Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Qupperneq 2
Ég er svo heppin að hafa farið í algjöra draumaferð til London um miðjansíðasta mánuð. Þetta var sannkölluð pílagrímsför sem farin var meðgóðri vinkonu til að sjá hljómsveitina Guns N’ Roses. Fyrir þá sem ekki vita er hljómsveitin sameinuð á ný. Þrír af upprunalegum liðsmönnum sveitarinnar standa nú saman á sviðinu; gítarleikarinn goðsagnakenndi Slash, bassaleikarinn seiðmagnaði Duff McKagan og söngvarinn óútreiknanlegi Axl Rose. Slash er enn með pípuhattinn en hefur lagt frá sér Jack Daniels- flöskuna en virðist ekkert hafa breyst enda sést ekki vel framan í hann fyrir öllu þessu hári. Duff hefur elst vel, eins og gott vín (sem hann snertir ekki á sjálfur lengur) og Axl líkur sjálfum sér, bara aðeins stærri og strekktari. Röddin er enn þá mögn- uð. Tónleikastaðurinn var London Stadium, glænýr ólympíuleikvangur í austurhluta borgarinnar, sem er heimavöllur fótboltaliðsins West Ham. Við höfðum hvorugar farið á svona stóra tónleika áður en það er upplifun út af fyrir sig, allt er í yf- irstærð sem hæfir rokki að hætti Guns N’ Roses. Sólin skein og hita- stigið fór hátt í 30°C. Fólk dreif að úr öllum áttum. Við höfðum búist við röðum en allt gekk smurt fyrir sig. Nærri 80.000 rokkaðdáendur voru á staðnum, bjór var seldur víða en samt sá varla vín á nokkum manni. Að minnsta kosti ekki eins vel og í miðbæ Reykja- víkur eftir miðnætti um helgar. Margir matar- og drykkjarbásar voru inni í leikvanginum og alls staðar fór fólk í skipulagða röð. Raðirnar voru langar en ég sá engan kvarta eða reyna að troða sér. Fyrir utan leikvanginn var búið að búa til eins konar hátíðarsvæði með enn fleiri básum þar sem fólk stóð og spjallaði eða leitaði skjóls fyrir sólinni með matarbita í hönd. Ruslið virtist rata í ruslatunnurnar og bjórinn í maga. Yfirskrift tónleikaferðalagsins er „Not in This Lifetime“ eða „Aldrei í líf- inu“ og er tilvitnun í orð Axl þegar hann var árið 2012 spurður um líkurnar á endurkomu sveitarinnar með fleiri upprunalegum liðsmönnum. Það sýnir að maður á aldrei að segja aldrei. Eftir magnaða tónleika héldum við út í nóttina ásamt tugþúsundum tón- leikagesta, aftur tróðst enginn og breska almenningssamgöngukerfið kom öllum á leiðarenda. Axl Rose og Slash sameinaðir á ný. AFP Húsmæður þurfa rokkorlof Pistill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’Nærri 80.000 rokk-aðdáendur voru ástaðnum, bjór var seldurvíða en samt sá varla vín á nokkum manni. Að minnsta kosti ekki eins vel og í miðbæ Reykjavíkur eftir miðnætti um helgar. Hvað er öðruvísi við Eistnaflug en aðrar tónlistarhátíðir? Eistnaflug er mjög falleg hátíð; þar þekkjast rosalega margir. Þetta er svona eins og árshátíð þar sem allir hittast einu sinni á ári og faðmast og kyssast. Það er rosalega mikið verið að skála og gleðin er mikil, sem er fallegt. Hver er hápunkturinn í ár? Hvaða hljómsveitum ert þú spenntastur fyrir? Hápunkturinn í ár er Max og Iggor Cavalera! Þeir mæta og spila Roots- plötuna ásamt fleiri Sepultura- slögurum. Ég er spenntastur fyrir því að hitta allt skemmtilega fólkið. Það er svo hrikalega gaman að dansa með öllum þessum snillingum. Er eitthvað sérstakt við Neskaupstað sem á svona vel við rokkara? Nei, ekkert frekar, en fjarlægðin frá Reykja- vík gerir það að verkum að þú getur velt öllu mögulegu fyrir þér á leiðinni og þú kemur svo heim til baka sem ný og betri manneskja þegar þynnkan er farin. Hverju má maður alls ekki gleyma að pakka fyrir hátíðina? Lopapeysunni, hún er nauðsynleg í eft- irpartíið. Svo er sniðugt að vera með eitt- hvað að borða því það kemur alveg fyrir að líkaminn vilji mat. Má vera fáviti á Eistnaflugi? Nei, það er ólöglegt á Eistnaflugi að vera fáviti og allir fávitar eru vinsamlegast beðn- ir um að vera fjarverandi í næstu viku! Morgunblaðið/Eggert STEFÁN MAGNÚSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bryndís Kjerúlf Kristinsdóttir og Heiðdís Tinna Já, við förum á írska daga á Akranesi. SPURNING DAGSINS Ferð þú á bæjarhátíð í sumar? Margrét Scheving Já, ég fer á töðugjöld á Hellu. Sigurður Pétur Markússon Já, á Þjóðhátíð. Aron Eydal Sigurðarson Já, á Innipúkann. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Stefán Magnússon er Eistnaflugstjóri. Rokkhátíðin Eistnaflug fer fram í Neskaupstað 5.- 8. júlí. Falleg árshátíð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.