Morgunblaðið - 24.06.2017, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.06.2017, Qupperneq 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 Tvær stuttmyndir eftir íslenska leikstjóra eru á dagskrá alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar í Palm Springs í Kaliforníu sem hófst 20. júní og lýkur á mánudaginn. Ann- ars vegar er það stuttmynd Brúsa Ólasonar, Sjáumst eða See ya á ensku, og hins vegar stuttmynd Uglu Hauksdóttur, How Far She Went. Brúsi stundar nám í leikstjórn og handritsgerð við hinn virta Col- umbia-háskóla í New York og tók fyrrnefnda stuttmynd upp á Sel- fossi í fyrrasumar. Myndin var frumsýnd í apríl sl. á Aspen Film Shortsfest sem er ein virtasta stutt- myndahátíð Bandaríkjanna líkt og sú í Palm Springs. Myndin fjallar um fótboltakappa sem býðst tæki- færi til að leika erlendis en hann hefur efasemdir um að yfirgefa sinn ástkæra heimabæ. Með aðal- hlutverk fara Haraldur Stefánsson og Ólafur Ásgeirsson og er myndin fyrsta árs skólaverkefni Brúsa í Columbia. Ugla lauk meistaranámi í leik- stjórn við sama skóla, Columbia, í fyrra og hlaut í desember sl. verð- laun Samtaka bandarískra leik- stjóra, Directors Guild of America, sem besti kvenleikstjóri fyrir út- skriftarmynd sína sem nú er sýnd í Palm Springs. Myndin er byggð á smásögu eftir Mary Hood og segir af sambandi eldri konu og barna- barns hennar, táningsstúlku sem hún annast. Spenna er á milli þeirra og stúlkunni leiðist. Hún stingur af og hittir fyrir unga menn sem reyn- ast heldur vafasamir og amman grípur inn í atburðarásina sem hef- ur sínar afleiðingar. Myndin hlaut bæði áhorfendaverðlaun og var kosin besta myndin af nemendum Columbia þegar hún var frumsýnd í Lincoln Centre í fyrra. Með aðal- hlutverk í myndinni fara Johanna Day, Jordyn DiNatale, Will Pullen og Carl Lundstedt. Hátíðarstund Brúsi Ólason, leikstjóri og handritshöfundur, með Katrínu Aage- stad Gunnarsdóttur, aðstoðarleikstjóra og grafískum hönnuði, í Kaliforníu í fyrradag. Tveir Íslendingar sýna í Palm Springs Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Ég ákvað að tækla þetta þannig að ég gerði verk utan um verk ann- arra,“ segir Arnar Ásgeirsson sem þreytir frumraun sína sem sýning- arstjóri í Nýlistasafninu með opnun sýningarinnar HAPPY PEOPLE í dag, laugardag. Arnar er myndlistarmaður sem aðeins hefur sýnt eigin verk áður en nú ætlar hann að breyta Nýlistasafninu í reykstofu. „Ég hafði samband við fjölda lista- manna sem hafa annaðhvort búið til verk sérstaklega fyrir sýninguna eða við höfum valið reykjanleg verk úr þeirra safni,“ segir Arnar og út- skýrir að hann sé búinn að smíða stórar vatnspípur sem verk lista- mannanna eru svo sett inn í. Ný verk í pípurnar vikulega Á opnuninni verður hægt að reykja verk eftir Hrein Friðfinns- son, Eggert Pétursson og Hrafnhildi Helgadóttur auk tveggja erlendra listamanna, Mehraneh Atashi frá Ír- an og Loidys Carnero frá Kúbu. Verkunum verður svo skipt út viku- lega í sumar, á fimmtudögum, þar sem ný verk eru sett í pípurnar og þau reykt. Þá verða líka ýmsar uppákomur eins og tónlist og gjörn- ingar. Restina af vikunni standa verkin eins og þau voru skilin eftir. „Hugmyndin er að njóta listar á nýj- an hátt,“ segir Arnar. Hann segist vera á algjörlega nýj- um slóðum þar sem hann sjálfur sé hvorki sýningarstjóri né reykinga- maður. „Ég lærði í Amsterdam og þar er auðvitað mikil reykingamenn- ing. Ég fékk innblásturinn þaðan og langaði að vinna eitthvað með þetta,“ segir hann og að þetta sé lík- lega einmitt rétta mómentið til að vera með sýningu af þessu tagi vegna „vape“-menningarinnar. „Kannski er listavettvangurinn ein- mitt kjörinn þar sem það má aldrei reykja neins staðar lengur.