Morgunblaðið - 24.06.2017, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.06.2017, Qupperneq 30
30 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ingólfsstræti 19 Í dag, laugardag. Biblíufræðsla kl. 11. Guðþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Gavin Anthony. Barnastarf AÐVENTKIRKJAN í Vest- mannaeyjum | Brekastíg 17 í dag, laugardag. Samvera kl. 12. Bein út- sending frá Reykjavíkur kirkju. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Eyravegi 67, Selfossi, í dag, laug- ardag. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafn- arfirði | Hólshrauni 3 í dag. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Stefán Rafn Stefánsson Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Um- ræðuhópur á ensku. AKRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. fermt verður. Sr. Eðvarð Ing- ólfsson þjónar. Sveinn Arnar sér um tónlistina. AKUREYRARKIRKJA | Bæna- messa kl. 20. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Gönguguðs- þjónusta kl. 11. Lagt verður af stað frá kirkjunni og gengin létt píla- grímaganga um Elliðaárdalinn. Staldrað er við á nokkrum stöðum, lesið úr Guðs orði, íhugað og beðið. Emma Eyþórsdóttir leikur á hljóð- færi. Sr. Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir þjónar. Síðan endum við gönguna í kirkjunni um kl. 12 og drekkum kaffi saman. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sig- urður Jónsson sóknarprestur prédik- ar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Orgelleik- ari Arngerður María Árnadóttir. Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir. ÁSTJARNARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Stefán Henrýsson leiðir söng. Prestur er Kjartan Jónsson og meðhjálpari Sigurður Þórisson. Heitt á könnunni á eftir og gott samfélag. BREIÐHOLTSKIRKJA | Göngu- messa. Gengið frá Fella- og Hóla- kirkju kl.10. Messa kl. 11. Prestur er Bryndís Malla Elídóttir. Kór Breið- holtskirkju syngur organisti er Örn Magnússon. Hressing í safn- aðarheimili eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. JÓNSMESSA. Létt samvera með nýj- um lögum og óhefðbundnu messu- formi. Helga Vilborg og félagar úr Kór Bústaðakirkju. Messuþjónar að- stoða. Prestur Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á ís- lensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku (7. maí en síðan ekki aftur fyrr en í júlí) og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudags- messa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á org- elið og dómkórinn syngur. FELLA- og Hólakirkja | Göngu- messur Breiðholtssafnaðanna. Gengið verður frá Fella og Hólakirkju kl. 10 til Breiðholtskirkju þar sem messa er kl.11 Eftir guðsþjónust- urnar er boðið upp á létta hádeg- ishressingu og síðan er rútuferð til baka. Þá verður einnig ferming- armessa kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Matt- hías Stefánsson spilar á fiðlu. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arn- hildar Valgarðsdóttur organista. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kvöld- messa kl. 20. Tónlist, kertaljós og íhugun. Sönghópurinn við Tjörnina og Fríkirkjubandið ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista, flytja okkur ljúfa tónlist. Stundin er í umsjón sr. Hjartar Magna Jóhannssonar. GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Helga Björk Jónsdóttir djákni predikar og þjónar fyrir altari. Jó- hann Baldvinsson organisti leiðir al- mennan safnaðarsöng. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi- húsamessa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Forsöngvari leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15, messa kl. 11. Altarisganga. Sam- skot til langveikra barna. Messu- hópur þjónar. Félagar úr kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti Erla Rut Káradóttir. Prestur Kristín Páls- dóttir. