Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 1
Landsliðskonurnar í knattspyrnu æfðu af krafti á Laugardalsvellinum í
gær. Evrópumótið hefst í Hollandi eftir tíu daga og fyrsti leikur Íslands
verður gegn Frakklandi 18. júlí. Niðurtalningin er í fullum gangi og mikill
hugur í leikmönnum landsliðsins. „Ef við spilum saman sem lið getur það
skilað okkur langt og það er það sem við stefnum að,“ segir Anna Björk
Kristjánsdóttir í samtali við Morgunblaðið. » Íþróttir
Talið niður fram að Evrópumóti
Morgunblaðið/Golli
Miklir hagsmunir
» Borgin hyggst selja reit G á
Hlíðarenda á brautarsvæðinu,
sem er metinn á 1-2 milljarða.
» Á reitum B-F á svæðinu eru
780 íbúðir í nýju skipulagi.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokks í Reykjavík, mun fela
innri endurskoðun borgarinnar að
rannsaka aðdraganda að lokun neyð-
arbrautar á Reykjavíkurflugvelli.
„Það þarf að yfirfara athafnir
borgarinnar og hvort eitthvað sé
ekki samkvæmt reglum eða heimild-
um,“ segir Halldór. Kanna þurfi
hvort borgin hafi farið „fram úr
sjálfri sér með úthlutun lóða þegar
ekki var búið að loka brautinni“.
Tilefnið er meðal annars beiðni
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis um að Ríkisendurskoðun
rannsaki aðdraganda að lokuninni.
Þá m.a. hvort eðlilega hafi verið stað-
ið að sölu lands. Ný gögn sýni að
ákvörðun um varanlega lokun braut-
ar hafi ekki legið fyrir við söluna.
S. Björn Blöndal, formaður borg-
arráðs, sagði að „ef ríkið telur að það
sé að framkvæma stjórnsýslu sína á
einhvern rangan hátt sé um að gera
að ríkið skoði það“.
Rannsaki flugvallarmálið
Oddviti Sjálfstæðismanna felur innri endurskoðun í borginni að kanna heimildir
MFari yfir lokun … »4
F I M M T U D A G U R 6. J Ú L Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 161. tölublað 105. árgangur
TÖFRASTAÐIR
BYGGJA SANDA
SUÐURLANDS
BETRA AÐ
VERA Á SKÓLA-
VÖRÐUSTÍG
EIN ÞEKKTASTA
RAFHLJÓMSVEIT
HEIMS MÆTIR
VIÐSKIPTAMOGGINN EXTREME CHILL FESTIVAL 31MÖRÐUR GUNNARSSON 12
AFP
Haley Á fundi öryggisráðsins í gær.
Bandaríkin munu kynna öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna ný drög að
efnahagsþvingunum gegn Norður-
Kóreu í ljósi þess að Norður-Kórea
hefur ekki látið af tilraunum sínum
með langdrægar kjarnaflaugar.
Öryggisráðið kom saman í gær á
neyðarfundi til að ræða málefni
Norður-Kóreu og sagði Nikki Haley,
sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam-
einuðu þjóðunum, að unnið væri að
því í Washington að búa til ný drög
að þvingunum gegn Norður-Kóreu.
Útiloka ekki hernaðaraðgerðir
„Bandaríkin eru tilbúin að nota
allan mátt sinn til að verja sig og
bandamenn sína,“ sagði Haley og
útilokaði ekki að Bandaríkin myndu
grípa til hernaðaraðgerða en sagðist
vona að til slíks kæmi ekki. Hún tók
einnig fram að Kínverjar væru í lyk-
ilstöðu til að þrýsta á Norður-Kóreu.
Mesti þunginn við að framfylgja
efnahagsþvingunum Sameinuðu
þjóðanna hvíldi á Kínverjum og
Bandaríkin væru tilbúin að vinna
með Kína.
Kínverjar tóku fram á fundi ör-
yggisráðsins að hernaðaraðgerðir
væru ekki mögulegar af þeirra
hálfu. „Kína hefur alltaf verið á móti
átökum á Kóreuskaga. Hernaðar-
aðgerðir mega ekki vera möguleiki í
þessu samhengi,“ sagði kínverski
sendiherrann, Liu Jieye. Fulltrúi
Rússlands í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna segir Rússa mótmæla nýj-
um efnahagsþvingunum gegn Norð-
ur-Kóreu. Þá sé ótækt að grípa til
hernaðar gegn stjórnvöldum lands-
ins. »16 og 18
Vilja auka
þrýsting á
N-Kóreu
Öryggisráðið hélt
neyðarfund í gær
Sveiflur eru á innflutningi nokkurra dýrategunda á milli ára en
í fyrra voru fluttir 217 hundar hingað til lands, mun fleiri en á
umliðnum árum. Hafa þeir ekki verið svo margir á einu ári frá
árinu 2006, skv. nýútkominni starfsskýrslu Matvælastofnunar.
Í skýrslu MAST kemur m.a. fram að færst hefur í aukana að
einstaklingar kaupi einstaka svín til eldis, þá helst yfir sumar-
tímann. Áætlað er að 50-100 einstaklingar séu með slík svín og
heildarfjöldi er áætlaður um 200 svín. Í fyrra voru gefin út 47 inn-
flutningsleyfi fyrir ýmsar tegundir skrautfiska og vatnadýra og
24 skrautdúfur og 24 bréfdúfur voru fluttar inn. omfr@mbl.is »10
Kaupa svín til eldis
yfir sumartímann
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir það óraunhæft
að notaðir bílaleigubílar verði fluttir út til endursölu á erlend-
um mörkuðum.
„Ef ríkið veitti skattafslátt vegna útflutnings, sem mér
þykir ólíklegt, þá myndi hann ekki nægja til þess að selja
bílana á samkeppnishæfu verði á erlendri grundu,“ segir
hann. Verðið á notuðum bílum hér sé hærra en á helstu
mörkuðum í Evrópu, við bætist flutningskostnaður og bíl-
unum sé ekið á malarvegum sem þekkist ekki víða í Evrópu.
» ViðskiptaMoggi
Óraunhæft að
flytja út notaða bíla
Seðlabanki Íslands hefur hvorki lagalegar skyldur né heim-
ildir til að annast áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum sín-
um.
Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn
Morgunblaðsins, þar sem spurt er hvað Seðlabankinn hafi
gert til að ganga úr skugga um að fjárfestingarleið bankans
hafi ekki verið notuð til peningaþvættis.
Í svari Seðlabankans kemur einnig fram að Seðlabanki Ís-
lands geti ekki rakið feril einstakra greiðslna utan íslenskrar
lögsögu enda sé það hlutverk milligönguaðila. »6
Hefur ekki heimildir
til eigin rannsókna