke Larsen, forseti heima- þings Sama í Noregi, sagðist vera ánægð með niðurstöðuna við frétta- miðilinn Barents Observer. „Fólkið vill fá tækifæri til þess að segja sögu sína. Margar þeirra eru enn ósagð- ar,“ sagði Larsen og bætti við að til- raunir stjórnvalda til þess að gera Sama „norskari“ hefðu gengið mjög langt. Líku máli gilti um Kvena, en það er þjóðflokkur sem kominn er af Finnum sem fluttust til Noregs á 19. öld. Munu stjórnvöld til dæmis hafa tekið börn Sama og sett í heimavist- arskóla, þar sem þeim var kennt að vera norskir þegnar. sgs@mbl.is Leita sannleiks og sátta  Norska stórþingið samþykkir að setja á fót rannsókn- arnefnd um kúgun stjórnvalda á Sömum og Kvenum Ljósmynd/Wikipedia Samar Fjölskylda af þjóðflokki Sama frá aldamótunum 1900. Hluti af bréfum eðlisfræðingsins Al- berts Einstein verður boðinn upp af uppboðshaldaranum Christie’s snemma í næsta mánuði. Bréfin sem um ræðir sendi Einstein fransk-svissneska verkfræð- ingnum Michele Besso, en þeir voru nánir samverkamenn snemma á ferli Einsteins. Bréfin innihalda meðal annars lýs- ingar Einsteins á einkalífi sínu, en eðlisfræðingurinn var tvígiftur, auk þess sem hann lýsir áliti sínu á upp- gangi Adolfs Hitlers í heimalandi sínu, Þýskalandi. Lýsir Einstein uppgötvunum sín- um á einum stað sem viðleitni sinni til þess að „komast nær Guði“. Bréf Einsteins virðast vera vinsæl til uppboðs þessa dagana, en á þriðjudaginn var voru átta bréf rituð af honum boðin upp í Jerúsalem. Seldust bréfin átta á um það bil 210.000 dollara, eða sem nemur tæp- um 22 milljónum íslenskra króna. Bréfasafn Einsteins á uppboði  Bréf seld á nærri 22 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.