“ Aðspurður hvort ekki sé skrýtið að vera að hvetja fólk til reykinga játar Arnar því en segist hafa valið ávaxtatóbak með mjög litlu nikótíni í. „Þetta er líka þannig að fólk getur komið á sýninguna en þarf ekki að reykja. Það er líka bara hægt að horfa á annað fólk reykja og njóta listarinnar svoleiðis,“ segir hann og að það myndist einskonar mystískt andrúmsloft í kringum verkin inni í pípunum. Þola ekki raka og breytast Arnar segir líka furðulega lítinn reyk berast í andrúmsloftið. „Á opn- uninni verður Darri Lorenzen reyndar með eins konar gjörning eða innsetningu þar sem hann blandar saman vídeói, hljóði og reyk sem er framleiddur með reykvél.“ Verkin segir Arnar vera mismun- andi að gerð og stærð. Sum þoli raka ekkert sérstaklega vel og muni því breytast eitthvað þegar þau hafa verið reykt á meðan önnur þoli rak- ann algjörlega. „Þarna verða verk úr keramík og bronsi sem þola rakann en svo verða líka teikningar og mál- verk á pappír sem líklega munu taka breytingum,“ segir hann. Í rýminu verða fimm vatnspípur í mismun- andi stærðum og getur einn reykt hverja pípu í einu. Arnar býður alla velkomna til að koma að reykja eða horfa á annað fólk reykja. Morgunblaðið/Ófeigur Reykur Arnar breytir Nýlistasafninu í reykstofu þar sem öllum er velkomið að reykja verk eftir ýmsa listamenn. Reykingar ný leið til að njóta listarinnar  Sýningin HAPPY PEOPLE opnuð í Nýlistasafninu River únd bátur nefnist önnur einkasýning Davíðs Arnar Halldórs- sonar sem opnuð verður í Hverfis- galleríi í dag kl. 16. Samkvæmt upp- lýsingum frá galleríinu er þema sýningarinnar forgengileiki lista- mannsins sem þarf að svamla áfram eða sökkva til botns. „Verk Davíðs Arnar eru abstrakt málverk og eru jafnan mjög litrík og byggjast yfirleitt á atburðum úr hversdagslífinu. Verkin eru per- sónuleg úrvinnsla á umhverfi hans sem hann varpar fram í myndmáli sem vísar í teiknimyndir, graffíti, pop list og vestræna listasögu. Bak- grunnur Davíðs Arnar í grafík er einnig áþreifanlegur í verkunum og sá efnislegi grunnur sem hann byggir list sína á. Davíð Örn vinnur að mestu með lakk og sprey og vinnur oft beint á nytjahluti úr við sem undirlag, ýmist skápahurðir eða borðplötur, og gefur þeim fram- haldslíf og nýjan, fagurfræðilegan tilgang. Sýningin í Hverfisgalleríi saman- stendur af innsetningu sem rambar á barmi skynvillu. Í öllum verk- unum verður til samofin heild lita og forma sem segja sögur og eru ævintýralega sérstæð og sveipuð dulúð,“ segir í tilkynningu. Davíð Örn býr og starfar í Reykjavík og hefur mestmegnis unnið við málverk síðan hann út- skrifaðist úr myndlistardeild LHÍ 2002. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum hér á Íslandi og víða er- lendis. Árið 2014 hlaut hann Carne- gie Art Award-styrk í flokki ungra listamanna. Forgengileikinn skoðaður Ljósmynd/Vigfús Birgisson Litríkt Skrifborð (natúrtisch) frá árinu 2017, blönduð tækni á fundinn við. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 Valin verk úr safneign HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017 STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017 VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017 Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017 Safnið er lokað frá mánudeginum 26. júni. Opnar aftur þriðjudaginn 4. júlí. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Fuglarnir, fjörðurinn og landið í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Hugsað heim á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14.öld Spegill samfélagsins 1770 Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga frá 10-17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.