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkr- unarheimili | Guðsþjónusta í um- sjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 14:00 í hátíðasal Grundar. Séra Ólafur Jens Sigurðsson þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. Jökull Gunnarsson syngur einsöng. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Skírnir Garðarsson, organisti Hrönn Helga- son og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi í boði eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Jóns- messuganga á Helgafell. Lagt af stað á einkabílum frá Hafnarfjarð- arkirkju kl 10.30. Lagt verður af stað í gönguna kl 11 frá Kald- árbotnum. Leiðsögn. Bænagjörð og íhugun. Hressing á leiðinni og þegar upp verður komið. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Sögustund fyrir börn. Félagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Alþjóðlegt orgelsumar, tónleikar laugardag kl. 12 og sunnudag kl. 17. Björn Steinar Sólbergsson leik- ur. Árdegismessa miðvikud. kl. 8 og tónleikar Schola cantorum kl. 12. Orgeltónleikar fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Tómas Sveinsson. Organisti Kári Allansson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma með mikilli lofgjörð. Ólaf- ur H. Knútsson prédikar. Heilög kvöldmáltíð. Eftir stundina verður kaffi og samfélag. LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ragnheiður Jóns- dóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti Þórður Sigurðsson. Kirkju- kór Lágafellssóknar syngur og leiðir söng. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Fé- lagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Kaffisopi og samfélag á Torginu eft- ir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Gúll- asguðsþjónusta kl. 18. Sr. Pétur prédikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Fé- lagar úr Graduale Nobili leiða söng og svör undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Eftir messuna er gúllassúpa kr. 1000 kr. SALT kristið samfélag | Sam- koma kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. 3.hæð. Ræðumaður Guðlaugur Gunn- arsson. Túlkað á ensku. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár. Prestur Ninna Sif Svav- arsdóttir. SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjón- usta Breiðholtssafnaðanna. Gengið verður frá Fella- og Hólakirkju kl. 10 og í Breiðholtskirkju þar sem messa hefst kl. 11. Boðið verður upp á akstur til baka að messu lokinni. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur er Frank M. Halldórsson. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Kórfélagi úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffiveit- ingar og samfélag eftir athöfn. STÓRA Núpskirkja | Útimessa í Steinsholti kl. 11. Kirkjukór Stóra- Núps- og Ólafsvallasókna syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhanns- dóttur. Messukaffi á eftir. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Helgistund á sumarkvöldi kl. 20. Ljúf og létt stund í umsjá Maríu og Bryndísar. ÞORLÁKSKIRKJA | Messa Strand- arkirkju kl. 14. Organisti Edit Moln- ar. Kór Þorlákskirkju. Prestur Baldur Kristjánsson. Orð dagsins Hin mikla kvöld- máltíð (lúk. 14) Morgunblaðið/Golli Oddi Rangárvallasýslu ✝ Guðbjartur K.Guðbjartsson fæddist í Hnífsdal 8. júlí 1930. Hann lést 15. júní 2017. Foreldrar hans voru Guðbjartur Marías Ásgeirs- son, f. 1899, d. 1975, og Jónína Þóra Guðbjarts- dóttir, f. 1902, d. 1988. Guðbjartur átti fjögur systkini, Margréti, Ásgeir, Hörð og Ragnheiði Ingibjörgu. Þann 27. ágúst 1953 gekk Guðbjartur að eiga Guðbjörgu börn, þau eru: 1) Jón Guð- bjartur, f. 1954, eiginkona hans er Maria Plattner, f. 1959, börn þeirra eru Kristján og Helga. 