Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017 M ikil embætti, frægðarljómi, auður og völd, veita mönnum forskot og fjöldanum þykir eins og ósjálfrátt meira koma til slíkra einstaklinga en annarra. Þeir sem þurfa að ýta sínum málstað áfram er því fengur að því að fá einstaklinga af því tagi til að vitna. Jafnvel þótt þeir hafi ekki meira fram að færa en hver annar. Engum líkur Svo eru þeir til sem bera með persónu sinni eitthvað sem vekur eftirtekt, traust, aðdáun eða jafnvel ótta- blandna virðingu. Helmut Kohl hafði þetta embætt- islega og fræga en persóna hans sjálfs jók miklu við þau ytri skilyrði. Hann var kanslari Þýskalands í 16 ár, lengur en nokkur annar frá því að Otto von Bis- marck gegndi embættinu. Konrad Adenauer var kanslari Vestur-Þýskalands í 14 ár, frá árinu 1949 til 1963, og sigldi landinu aftur inn í samfélag þjóðanna. Hann var 87 ára þegar hann lét af embætti. Sonur hans, Max Adenauer, var sann- ur Íslandsvinur og ræðismaður Íslands, eins og son- ardóttir kanslarans „gamla“ eins og hann var ást- úðlega kallaður, varð síðar. Þeir feðgar og vinahópur þeirra stóðu þétt með Jóni Sveinssyni, Nonna. Var ógleymanlegt að ganga með Max Adenauer árið 1986 um kirkjugarðinn þar sem Nonni hvílir og hiklaust að leiði hans. Ekki fór á milli mála að þangað kom Aden- auer mjög oft. Faðir hans, „Sá gamli,“ hóf daginn með morgun- verði með málverk Kjarvals fyrir augunum í borðstof- unni sinni. Margir merkir einstaklingar gegndu embætti kanslara í Vestur-Þýskalandi áður en kom að Kohl. Endurreisn landsins upp úr rústunum þótti mikið undur. Vissulega hjálpaði það viðhorf vestrænna ríkja að brýnt væri að efla Vestur-Þýskaland til dáða sem fyrst vegna ógnarinnar úr austri á upphafsárum „kalda stríðsins“. Það var ekki aðeins hin mikla valdastaða og löng seta sem dró athyglina að Kohl kanslara. Hann gnæfði yfir flesta, og mikill á alla lund. Það gustaði ekki af honum, það stafaði frá honum stormur. Hann var glaðbeittur og fylginn sér og ríki Evrópu, a.m.k. á meginlandi hennar, viðurkenndu forystu hans, þótt óformbundin væri. Hann „átti salinn“ hvar sem hann kom. Bandaríkjaforseti birtist Þegar Bill Clinton kom í fyrsta sinn á leiðtogafund NATO og heilsaði kanslara Þýskalands þá námu næm upptökutæki fjölmiðlanna að forsetanum varð á að hugsa upphátt og sagði: „Þú ert eins og Sumo- glímukappi.“ Þeir sem þarna voru sáu að kanslara- num líkaði ekki þessi opnun Bandaríkjaforseta á sam- starfinu. En þeir tveir urðu hins vegar prýðilegir sam- starfsmenn og vinir þótt Kohl ætti það iðulega til að setja föðurlega ofan í við forsetann þegar honum mis- líkaði kæruleysileg framkoma hans. Er einu slíku at- viki lýst í smásögu sem flaut með í safninu Stolið frá höfundi stafrófsins. Þar lýtur sumt lögmálum skálda- leyfis en er þó í grunninn satt og rétt. Á fyrrnefndum leiðtogafundi heilsaði Bill Clinton bréfritara þannig: „Davíð, ef þú værir ekki hér væri ég yngsti leiðtoginn á fundinum.“ Bréfritari var þá á sínum öðrum leiðtogafundi og átti nokkra eftir þegar Bill Clinton hætti tæpum átta árum síðar. Margt hefur verið sagt um Bill Clinton og ætlað til að skaða álit hans og sögu. Eitthvað á við rök að styðjast. En það breytir ekki hinu að hann er sérlega aðlaðandi í persónulegum kynnum, lipur maður og útsjónasamur og farnaðist um mjög margt vel í sínu embætti. Heimsveldi hrundi eins og enginn væri aðdragandinn Hrun Sovétríkjanna kom Helmut Kohl í opna skjöldu. Hann var ekki einn í þeim efnum í fjölmenn- um hópi. Varla nokkur leiðtoga veraldar virtist hafa grænan grun um með sæmilegum