Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Side 35
2.7. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Í kynningu á bókinni Pínulítil kenopsía – Varúð hér leynast krókódílar eftir Jó- hönnu Maríu Einarsdóttur nefnir útgef- andi hennar að verkið sé nýstárleg bók- menntatilraun, „uppreisn gegn hefðinni að því leyti að það er andstæða við flest það sem má kallast „góður skáld- skapur“.“ Jóhanna María Einarsdóttir hefur lært bókmenntafræði og ritlist, birt sög- ur og ljóð í tímaritum og á vefnum og starfað við þáttagerð fyrir útvarp. Bókaútgáfan Sæmundur gefur út. Uppreisn gegn hefðinni Sænski rithöfundurinn Henning Mankell naut mikillar hylli hér á landi, en hann lést 2015. Skáldsaga hans Ítalskir skór kom út á íslensku fyrir stuttu og segir frá Fredrik Welin, sem býr einn á eyju í sænska skerjagarðinum og hefur ein- angrað sig frá umheiminum. Dag einn stendur kona sem hann hefur ekki séð í rúm þrjátíu ár, úti á ísnum við eyjuna. Hún heitir Harriet og er komin til að láta hann efna gamalt loforð. Hilmar Hilmarsson þýddi, Mál og menning gefur út. Ítalskir skór Mankells Breska skáldkonan Kate Eberlen sló í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Miss You, sem kom nýverið út á íslensku sem Hvít fiðrildi. Í bókinni segir frá þeim Gus og Tess, sem hittast á tjaldstæði á Ítalíu sem táningar og eru eins og sköp- uð hvort fyrir annað. Örlögin koma þó í veg fyrir að þau nái saman þá og í mörg ár eftir það, þó að oft muni litlu. Kate Eberlen starfaði sem enskukenn- ari áður en hún sneri sér að ritstörfum. Halla Sverrisdóttir þýddi bókina, JPV útgáfa gefur út. Leiksoppar örlaganna BÓKSALA 21.-27. JÚNÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 NorninCamilla Läckberg 2 Með lífið að veðiYeonmi Park 3 Talin afSara Blædel 4 Ítalskir skórHenning Mankell 5 Allt í himnalagi hjá Eleanor Gail Honeyman 6 BrestirFredrik Backman 7 Stúlkan á undanJ.P. Delaney 8 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 9 EftirlýsturLee Child 10 Gestir utan úr geimnumÆvar Þór Benediktsson 1 Gestir utan úr geimnumÆvar Þór Benediktsson 2 Risasyrpa - RánsferðirWalt Disney 3 Kuggur 16 AfmælisgjöfSigrún Eldjárn 4 Vísnabókin - Ný Ýmsir / Halldór Pétursson myndskreytti 5 Risasyrpa - Glóandi gullWalt Disney 6 Vaiana þrautabókWalt Disney 7 Harry Potter og viskusteinninn J.K. Rowling 8 Álfheimar leikja og litabók Penny Worms 9 Linda og lundinnJenny Coulgan 10 Leyndarmálin mín Allar bækur Barnabækur Stundum velti ég fyrir mér hvernig fólk fer að sem ekki eignast vini eins og Línu og Lottu og bræðurna Ljónshjarta, Sölku Völku og Harry Pott- er og Harry Hole, Hamlet og Elizabeth Bennet, og kynnist ekki stöðum sem eru alvöru eða ímyndun, voru einu sinni til og eru ennþá til. Bækur eru dásamleg ferðalög og þroskaleikföng „par excellence“! Ég var loksins að lesa Raddir úr húsi loftskeytamannsins sem kom mér skemmtilega á óvart. Sögurnar mynda fallegan sveig. Guð hins smáa er á náttborðinu og ég er farin að hlakka að fara heim til að halda áfram með hana. Nýr heimur, fram- andi og undarlegur til að byrja með en svo, eftir hæga byrj- un, þá er maður fluttur inn. Mannsævi eftir R. Seethaler er sú af nýútkomnum bókum þetta vorið sem situr best í mér. Eitthvað órætt en heillandi við þessa frásögn. ÉG ER AÐ LESA Heiðrún Eyvindardóttir Heiðrún D. Eyvindardóttir er bókasafnsfræðingur. Í bókinni Heilbrigðis- stefna til framtíðar, sem kom út á vordög- um, er að finna safn greina um heilbrigðis- mál sem dr. Ingimar Einarsson, félags- og stjórnmálafræðingur, hefur skrifað. Fjallað er, segir í til- kynningu. „á gagnrýn- inn hátt um ýmsar hliðar heilbrigðismála og íslenska heilbrigðiskerfisins, jafnt stefnu- mótun og fjármál, lýðheilsu, al- þjóðasamvinnu og upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. Jafnframt er bent á að eitt af því sem einkennir íslenskt þjóðfélag í saman- burði við mörg þróuð þjóðfélög er skortur á langtímasýn.“ Ingimar segir þetta eiga jafnt við í heil- brigðis- og velferð- armálum og öðrum málaflokkum. „Ein af- leiðing þess er sú að það sem af er þessari öld hefur ekki tekist að byggja upp og treysta nú- tíma heilbrigðiskerfi á Íslandi.“ Það er Höfundaútgáfan sem gef- ur bók Ingimars út. HEILBRIGÐISSTEFNA TIL FRAMTÍÐAR Langtímasýn skortir Dr. Ingimar Einarsson. Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Ný kynslóð málningarefna Eru rakavandamál? u Almatta síloxan útimálningin hleypir rakanum út en ekki inn. u Fæst einnig teygjanleg á netsprungna fleti u Einstök lausn á steypta veggi og múrklæðningar sem eru einangraðar utanfrá SÍLOXAN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.