2) Jónína Guðbjörg, f. 1956, eignmaður hennar er Kristberg Elís Kristbergsson, f. 1955, börn þeirra eru Svan- dís Elín, Kristbjörg Elín, Brynja Dögg og Guðbjartur Þór. 3) Selma Sigurrós, f. 1957, eiginmaður hennar er Þröstur Jóhannesson, f. 1955, börn þeirra eru Ragnar Heið- ar, Kristjana og Guðbjörg Svandís. 4) Brynjar, f. 1966, eiginkona hans er Ragnheiður María Adólfsdóttir, f. 1967, börn þeirra eru Iðunn og Ari. Barnabarnabörn þeirra eru bráðum þrettán. Útför Guðbjarts fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 24. júní 2017, og hefst athöfnin kl. 14. Svandísi Jóns- dóttur frá Flat- eyri, f. 26. ágúst 1935. Foreldrar hennar voru Jar- þrúður Sigurrós Guðmundsdóttir, f. 1913, d. 1990, og Jón Salómon Jónsson, f. 1913, d. 2010. Þau hafa alla tíð búið á Ísa- firði og starfaði Guðbjartur þar við sjó- mennsku í mörg ár og síðar sem verkstjóri við fiskvinnslu og útgerð. Guðbjartur og Svandís eignuðust fjögur Guðbjartur tengdafaðir minn, sem ávallt var nefndur Baddi, hefur kvatt þessa jarð- vist, tæplega 87 ára. Hann lést 15. júní 2017, varð bráðkvadd- ur á heimili sonar síns í Graf- arvogi. Ótrúlega mörg lýsing- arorð koma upp í hugann þegar ég reyni að finna þau réttu til að lýsa Badda, öll vísa þau í sömu átt. Hugljúfur, hjálpsamur, heiðarlegur, traustur en einnig dulur, hljóðlátur og spaugsamur. Baddi var sjómaður á yngri árum, byrjaði um fermingu og er í land kom starfaði hann við útgerð og fiskvinnslu. Hann giftist ungur önfirskri blóma- rós, henni Dídí, og að kvöldi brúðkaupsdagsins var hann farinn í nokkurra vikna salt- fisktúr á Grænlandsmið á Ís- borginni. Það er dálítið lýsandi fyrir fjarveru sjómanna frá heimili og fjölskyldu að elsta barnið þeirra, Jón, var ávallt kennt við móðurina, Nonni Dídíar. Yngsta barnið Brynjar var hins vegar kennt við föð- urinn, Binni Badda, enda Baddi þá kominn í land. Er okkar kynni hófust fyrir rúmum 40 árum starfaði Baddi í landi hjá Norðurtanganum, fyrirtækinu sem faðir hans tók þátt í að stofna. Þar lauk hann starfsferli sínum. Síðar keyptu þau hjón íbúð á þriðju hæð í Norðurtanganum er því hús- næði hafði verið breytt í íbúðablokk. Þá sagðist Baddi vera kominn heim, fluttur á vinnustaðinn. Tengdapabbi stundaði fjölbreytta hreyfingu alla tíð, fór í sund mjög reglu- lega, göngutúra og stundaði skíðagöngu á vetrum og þar áttum við sameiginlegt áhuga- mál. Orðin heilbrigð sál í hraustum líkama fannst mér eiga sérstaklega vel við um Badda. Þó að árin hafi tekið sinn toll voru þau mildari en hjá mörgum yngri samferða- mönnum. Spaugilegar athugasemdir tengdapabba um mannlífið og tilveruna komu oft á óvart og kölluðu fram kátínu og hlátur. Þess á ég líklega mest eftir að sakna. Elsku Dídí mín, Jón, Jónína, Selma mín og Brynjar og fjöl- skyldur, megi Guð vera með okkur og styrkja í sorg okkar allra og söknuði um góðan dáðadreng, hann Badda. Þröstur Jóhannesson. Elsku besti afi. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri og yndislegri afa en þig. Þú gast alltaf séð húmor og brandara í ótrúlegustu hlutum og aðstæðum og komið manni til að brosa við minnsta tilefni. Þú óskaðir þess bara að öllum liði vel, vildir ekkert vesen og varst ekki að gera mikið mál úr hlutunum. Þú varst alltaf svo léttur í lund og einstak- lega góðhjartaður og tillits- samur maður. Ég var, rétt eins og þú, svo bjartsýn á að allt ætti eftir að ganga vel hjá þér og að þú ættir góð ár framundan með ömmu. Ég var alls ekki tilbúin að kveðja þig og vildi óska þess að ég gæti haldið þétt ut- an um þig og heyrt þig hlæja einu sinni enn. Þegar ég hugsa til þín sé ég þig fyrir mér við