fyrirvara hvað væri í vændum. Þó höfðu þeir flestir það forskot um- fram önnur stertimenni að hafa fjölmennar leyni- þjónustur á sínum snærum með ótal útsendara sem allir beindu augum og sperrtu eyru í átt til Kremlar. Sennilega var Ronald Reagan næstur því að sjá heimsveldishrunið fyrir. Richard Nixon, sem þótti sjá langt fram í alþjóðamálum, sagði við sína trúnaðarmenn að það væri merki um barnaskap og óskhyggju Reagans að trúa því að Sovétríkin væru á barmi upplausnar. Því miður myndu menn sem komnir væru á fullorðinsár ekki lifa slíka atburði. Hvað hafði Reagan umfram alla þessa kollega sína og þúsundir „sovétfræðinga“ í fínustu háskólum? Hann hafði „gut feelings“. Rök og ímyndunarafl í réttum hlutföllum í réttum kolli sló allan fræðilegan fróðleik út. En þótt Kohl væri tekinn í rúminu, eins og aðrir, var enginn fljótari fram úr en hann. Þá varð samein- ingarkanslarinn til. Myndbrot Áður en Kohl varð flokksleiðtogi Kristilegra í Þýska- landi og síðar kanslari hafði hann gegnt forsætisráð- herraembætti í einu af fylkjum Þýskalands, Rhein- land-Pfalz. Þar var hann áður þingmaður tæplega þrítugur. Kohl hafði verið og var virkur í atvinnulífi á þessum tíma en menntunargrunnur hans var í fyrstu lögfræði en að lokum sagnfræði og stjórnmálafræði. Hann var fæddur árið 1930. Þá voru upplausnartímar í Þýskalandi. Jarðvegurinn að myndast þar sem ill- gresið Adolf Hitler skaut rótum og þreifst. Kohl er því 15 ára þegar þjóð hans stendur sigruð í rústum þúsund ára ríkis foringjans. Kohl hafði verið svarinn inn í Hitlers-æskuna 20. apríl 1945, á afmæl- isdegi foringjans, fáeinum dögum fyrir uppgjöf Þýskalands og jafnframt kvaddur í herinn, en tók ekki þátt í hernaði. Til þess gafst ekki tími. Hann er síðasti leiðtogi Þýsklands sem man þessa tíma. Eftir- maður hans á kanslarastóli var ársgamall þegar hild- arleiknum lauk. Eftirmaður hans sem flokksleiðtogi, og fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti, Ang- ela Merkel, kynntist hins vegar afleiðingum ósigurs- ins með öðrum hætti. Það var ekki líklegt að ung kona frá Austur-Þýskalandi yrði kanslari Þýska- lands. En þannig fór. En Kohl var síðasti kanslari Vestur-Þýskalands, fyrsti kansalari sameinaðs Þýskalands og sá sem lengst hefur setið, eins og fyrr segir. Merkel kanslari lenti í miklum andbyr á síðasta ári og margir spáðu því að hennar tími væri liðinn. Það hefur breyst og eins og sakir standa bendir flest til þess að Merkel muni halda kaslaraembættinu eftir kosningar og þá hugsanlega ná að jafna met Helmut Kohl. Hún var skjólstæðingur hans á sínum tíma þótt skuggi hafi fallið á vináttu þeirra. Minningasjóður Bréfritari á mjög góðar minningar um samskiptin við Helmut Kohl. Það á við þann tíma sem báðir gegndu sínum hlutverkum fyrir sín ólíku lönd og eins eftir að Kohl hafði látið af störfum. Kohl var mjög aðgengileg- ur og breytti engu, þótt fulltrúi lítils ríkis eins og Ís- lands ætti í hlut. Hann skarst í leik í þýska stjórnkerf- inu fengi hann beiðni um það og þætti honum beiðnin sanngjörn. Hann var einnig lipur gagnvart erindum sem forystumenn Norðurlandaþjóða beindu til hans sameiginlega. Hann var afgerandi í samtölum en tilbúinn til að hluta á sjónarmið sem borin voru fram. En það var ekki síður fróðlegt og skemmtilegt að Kempa kvödd ’ Þegar Bill Clinton kom í fyrsta sinn á leiðtogafund NATO og heilsaði kanslara Þýskalands þá námu næm upptökutæki fjölmiðlanna að forsetanum varð á að hugsa upphátt og sagði: „Þú ert eins og Sumo-glímukappi.“ Reykjavíkurbréf30.06.17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.