Morgunblaðið - 24.06.2017, Side 31

Morgunblaðið - 24.06.2017, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 ✝ Kristinn JónÞorkelsson fæddist á Siglu- firði 2. júní 1941. Hann lést 1. júní 2017. Kristinn Jón var sonur hjónanna Þorkels Benón- ýssonar, f. 15.9. 1920, d. 6.1. 1993, og Margrétar Brands Viktors- dóttur, f. 28.9. 1922, d. 29.12. 2009. Systkini Kristins Jóns eru: Sóley Anna, f. 1943, Ben- ófer Arnar, Vilberg Andri, Sara Birgitta og Viktoría Erla. 2) Þorkell Brands, f. 6.9. 1970, maki Sóley Jónsdóttir. Dætur þeirra: Karen Rut og Jóhanna Margrét. Kristinn Jón ólst upp á Siglufirði þar sem hann lauk hefðbundinni skólagöngu, eftir nám í vélvirkjun fór hann til Reykjavíkur og lauk vél- stjóranámi frá Vélskóla Ís- lands. Eftir nám í Reykjavík starfaði hann sem vélstjóri hjá SR og Þormóði ramma á Siglufirði. Árið 1997 fluttu þau hjón til Reykjavíkur og hóf Kristinn Jón störf hjá Búr- fellsvirkjun, þar starfaði hann uns hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Kristins Jóns fór fram í kyrrþey 14. júní 2017. óný Sigurður, f. 1944, Viktor Þór, f. 1946, d. 2008, Sólveig, f. 1950, Þórdís, f. 1952 og Sigurveig, f. 1954, d. 2012. Kristinn Jón kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni Önnu M. Magnúsdóttur 7. júní 1964. Synir þeirra: 1) Magnús, f. 15.2. 1965, maki Erla D. Vilbergs- dóttir. Börn þeirra eru: Krist- Það var óvænt símtal sem flutti mér þær fréttir að Kidd- jón bróðir og kær vinur væri látinn. Nokkrum dögum áður hafði hann hringt í mig og var hann þá að tala um sumarið, hann langaði að skreppa norð- ur, heimsækja vini og kunn- ingja í Skagafirði og á Siglu- firði. Kiddjón hafði flesta þá kosti sem prýða máttu einn mann og hafði ég minnt Önnu eiginkonu hans á að með hon- um hefði hún fengið stærsta lottóvinning sögunnar. Hestar og hestamennska voru hans stóra áhugamál og átti hann jafnan ágætis hesta. Margar heimsóknir kom hann til Skagafjarðar í sambandi við Laufskálarétt, hestamót eða bara að hitta kunningja í hesta- mennskunni og gaman hafði hann af því í fyrra að vera viku á Landsmóti hestamanna á Hólum, haft var á orði við hann hvort hann hefði leyfi til úti- vistar svona langt fram á kvöld þegar hann var að koma seint heim. Kiddjóns verður sárt saknað af öllum þeim sem þekktu hann. Missirinn er samt mestur hjá Önnu, Magga, Kela og þeirra fjölskyldum. Megi ljúfar minningar um Kiddjón ylja okkur á komandi tímum. Þórdís Þorkelsdóttir. Hver trúir því að einn besti vinur okkar, hann Kiddjón, til margra áratuga sé fallinn frá svo skyndilega sem raun ber vitni, þegar hann var að sinna vinum sínum í hesthúsinu? Kiddjóni kynntist ég á Sigló í kringum 1965 og síðar mun betur, ég vissi að hann hafði áhuga á meiri fjölbreytni í starfi þegar hann var kominn aftur á Vélaverkstæði S.R. á Siglufirði eftir erfiðan tíma á síldarflutningaskipinu Hafern- inum. Um vorið 1972 til 1974 fékk ég Kiddjón til að koma í afleys- ingar í Búrfellsvirkjun sem og hann gerði. Hann var frábær vélstjóri, samviskusamur í meira lagi og góður félagi. Árið 1994 losnaði staða sem ég bauð Kiddjóni og hann þáði, en þá voru hann og Anna farin að hugsa sér til hreyfings frá Siglufirði. Þegar ég sagði stöðvarstjór- anum frá því að ég hefði talað við vélstjóra sem væri tilbúinn að koma strax, þá orðaði ég það svo að strákurinn kæmi til við- tals við hann í næstu viku, þeg- ar Kiddjón kom, þá sá stöðv- arstjórinn drenginn sem var eldri en við sem fyrir vorum, hann var ráðinn og ávallt kall- aður „strákurinn“ því hann stóðst allar væntingar hinna starfsfélaganna, hann varð aldrei annað en strákurinn því hann var síungur, reglusamur, vinnusamur, samviskusamur, lipur og feiknaduglegur allt til starfsloka 30. júní 2011 er hann var nýorðinn 70 ára. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri vinur og samstarfsfélagi. Önnu, Magnúsi og Þorkeli og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð við fráfall góðs og trausts drengs. Benedikt og Áslaug. Kristinn Jón Þorkelsson Þorbjörg Guð- jónsdóttir var kölluð Todda í Grænuhlíð í mín eyru, þegar ég kynntist henni. 11 ára gamall var ég settur í sumarvinnu í gróðrarstöð þeirra Gunnars Vernharðssonar og var þar nokkur sumur. Ég fékk starfið gegnum kunningsskap móður minnar við systur Gunnars en ekki voru fjölskyldutengsl með okkur. Þó liðin séu um 60 ár síð- an snerti andlátsfregnin mig nú. Todda var góð kona og glaðvær hlátur hennar fyllti heimilið hlýju. Hún hafði velviljað skop- skyn og ég minnist þess er hún bað mig eitt sinn að prófa að segja „nei, þú hefur ekki gott af því“, þegar Gunnar vildi senda mig eftir neftóbaki og hún fylgdist með svo lítið bar á og beið eftir viðbrögðum hans og hló dátt á eftir. Fyrir skömmu var ég í Englandi og dreymdi þar draum. Mér þótti ég koma í eldhúsið í húsinu, sem stendur enn við Bústaðaveg. Nokkrir úr fjölskyldunni sátu í rökkri við eldhúsborðið, allt var tómlegt og gleðisnautt og ég saknaði henn- ar. Ég hringdi í Lilju mína heima og spurði hvort hún hefði nokkuð heyrt um andlát Toddu. Todda var áhrifavaldur í lífi mínu. Gunnar, eiginmaður henn- ar, hafði áhrif á skoðanir ung- lingsins um þjóðmál, en hún hafði önnur áhrif sem ristu mun dýpra. Vinnan á grænmetisakri var erfiðisvinna og ég fékk að sitja drjúgan tíma við eldhús- borðið og var eins og einn af fjölskyldunni í kaffi og matar- tímum, innan um elstu börnin; Gauja, Venna, Jónu og Ósk. Auk dagblaða lá þar oft kristilegt tímarit, Bjarmi, sem ég skoðaði ekki þótt ég fletti blöðunum. Þá var það eitt sinn að glugginn við Þorbjörg Guðrún Guðjónsdóttir ✝ ÞorbjörgGuðrún Guð- jónsdóttir fæddist 11. apríl 1923. Hún lést 12. júní 2017. Þorbjörg var jarðsungin 19. júní 2017. eldhúsborðið, þar sem sjá mátti upp á Hellisheiði og Blá- fjöll, fylltist af bústn- um og háværum fiskiflugum. Hún skipti skapi, og mér var brugðið að sjá þessa blíðu konu verða æsta. „Dreptu þessar ógeðslegu flugur!“ Eftir á að hyggja veit ég að hún var alin upp innan um trillukarla og skreiðarhjalla á Grímsstaðaholtinu og þar var fiskiflugan skaðvaldur. Ég greip blað af borðinu og vatt það upp í kefli og slátraði líkleg 30 fiski- flugum á augabragði, drengur sem helst gerði ekki flugu mein. Þá brast hún í grát. „Af hverju tókstu Bjarma? Þetta var Bjarmi!“ Mér varð litið á tætt eintak Bjarma í greip minni, með fluguklessum á. Þetta kristilega blað, trúin og málefni kristniboðs, voru henni hjartans mál og þessi andartaks sýn inn í hjarta hennar flutti mér boð- skap, sem umvöndun eða pre- dikun hefði aldrei getað komið til skila. Næsta sumar lagði hún að mér að taka vikufrí til þess að fara í Vatnaskóg, sumarbúðir KFUM. Það væri hver síðastur til að kynnast sr. Friðrik þar. Ég fór og sá hann, en hann var orðinn gamall og hélt sig mest í herbergi sínu. Ég ræddi aftur á móti mikið við sr. Magnús Run- ólfsson, sem var ekki æskulýðs- leiðtogi í sama skilningi, en boð- skapur hans á trú og fagnaðarerindi risti djúpt og bjó með mér áfram. Ég minnist Toddu með hlýju og þakklæti til Guðs sem lagði leið mína á heimili hennar og snerti mig með fingri sínum. Fjölskyldan er gæfusöm að hafa átt slíka konu. Ég bið þess að í hópi þeirra verði hinn góði arfur fluttur áfram til síðari kynslóða. Gísli H. Friðgeirsson. Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga góða samferðamenn og í Toddu fann ég einn slíkan, hún var mamma hans Venna vinar míns. Sem ungur drengur var ég svo heppinn að bindast vina- böndum við heimilisfólkið í Grænuhlíð. Todda var alin upp á Gríms- staðaholtinu í Reykjavík og eftir hefðbundna skólagöngu og störf, sem ungum stúlkum buðust á þeim tíma, stofnaði hún heimili með manni sínum Gunnari Vernharðssyni suður í Fossvogi, garðyrkjubýlið Grænuhlíð við Bústaðaveg, sem á þeim tíma hét Sogamýrarblettur. Hún var bæði húsmóðir og garðyrkju- bóndi við hlið manns síns og bar höfuðið hátt, því hún var með- vituð um það mikilvæga hlut- verk sem hún gegndi í lífinu. Hún hafði sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni og lá ekki á þeim og var ekki ævinlega sam- mála viðmælendum sínum um alla hluti, en viðmót hennar gerði það að verkum að manni leiddist ekki í návist hennar. Um árabil glímdi hún við erf- iðan sjúkdóm sem færði hana smám saman inn í óminnisland- ið. Mér er ljúft að minnast ótal stunda sem ég átti í Grænuhlíð og skemmtilegra samræðna um lífið og tilveruna. Sá sem fær að kynnast slíku fólki er ríkari fyr- ir vikið. Þorbjörg Guðjónsdóttir er ein af þessum dýrmætu perl- um sem ég þakka fyrir og mun varðveita. Ég færi Jónu, Guðjóni, Vern- harði, Ósk, Gunnari, Katrínu og fjölskyldum þeirra mínar inni- legustu samúðarkveðjur á skiln- aðarstund. Jón Sævar Baldvinsson. Enn og aftur er komið að kveðju- stund. Það er mín gæfa að hafa fengið Ísak og Ragnheiði sem tengdafor- eldra ung að árum því þau sýndu mér svo mikla alúð og elsku alla tíð, eins eftir að leiðir okkar son- ar þeirra skildi. Það var erfitt fyrir Ragnheiði að kveðja eiginmann sinn til rúmlega 70 ára fyrir tveimur ár- um, en þau bjuggu á eigin heim- ili nærri alla tíð, fjölmargir af- komendur þeirra hjóna bera þeim fagurt vitni. Ragnheiður var sérlega vel gerð og vel gefin, hafði yndi af tónlist og söng og öðrum listum. Dætur mínar tvær voru fyrstu barnabörn þeirra og þau einu í nokkur ár en síðan bættust fleiri við. Ég dáðist allt- af að því að þegar Ragnheiður tók að sér að gæta barna gaf hún sig alla til að sinna þeim, lét þau hafa forgang enda var hún elsk- uð af þeim og var kölluð amma Agga. Margar eru samverustundirn- ar í minningunni, ferðalög, dvöl í sumarbústað þeirra við Þing- vallavatn o.fl. o.fl. Ofarlega í mínum huga er þó boðið á jóla- dag. Þegar ég kom til sögunnar höfðu systurnar Ragnheiður og Ingibjörg skipst á að halda sam- eiginlegt boð á jóladag fyrir fjöl- skyldur sínar, en er þær tóku að stækka héldu þær sín eigin jóla- boð. Í marga áratugi var ég ásamt fjölskyldu minni á heimili Ísaks og Ragnheiðar á jóladag en er árin færðust yfir þau tók Bryndís dóttir þeirra við og hélt boð á heimili sínu. Þetta var dásamlegur tími þar sem auðvit- Ragnheiður Árnadóttir ✝ Ragnheiðurfæddist 8. októ- ber 1923. Hún lést 6. júní 2017. Útför Ragnheið- ar fór fram 12. júní 2017. að voru kræsingar á borðum en tónlistin átti stóran sess, sungin voru jólalög við undirleik, oftast Árna Ísakssonar en stundum Róberts Darling en svo eru margir í fjölskyld- unni sem leika á ýmis hljóðfæri og eru þau stundum tekin fram, sann- kölluð tónlistarveisla. Ekki má gleyma spilamennskunn. Meðan móðir Ragnheiðar, Bryndís Þór- arinsdóttir, var á lífi var hún hrókur alls fagnaðar í henni og kenndi okkur hinum ýmis spil, einna vinsælast var Sjö upp, líka Gott kvöld, amma. Þegar við Jón skildum læddist að mér kvíði yfir að nú væri veru minni í þessu jólaboði lokið, foreldrar mínir voru látnir. Tryggð Ragnheiðar í minn garð brást ekki og hún bauð mér formlega eftir skiln- aðinn og síðan hef ég ávallt verið boðin velkomin. Þegar fólk nær svo háum aldri eins og Ragnheiður er viðbúið að heilsan gefi sig og hún var svo sannarlega tilbúin að kveðja af- komendur sína eftir farsælan æviferil. Blessuð sé minning Ragnheið- ar Árnadóttur. Friðgerður. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.