borðstofuborðið hjá ykkur ömmu þar sem þú ert að segja eitthvað sniðugt svo við hin förum að brosa. Ég mun ávallt muna eftir þér og hugsa til þín með mikilli ást og hlýju. Ég mun segja sögur af þér, rifja upp góðar minningar um þig og halda minningu þinni á lífi. Takk fyrir allt, elsku besti afi minn. Ég elska þig, alltaf. Kristjana. Elsku afi minn. Síðustu dag- ar hafa verið erfiðir. Við áttum ekki von á að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Þú varst svo jákvæður og bjartsýnn alveg til síðasta dags að enginn átti von á að missa þig á þeirri stundu sem þú fórst. Ég sakna þín sárt. Ég var ekki tilbúin að kveðja þig svona fljótt og ég vildi óska að ég hefði fengið að eyða fleiri stundum með þér. Síðustu orðin mín til þín voru „Ég mun hugsa til þín, afi minn“ og nú hefur fátt ann- að komist fyrir í huganum á mér en þú, elsku afi. Ég hugsa til þín og rifja upp dýrmætar minningarnar sem ég á um þig. Fallegar minn- ingar sem ég mun alltaf geyma og munu verma í sorginni og söknuðinum. Guðbjörg Svandís Þrastardóttir. Guðbjartur K. Guðbjartsson Minningar Gulla var hún jafnan kölluð af ná- grönnum og vin- um. Þau voru tvö systkinin, hún og Þórir bróðir hennar, og bjuggu saman eftir lát foreldra sinna og skiptu með sér verkum. Hann sá jafnan um fjósið, hún um kindurnar en hún gat ekki mokað. Hún þoldi ekki að sjá blóð en kallaði jafnan í góða ná- granna og Siffi minn, eins og hún sagði jafnan, hann kemur að vörmu spori ef ég þarf á hjálp að halda, eins voru það fleiri. Hún var ljúf og vinamörg og jafnan með fullt af ungviði, þá á ég við börn sem hún reyndist eins og besta móðir og kenndi þeim og fræddi um allt sem viðkom sveitinni og bara öllu. Hún var fróð og listræn til verka og kenndi eða leiðbeindi Guðlaug Arngrímsdóttir ✝ Guðlaug Arn-grímsdóttir fæddist 14. janúar 1929. Hún lést 31. mars 2017. Útförin fór fram 14. apríl 2017. öllum sem til henn- ar leituðu. Við ólumst upp hvor sínum megin við ásinn, eins og maður gjarnan sagði, hún á Lang- holti og ég í Sæ- mundarhlíðinni. Síðan lengdist á milli okkar, en ég fluttist að austur- fjöllunum. Eitt sinn var ég að koma að heiman, var að keyra fyrir Reykjarhól- inn og sá bláu fjöllin, Blöndu- hlíðarfjöllin, blasa við sjónum mínum en elsku minningarnar lágu hinum megin við fjöllin, já svona er þetta, maður er eins og hestur sem strok er í, sam- anber Blesi minn sem fór á næstum hverju vori og skrapp á heimaslóðir enda fylgdi hann mér blessaður. Jæja, þetta var nú bara létt grín en leiðir okk- ar lágu saman síðasta ár er við fórum með honum Júlla okkar, þínum góða dreng í dagvistun. Það var ánægjuleg upprifjun en dýravinur var hún og til gam- ans að segja átti hún kisa sem henni þótti vænt um og hann sat í glugga á efri hæð, um leið og hún var komin út úr bílnum stökk hann niður úr glugganum til að taka á móti henni. Já, dýrin eru vitur, það þarf að meta þau ekki síður en fólk. Undir það síðasta var sjónin henni erfið og harmaði hún mjög að geta ekki lesið eða gert handavinnu en það verður að taka því sem að höndum ber í lífinu, sama hvað, en margt fleira væri hægt að segja um vinkonu mína en að lokum þetta: Vina mín kæra þú fallin ert frá við fáum þig aldrei meira að sjá en mitt inni í myrkrinu svarta er ljósgeisli fagur, það léttist vor önd við lítum til baka, þín hjálpandi hönd, þín hógværð þín gleði, við gróandi sár. Við göngum til starfa með þerrandi tár við minningu blíða og bjarta hittumst síðar. Mig langar að þakka Lindu og fjölskyldu hennar hlýju og hjálp sem hún var Gullu frá því hún kom þangað. Guð launi henni og fólkinu hennar. Kæra vinkona, hvíl þú í friði og með þökk fyrir allt. Þín vinkona, Soffía Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.