Morgunblaðið - 24.06.2017, Page 40

Morgunblaðið - 24.06.2017, Page 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 Margrét Rún Karlsdóttir, umsjónarkennari 3. bekkjar íLundarskóla á Akureyri, á 40 ára afmæli í dag. Hún útskrif-aðist sem grunnskólakennari árið 2002 og hóf þá strax störf við Lundarskóla og hefur kennt þar síðan. „Ég var að byrja aðra vikuna mína í sumarfríinu. Núna er ég að hugsa um börnin, vinna í garðinum og í fyrsta skipti er ég með mat- jurtargarð í leigu hjá bænum sem er mjög skemmtilegt. Ég reyni líka að stunda líkamsrækt , fer í crossfit nokkrum sinnum í viku.“ Margrét er fædd og uppalin og á Akureyri og er faðir hennar, Karl Ásgrímur Halldórsson Akureyringur, en móðir hennar, Þórunn Jóns- dóttir er ættuð frá Vestfjörðum. Eiginmaður Margrétar er Hjörleifur Heiðar Ólafsson rafiðnfræðingur og vinnur hjá Símanum. Börn þeirra eru Egill Heiðar, f. 2003, Eva María, f. 2006 og Ágúst Heiðar, f. 2010. Þau búa á efri-brekkunni á Akureyri, rétt hjá Lundarskóla. „Ætli ég hendi ekki í nokkrar kökur í tilefni dagsins og nánasta fjölskylda kemur í heimsókn. Við ætluðum í útilegu, en það er spáð svo mikilli rigningu að ég nenni því ekki. Við förum mikið í útilegur, fjölskyldan, en við eigum tjaldvagn og höfum ferðast út um allt land. Þegar maðurinn minn fer í sumarfrí þá drífum við okkur í útilegu og förum þangað sem sólin skín. Það er kosturinn við að eiga tjaldvagn, við getum farið þar sem veðrið er best en skemmtilegast finnst mér að ferðast um norðanverða Vest- firði." Ferming Egill Heiðar fermdist í lok maí sl. og af því tilefni voru teknar myndir af fjölskyldunni í dásamlegu veðri í Lystigarðinum á Akureyri. Hendir í nokkrar kökur í tilefni dagsins Margrét Rún Karlsdóttir er fertug í dag L ilja Rafney Magnúsdóttir fæddist á Stað í Súg- andafirði 24.6. 1957 og ólst upp á Suðureyri: „Ég var auk þess alltaf mikið hjá afa ög ömmu á Stað í Súg- andafirði, nánast öll sumur, en þau voru með hefðbundinn, blandaðan bú- skap. Ég held að kynni mín af þeim og það sveitalíf sem þau buðu upp á hafi mótað persónu mína mikið. Á veturna tók svo skólinn við, heima á Suðureyri og leikir og störf með öðrum krökkum. Við fórum í ís- jakahlaup í Litlu höfninni í löngu frí- mínútum og drolluðum oft niðri á bryggju, vorum að þvælast um borð í bátana, fengum að fara með þeim á milli bryggjuplássa og mauluðum kex með mjólk í lúkarnum. Þetta voru ekki hættulausir leikir en þótti mikið sport.“ Lilja lauk grunnskólaprófi frá Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1973 og hefur síðan sótt ýmis námskeið. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður – 60 ára Börn og barnabörn F.v.: Einar Kári, Harpa Rún, Auður Lilja, Lilja, Hilmar Daði, Jófríður Ósk og Gunnar Freyr. Ólst upp í fiskiþorpi og við almenn sveitastörf Á heimaslóðum Lilja Rafney með Suðureyri við Súgandafjörð í baksýn. Grundarfjörður Elín Björg Þor- steinsdóttir fædd- ist 24. júní 2016 kl. 15.51 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 4.000 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigur- rós Sandra Berg- vinsdóttir og Þor- steinn Hjaltason. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.