Morgunblaðið - 24.06.2017, Side 52
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 175. DAGUR ÁRSINS 2017
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Segir matinn ógeðslegan
2. Hóta að fjarlægja öll strætóskýlin
3. Reiðir ökumenn ollu stórslysi
4. 15 ára varð ófrísk eftir þjálfarann
Persónur í tónum er verkefni sem
Leif Kristján Gjerde, tónskáld og
píanóleikari, hefur unnið að síðustu
tvö árin í meistaranámi sínu við LHÍ.
Leif Kristján flytur nokkur þessara
persónuleikaverka sinna ásamt Heiði
Láru Bjarnadóttur og Agnesi Eyju
Gunnarsdóttur á stofutónleikum
Gljúfrasteins á morgun kl. 16.
Persónuleikaverk
flutt á Gljúfrasteini
Ruija – A Folk
Dance nefnist
danssýning sem
sýnd verður í
Tjarnarbíói í kvöld
kl. 20. Þar hefur
sænski danshöf-
undurinn Martin
Forsberg fengið
til liðs við sig sex
dansara frá Finnlandi, Svíþjóð og
Noregi til að skapa sýningu sem inn-
blásin er af þeim mikla fólksflótta
sem á sér stað víða í heiminum í dag.
Danssýning innblásin
af fólksflutningum
Hljómsveitin Gumbo og Steini leikur
á sumartónleikum Jómfrúarinnar í
dag kl. 15. Sveitin heiðrar tónlistar-
hefð Suðurríkja Bandaríkjanna, og þá
sérstaklega arfleifð New Orleans og
nágrannabyggða. Á básúnu leikur
Samúel Jón Samúelsson, Eiríkur Orri
Ólafsson á trompet, Hauk-
ur Gröndal á saxófóna
og klarinett, Andri
Ólafsson á kontra-
bassa og Helgi Svavar
Helgason á trommur.
Aðgangur er ókeypis.
Gumbo og Steini á
Jómfrúnni í dag
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað og minnkandi rigning norðan- og austanlands þegar líður á
daginn, en léttir til sunnan- og vestanlands. Hægari vindur í kvöld. Hiti 7 til 14 stig að
deginum, hlýjast suðvestanlands.
Á sunnudag Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og líkur á stöku síð-
degisskúrum sunnan- og vestanlands og hiti 8 til 13 stig. Skýjað og þurrt að mestu um
landið norðaustanvert og hiti 4 til 9 stig.
Þór/KA tapaði sínum fyrsta leik í
sumar þegar liðið féll úr leik í 8-liða
úrslitum Borgunarbikars kvenna í
knattspyrnu í gær. Akureyrarliðið
tapaði 3:2 fyrir Stjörnunni í Garðabæ
þar sem Harpa Þorsteinsdóttir skor-
aði sigurmarkið þegar skammt var til
leiksloka. Þetta var fyrsta mark
Hörpu í sumar, degi eftir að hún var
valin í EM-hóp Íslands. 2
Fyrsta mark Hörpu sló
Þór/KA út úr bikarnum
Íslenska karlalandsliðið í
handbolta verður í riðli með
heimamönnum, Svíum og
Serbum á Evrópumeist-
aramótinu í Króatíu í janúar
á næsta ári. Fyrsti leikur
verður við Svíþjóð, sem
leikur undir stjórn Kristjáns
Andréssonar. Komist Ísland
í milliriðil mætir það þrem-
ur liðum úr riðli sem Frakk-
land, Hvíta-Rússland, Nor-
egur og Austurríki leika í. 3
Fyrsta glíman við
lið Kristjáns á EM
Körfuknattleikssamband Íslands,
KKÍ, telur sig ekki vera að brjóta
reglugerðir Evrópska efnahagssvæð-
isins, eins og ESA, eftirlitsstofnun
EFTA, heldur fram í formlegu bréfi
dagsettu 21. júní síðastliðinn. „Við
teljum að við séum ekki að brjóta lög.
Þú getur verið með
sama málið en tvo
lögfræðinga og þeir
segja þér svart og
hvítt,“ segir Hann-
es S. Jónsson, for-
maður KKÍ. »1
KKÍ telur sig ekki
brjóta reglugerðir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Öskjuhlíðin var mikilvægur staður
þegar kom að því að verja borgina
fyrir Þjóðverjum. Þaðan var hægt
að beina fallbyssum til dæmis að
höfninni, enda var líklegast að
óvinaher færi þangað inn ef til inn-
rásar kæmi,“ segir Friðþór Eydal.
