Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Qupperneq 12
LANDIÐ 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017 Smári Stefánsson hafði lengi haftþann draum að endurgeraLaugarvatnshella eins og þeir voru fyrir um 100 árum þegar fólk bjó þar síðast. Hellarnir eru manngerðir og voru tveir, annar fjögurra metra breiður og 12 metra langur og hinn svipað langur en mjórri, en nú hefur skilrúmið á milli hellana hrunið niður og eitt rými stendur eftir. Einungis örfá dæmi eru um að fólk hafi búið í hellum á Íslandi. Undirbúningur bræðranna Smára og Hilmars Stef- ánssona hófst í október 2016 og hafa þeir ásamt Hallberu Gunnarsdóttur, eiginkonu Smára unnið að því síðan þá að opna hellarýmið fyrir almenn- ingi sem áður fyrr var búið í. Þeir tóku þátt í Startup Tourism í byrjun árs, framkvæmdir hófust í byrjun apríl og var hellirinn tilbúinn í lok maí. Þeir unnu eftir ljósmynd sem tekin var árið 1921 þegar Jón Þor- varðsson og Vigdís Helgadóttir, síð- ustu ábúendurnir, bjuggu þar. Sofa í hellinum Smári og Hallbera tóku á móti blaða- manni og ljósmyndara ásamt Friðriki og Loga, níu ára tvíburasonum þeirra, í fötum eins og hellisbúar klæddu sig í forðum. Fjölskyldan er þekkt fyrir að vera mikið í útivist og setti sér það mark- mið árið 2016 að gista úti 52 daga áð- ur en drengirnir næðu níu ára aldri, sem gerir að meðaltali eitt skipti í viku. „Þegar framkvæmdir hófust og búið var að moka út skítnum en ekki búið að setja gólf sváfum við í hell- inum. Nú er hellirinn tilbúinn og er markmiðið að sofa í hellinum á næst- unni eins og hellisbúarnir gerðu áður fyrr,“ segir Hallbera. „Ég væri alveg til í að búa hér en það er ekkert rennandi vatn hérna og það er frekar langt að sækja það. Hvorki vatn né rafmagn er á svæðinu og þurfum við því að koma með vatn að heiman, sem er algjör lúxus miðað við hvernig þetta var,“ segir hún. „Þegar Laugarvatn var orðið að bóndabýli komu bændurnir í hellana þegar senda átti féð upp eftir á beit. Þar gátu þeir setið yfir fénu og mjólk- að það og menn komu þá oft í viku- tíma og fóru síðan til baka og gátu bæði féð og smalinn notað hellana sem skjól. Árið 1910 hóf unga parið Indriði Guðmundsson, þá 24 ára, og Guðrún Kolbeinsdóttir, 17 ára, bú- skap í hellunum. Þá var komið þykkt lag af sauðataði í hellunum sem Indr- iði þurfti að byrja á að moka út, en það var orðið svo þykkt að það tók hann tvær vikur, þar sem hann hafði einungis skóflu um hönd,“ segir Smári. „Hellarnir eru tveir, annar var notaður sem heimili og hinn sem úti- hús fyrir kindur og hesta,“ segir Hall- bera. Indriði og Guðrún bjuggu í hell- unum til ársins 1911. „Árið 1918 flutti annað par inn í hellana, þau Jón og Vigdís, og bjó þar í fjögur ár. Á því tímabili eignuðust þau þrjú börn, þau Ragnheiði, Magn- ús og Hrafnhildi Ástu. Tvö af þeim voru fædd inni í hellunum, en það voru Ragnheiður árið 1919 og Hrafn- hildur Ásta árið 1922,“ segir Smári. Seldu kónginum rjóma Reyðarmúli var nafnið á staðnum en Jón og Vigdís fluttu þaðan út árið 1922 og hefur enginn búið þar síðan. Myndin sem notuð var til að byggja eftir er einmitt af þessari fjölskyldu. Báðar fjölskyldurnar öfluðu sér tekna með veitingasölu við þjóðveg- inn en Kristján X., konungur Dan- merkur og Íslands á þeim tíma, kom við í hellunum í heimsókn sinni til Ís- lands árið 1921 og keypti skyr og rjóma af hjónunum ungu. Þegar komið er inn í hellinn má sjá dyr sem leiða að fjósi sem er fyrir innan, en þar var fjölskyldan með eina kú. Í fjósinu má sjá lítið op frá