Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Síða 4
Stærsta safn Akureyrarpóstkorta
Þórhallur Ottesen flutti frá Akureyri fyrirmargt löngu en hefur haldið óbeinumtengslum við gamla heimabæinn með
söfnun póstkorta með myndum þaðan. Þau
koma víða að; sum úr einkasöfnum hér á landi,
dánarbúum hér og þar og það síðasta sem Þór-
hallur eignaðist kom alla leið frá Nýja-
Sjálandi. Danskur vinur hans sá það á netinu,
keypti og sendi Þórhalli þegar hann hafði
gengið úr skuggi um að kortið var ekki í safni
hans.
„Ég er haldinn rosalegri söfnunarsýki!
Fékk áhuga á eldgömlum kortum af Akureyri,
ekki síst vegna þess að ég er alinn upp hjá
föðurömmu minni í Aðalstræti 14; Gamla spít-
alanum, næstelsta húsi bæjarins – og fyrsta
kortið í safninu var einmitt af því húsi,“ segir
hann við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Framan af keypti Þórhallur kort og kort,
bæði hér heima og á ferðalögum erlendis, í
búðum og á mörkuðum. Hann segir ótrúlegan
fjölda korta til með myndum frá Akureyri og
nágrenni og á nú sjálfur um 500 slík, öll frá
1880 til 1950, en langflest frá því um 1900.
„Flest kortanna eru frá Akureyri en einnig
töluvert annars staðar úr Eyjafirði og ná-
grannasveitum. Bærinn hefur þótt gott mótíf,
margar myndanna eru teknar út fjörðinn og
greinilega mjög oft af höfðanum við kirkju-
garðinn, sunnan Búðargils. Þaðan sést mjög
vel yfir bæinn og niður á tanga. Ég þekki það
svæði mjög vel því lóð ömmu, Jónínu Jóns-
dóttur, var þar fyrir neðan og kartöflu-
garðurinn hennar náði alveg upp að brún.“
Mikil breyting varð til batnaðar fyrir Þór-
hall og aðra safnara þegar netið kom til sög-
unnar. „Þá var hægt að fylgjast með öllu, ég
fór að kaupa kort héðan og þaðan á eBay og
fylgjast með uppboðum um allan heim.“
Í safni Þórhalls má finna marga dýrgripi að
hans sögn, fágæt kort og skemmtileg. Hann
nefnir til dæmis kort sem Steingrímur læknir
Matthíasson (Jochumssonar) lét gera og sendi
vinum og vandamönnum. Þau voru einungis
gerð í nokkrum eintökum. Svo eru það kort
með myndum af Jóhanni Péturssyni – Jóa risa.
Þórhallur á tvö slík, en kortin lét Steingrímur
læknir gera þegar hann rannsakaði Jóhann,
eftir að hann fór að vaxa svo mjög. Annað má
sjá hér á síðunni þar sem íslenskur hestur af
hefðbundinni stærð nær Jóhanni einungis upp
í mitti. Að ekki sé talað um teikninguna af séra
Matthíasi sem kerlingin í Gullna hliðinu.
Upplýsingar um myndirnar og útgefendur
eru aftan á öllum kortum en Þórhallur hyggst
ekki birta neinn texta á sýningunni. „Ég vil
heldur að fólk reyni að átta sig á myndunum
og hvaðan þær eru teknar. Ég hef verið á sýn-
ingum þar sem fólk rétt kíkir á textann og fer
svo að næsta korti. Það er miklu skemmtilegra
að fólk skoði kortin almennilega!“
Þórhallur starfaði í liðlega 22 ár hjá Fiski-
stofu, þar af sem deildarstjóri í 16 ár, en missti
starfið þegar stofnunin var flutt til Akureyrar.
Líklega er það kaldhæðni örlaganna, en Þór-
hallur segir að sér hefði örugglega aldrei gefist
tími til að ganga frá safninu til sýningar hefði
hann ekki misst vinnuna. Hann hefur verið á
biðlaunum síðan starfsemin var flutt norður og
notað tímann til að sinna áhugamálinu.
Norðanmenn geta nú glaðst yfir því.
Fjaran, innsti hluti Akur-
eyrar, Oddeyri í fjarska.
Þórhallur Ottesen hefur í 40 ár safnað póstkortum með myndum frá Akureyri og nágrenni. Þetta er stærsta safn af þessu tagi sem
vitað er um í heiminum, um 500 kort. Mörg þeirra hafa aldrei sést opinberlega en sýning verður opnuð eftir helgi á Akureyri.
Matreiðslunámskeið á veitingastað Caroline Rest í Gilinu .Horft frá Eyrarlandsvegi til norðurs, yfir miðbæinn og Oddeyrina.
Jóhann Pétursson 22 ára, hæsti
maður Íslands - 220,2 cm
Kort með kveðju á þýsku. Gamli spítalinn næst. Mynd frá 1880.
Óvenjulegt kort; séra Matthías Jochumsson
teiknaður sem kerlingin í Gullna hliðinu.
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017
’
Ég er haldinn rosalegri söfnunarsýki! Fékk
áhuga á eldgömlum kortum af Akureyri, ekki
síst vegna þess að ég er alinn upp í Gamla spít-
alanum, næstelsta húsi bæjarins.
Þórhallur Ottesen, safnari
INNLENT
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
Þrjú kort með mynd af Akureyr-
ingnum Jóhannesi Jósefssyni, þeim
mikla glímukappa.
Tíu kort með myndum úr sýningu
LA á Lénharði fógeta 1923.
Jólakort sem Steingrímur Matthías-
son læknir (Jochumssonar) lét gera,
skrifaði á og sendi vinum sínum.
Öll sex kortin frá Akureyri sem
Frakkar létu gera eftir ferð um landið
upp úr aldamótunum 1900.
Kort með myndum frá konungs-
heimsóknunum tveimur til Akureyrar
á fyrstu árum 20. aldar.
DÆMI ÚR SAFNINU