Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Síða 28
Hrunalaug í Ási í Hrunamannahreppi er í raun tvær laugar, en önnur þeirra sést á myndinni. Laugarnar eru umkringdar fallegu umhverfi. Litla húsið sem sjá má á myndinni er gjarnan notað til að hafa fataskipti. Hitastigið í báðum laugunum er gott. Hrunalaug FERÐALÖG Þegar ferðast er um landið og náttúrulaugar skoðaðarer rétt að huga að því að taka með sér sólarvörn því að vatna- og sjóböð auka líkur á sólbruna. Ekki gleyma sólarvörninni 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017 Náttúrulaugar sem vert er að stoppa hjá í sumar Ísland er þekkt fyrir fallega náttúru og gott aðgengi að bæði heitu og köldu vatni. Vinsældir náttúrulauga á Íslandi hafa aukist síðastliðin ár og þá sérstaklega vegna ferðamannastraumsins til landsins. Tilvalið er að skella sér í eina laug þegar maður er á ferð um landið eða jafnvel gera sér ferð út á land til að fara í eina slíka. Manngerðar og ósnortnar náttúrulaugar er að finna úti um allt land. Texti og ljósmyndir: Nína Ingólfsdóttir nina@mbl.is Þessi laug er fyrir framan Ald- eyjarfoss í Bárðardal. Laugin er köld en vatnið er úr fossinum. Eins og hálfs tíma akstur er að lauginni frá Akureyri. Beygt er til hægri hjá Goðafossi og inn í Bárðardal, þar sem við tekur malarvegur. Engin skiptiaðstaða er á staðnum enda ekki um venjulega laug að ræða. Aldeyjarfoss Brimketill er í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá Grindavík, niðri við sjóinn á Reykjanesinu. Vatnið í lauginni kemur úr Norður-Atlantshafinu og er hún því ísköld. Brimketill varð til vegna núnings brims við klettana, sem á endanum myndaði þennan ketil. Brimketill sést ekki frá veginum en lítið heima- gert skilti vísar veginn. Brimketill

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.