Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Side 36
Í ljósi sögunnar; harðstjórar, bylt- ingar og forseta- kosningar. Vera Illugadóttir fer yfir málefni líð- andi stundar í sögulegu sam- hengi, og gerir það listilega vel. Blaðamaður mælir með: Nárú Í ljósi sögunnar Rannsóknarblaðamaðurinn Brian Reed heldur til smá- bæjar í Alabama til að rann- saka meint morð en rann- sóknin heldur í óvænta átt þegar hann kynnist sérvitrum klukkusmið sem gæti verið snillingur. Blaðamaður mælir með: Chapter I S Town 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017 LESBÓK TÓNLIST Yfirmenn Eurovision ætla að sekta Úkraínu vegna skipulags keppninnar í ár. Evrópska sjónvarps- sambandið segir að úkraínska ríkissjónvarpið UA:PBC eigi að borga verulegar sektir vegna alvarlegrar tafar sem hafi skapað óþarfa erfiðleika. Það segir einnig að sú ákvörðun Úkraínumanna að banna rússneska þátt- takandanum að taka þátt í keppninni hafi sett orðspor söngvakeppninnar í hættu. Sektirnar ná 200.000 evr- um, sem samsvarar um 23 milljónum íslenskra króna. Fleiri en 20 manns sem sinna ábyrgðarstöðum innan söngvakeppninnar í Úkraínu sögðu einnig af sér, en þau segja að þau hafi verið útilokuð frá því að taka ákvarðanir í sambandi við keppnina. Tugir milljóna í sekt SJÓNVARP Sumarhús leikarans Johnny Galecki sem leikur meðal annars í þáttunum The Big Bang Theory brann í vikunni. Hann var sjálfur ekki á staðnum og er því ómeiddur. Honum létti þegar hann frétti að enginn slasaðist í eldinum. Eldsupptökin áttu sér stað í skógi á milli Los Angeles og San Fransisco eða í San Luis Obispo og náði eldurinn yfir 1.200 akra og var sumarhúsið hans því einungis eitt af þeim fjölmörgu öðrum húsum sem eyðilögðust í eldinum. Eldurinn byrj- aði á mánudag, rúmum sólarhring seinna var bú- ið að ná tökum á um 60% af eldinum. Galecki þakkaði bæði lögreglunni og slökkviliðinu fyrir vel unnin störf. Johnny Galecki leikari. Dagblaðið Nya Tider er þekkt fyrir öfgafullar hægriskoðanir. Mætir ekki BÆKUR Rúmlega 200 sænskir rit- höfundar skrifuðu undir grein í dag- blaðinu Dagens Nyheter um að þeir myndu ekki mæta á bókasýninguna sem haldin verður í Svíþjóð í sept- ember vegna dagblaðsins Nya Tider, sem er þekkt fyrir öfgakenndar hægriskoðanir. Keníski rithöfund- urinn Ngugi wa Thiong’o, sem hefur verið orðaður við Nóbelsverðlaun í bókmenntum, hefur ákveðið að mæta ekki á hátíðina vegna þessa til að sýna samstöðu gegn rasisma. SJÓNVARP Þættirnir Or- ange Is the New Black, GLOW og Claws skora allir hátt í Bechdel- prófinu og leyfa kvenkynsleik- urum sínum að gera meira en að leika bara kær- ustuna, sem eru miklar framfarir. Bechdel-prófið er yfirleitt notað á kvikmyndir og snýr að því að a) það verða að vera minnst tvær konur í myndinni b) sem tala við hvor aðra c) um eitthvað annað en karlmenn. Þó að þetta hljómi auðvelt og sjálf- sagður hlutur klikka átakanlega margir framleiðendur á þessu. Taylor Schilling í Orange Is the New Black þáttunum. Meira en bara kærasta TÓNLIST Söngvarinn Ed Sheeran tilkynnti aðdáendum sínum í vik- unni að hann væri að fara í tón- leikaferðalag í Bretlandi, Írlandi og í Evrópu. Aðdáendur hans munu geta séð hann í Manchester þegar tónleikaferðalag hans byrjar 24. maí 2018. Hann mun vera með tón- leika meðal annars í Manchester, Belfast, Dublin, Glasgow, New- castle og London í maí á næsta ári. Sheeran fer í ferðalag Hlaðvarp (e. podcast) er hljóðskrá semhægt er að hlaða niður í síma eða tölvu oghlusta á þegar hentar. Hlaðvörp eru keimlík út- varpsþáttum, enda eru margir útvarpsþættir einnig gefnir út sem hlaðvörp, sérstaklega fræðslu- eða spjallþættir. Hlaðvörp koma yfirleitt út í þáttaröðum og eru því ein- staklega hentug til að hlusta á í löngum bílferðum eða á ferðalögum. Á síðustu árum hefur myndast umfangsmikil og skemmtileg sena í kringum hlaðvörp og fjöldi þeirra og gæði hafa aukist. Hér fyrir neðan má finna vel valin hlaðvörp til að sökkva sér í í sumar. Podcast Mynd/Thinkstock Hlaðvörp til að hlusta á í sumar Útilegur, tónlistarhátíðir og sumarbústaðaferðir eru ómiss- andi hluti af íslenska sumrinu. Hins vegar væri ágætt að missa af bílferðunum sem fylgja, eða í það minnsta gera þær skemmtilegri. Með þess- um hlaðvörpum þarft þú ekki að kvíða fyrir klukku- stundunum á þjóðvegunum. Pétur Magnússon petur@mbl.is Hús Johnny Galecki brann

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.