útihúsinu en það var notað til að moka kúaskítnum yfir í útihúsið. „Þegar fara átti með kúna út um vorið var farið með hana í gegnum Hjónin Smári Stefánsson og Hallbera Gunnars- dóttir ásamt Friðriki og Loga, níu ára tvíbura- sonum þeirra, klædd í anda hellisbúa forðum. Morgunblaðið/Eggert Bræðurnir Smári og Hilmar Stefánssynir endur- byggðu Laugarvatnshella sem búið var í fyrir um 100 árum og hafa opnað lifandi sögusafn. Nína Ingólfsdóttir nina@mbl.is Gamli tíminn lifnar við Móðir þeirra bræðra, Vigdís Steinþórsdóttir, hefur unnið með þeim, en hún hefur verið dugleg að finna flíkur og muni sem notaðir eru sem sýningargripir. heimilið, en eftir að hafa verið í myrkrinu í heilan vetur var hún orðin blind,“ segir Smári. „Þegar þau fluttu voru öll verð- mæti tekin með, hver einasta spýta, þá kom sauðféð aftur og var hér alveg þangað til í fyrra,“ segir Smári og bætir Hallbera við að þegar fram- kvæmdir hófust þurftu þau að byrja á því að moka út sauðataðið sem hafði safnast upp síðustu 100 ár. Það tók þó ekki tvær vikur eins og það tók Indr- iða árið 1910 heldur einungis nokkra daga. Þó að búið sé að byggja hús í hellinum aftur leita kindurnar enn í minni hellinn við hliðina á sem áður var útihús og voru kindurnar einmitt þar þegar blaðamann bar að garði. Þegar komið er inn í hellinn má sjá tvö rúm, kommóðu, eldhúsborð, elda- vél, eldhúsáhöld og ýmsa aðra muni sem notaðir voru í þá daga. Eldavélin er á sama stað en þar fyrir ofan er gat sem Jón hafði gert á sínum tíma fyrir reykrörið. „Á barnarúminu liggur Biblía, en þegar Vigdís eignaðist fyrsta barn sitt, Ragnheiði þurfti hún að þvo meiri þvott, bleyjur og annað. Næsti lækur var í 20 mínútna fjarlægð og var því orðið erfitt fyrir hana að burðast með bæði þvottinn og barnið með sér. Eina nóttina kom huldukona til hennar í draumi og sagði við hana að þegar hún þvægi þvott gæti hún skilið barn- ið eftir í rúminu og haft Biblíu hjá því og þá myndi huldukonan passa það á meðan. Hún hugsar ekki meira út í það fyrr en nokkrum dögum seinna þegar huldukonan kom aftur í draum hennar og spurði hvort hún treysti sér ekki fyrir barninu, þá ákvað hún að prófa þetta. Hún skildi barnið eftir með Biblíuna á meðan hún þvoði þvottinn og þegar hún kom til baka var allt í góðu með stelpuna. Upp frá því stundaði hún þetta,“ segir Smári. Á sumrin á lækurinn það til að þorna upp og þurftu fjölskyldurnar þá að safna vatni í tunnu. Vatninu var safn- að þegar rigndi, en það lak úr loftinu á hellinum. Hiti frá dýrunum „Veturnir voru kaldir í hellinum en þó svipað og var í torfbæjunum. Opið er á milli hellanna og fengu þau því hita frá dýrunum en einnig var eldavélin notuð til að kynda upp í hellinum,“ segir Smári. Tveir hlutir í hellinum voru í eigu þessara tveggja fjöl- skyldna sem bjuggu þar; olíulampi Indriða og fjölskyldu sem hangir á veggnum og vöfflujárn sem var í eigu Vigdísar og fjölskyldu hennar. Báðir hlutir virka vel enn þann dag í dag. Til hliðar við hellinn má sjá kart- öflugarð sem áður fyrr var mun stærri, um 500 fermetrar. Smári og Hallbera eru síðan með tvo hesta og fjóra heimalninga sem þau sjá um og eru þarna á svæðinu. Hellirinn er opinn daglega en á svæðinu er einnig tjald með veit- ingasölu. Nánari upplýsingar er að finna á thecavepeople.is. Boðið verð- ur upp á skipulagðar söguferðir í allt sumar þar sem veitt verður innsýn í líf hellisbúa fyrr á tíð. Innréttað er með göml- um munum sem sumir voru eign fyrri ábúenda.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.