Hann er höfundur texta á upplýs-
ingaskiltum sem á dögunum voru
sett upp á sjö stöðum á Öskjuhlíð-
arsvæðinu, en við hvert þeirra eru
stríðsminjar sem vert er að skoða
og halda til haga sögunni um. Upp-
setning skiltanna var samstarfs-
verkefni Isavia og Reykjavík-
urborgar.
Virkisborg og veggur
Á tveimur stöðum í Öskjuhlíð eru
sérstaklega eftirtektarverðar stríðs-
minjar. Skammt fyrir neðan Perl-
una er stór steinsteypt virkisborg,
að mestu niðurgrafin. Byrgi þetta er
átta metrar á hvern kant og inn í
það er gengt um yfirbyggðar tröpp-
ur sem eru hvorar á sínum gafli.
Þarna ætlaði herlið að hafast við ef
kæmi til árásar á borgina og flug-
völlinn, en Bretar hófust handa um
gerð hans snemma eftir að þeir her-
námu Ísland 10. maí 1940. Meðal
Bretanna var raunar jafnan talað
um Öskjuhlíð sem Howitzer Hill,
sem í beinni þýðingu er Fall-
byssuhæð.
Stærsta mannvirkið frá stríðs-
tímum sem enn stendur í Öskjuhlíð-
inni er nokkurra tuga metra langur
veggur, tveir til þrír metrar á hæð,
úr hlöðnu grjóti og steypt er milli
steina. Veggur þessi var reistur til
þess að koma í veg fyrir flóð brenn-
andi eldsneytis niður hlíðina ef loft-
árás yrði gerð á eldsneytistanka
sem þar stóðu. Bæði við varnar-
stjórnstöðina gömlu og varnarvegg-
inn, svo og í Nauthólsvík, eru skilti
með upplýsingum og texta frá Frið-
þóri, sem þekkir sögu Íslands í
seinni heimsstyrjöldinni flestum
betur.
Verður fróðleikur um þetta brátt
gerður aðgengilegur á vef Isavia og
í riti um 70 ára sögu flugvalla og
flugleiðsöguþjónustu á Íslandi, sem
verður gefið út síðar á þessu ári.
Skotbyrgi við Veðurstofuna
Þótt engar séu merkingarnar þar
enn er svo líka að finna stríðsminjar
við Bústaðaveginn, eina fjölförnustu
umferðaræðina í borginni. Vegfar-
endur veita þeim sennilega ekki
mikla athygli, en þetta eru tvö
steypt skotbyrgi skammt fyrir vest-
an Veðurstofuna. Eru þau að hálfu
niðurgrafin en undir steyptu
skyggni er rauf, þar sem byssu-
menn bardaga höfðu útsýni út yfir
Fossvog og Skerjafjörð.
„Úr þessum byrgjum átti að verja
Hafnarfjarðarveginn, sem her-
fræðilega var mikilvæg leið, til
dæmis ef gerð yrði innrás um Hafn-
arfjörð. Einnig var komið upp
byssuhreiðrum til dæmis í Graf-
arholti, Breiðholti, Vatnsendahæð,
Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og
Álftanesi, þar sem var heilmikil
varðstöð með fallbyssum sem áttu
að verja sjóleiðina inn til Reykjavík-
ur. Standa mannvirki á síðastnefnda
staðnum að nokkru enn þá. Einnig
eru minjar á Valhúsahæð og í Eng-
ey en í flestum tilvikum hafa þessar
minjar og mannvirki verið fjarlægð
eða eru hulin gróðri,“ nefnir Frið-
þór, sem telur þarft að halda sögu
stríðsminja til haga. Þær sé víða að
finna og sumt megi auðveldlega
varðveita fyrir komandi kynslóðir.
Mikilvægt sé sömuleiðis að setja
fram réttar upplýsingar fremur en
það sem betur kunni að hljóma.
Fróðleikur á Fallbyssuhæð
Skilti í hern-
aðarlega mikil-
vægri Öskjuhlíð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stríðsminjar Friðþór Eydal í gær í Öskjuhlíðinni, hvaðan átti að skjóta á Þjóðverja gerðu þeir árás á Reykjavík.
Friðþór Eydal hefur skrásett
sögu Keflavíkurflugvallar og
fleiri bækistöðva á stríðs-
árunum og skrifað um þær
bækur. Hann vinnur nú í hjá-
verkum að ítarlegu ritverki um
sögu Varnarliðsins og starf-
semi þess hér á landi. Segir
hann að þar muni eflaust
margt koma á óvart. Hann
vinnur einnig með kvikmynda-
félaginu Ljósopi að gerð sjón-
varpsþátta um sama efni sem
ráðgert er að RÚV sýni á
næstu mánuðum.
Her á RÚV
SKRÁIR SÖGU STRÍÐSINS