Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Nýtt Fosshótel við Mývatn var opn- að um síðustu helgi, en aðeins er um ár síðan framkvæmdir hófust. Hótel- ið er 4.500 fermetrar að stærð með 92 herbergjum, þar með taldar þrjár svítur. Hótelið verður rekið allt árið, nema um jól og áramót en þá verður lokað, segir Óskar Finnsson, fram- kvæmdarstjóri rekstrarsviðs Ís- landshótela. Hótelið stendur í um 700 metra fjarlægð frá Mývatni segir Óskar, spurður um hve nálægt hótelið standi vatninu. Mikil áhersla hefur verið lögð á umhverfismál við bygg- ingu hótelsins af arkitektastofunni BASALT. „Stefna Íslandshótela hefur verið mjög skýr í mörg ár að fráveitukerfi séu af bestu gerð,“ segir Óskar og nefnir að þriggja þrepa fráveitukerfi sé á hinu nýja hóteli við Mývatn. „Það á nánast að vera hægt að drekka vatnið sem kemur út á end- anum,“ segir Óskar kíminn. Lagt var upp með að hótelið væri í sam- ræmi við náttúru svæðisins. Hótelið er viðarklætt og mun viðurinn grána með árunum, segir Óskar, og því falla betur inn í umhverfið. Þá þekja lyngþökur þak hótelsins. Umferð minnkar á haustin Að sögn Óskars hafa margar bók- anir borist fyrir sumarmánuðina. Hins vegar lítur út fyrir að bókunum muni fækka þegar líður á haustið. „Það er farið að draga úr aðsókn á landsbyggðina á haustin,“ segir Ósk- ar. Sterkt gengi krónunnar hafi þar mikil áhrif. „Það fylgir aukinn kostn- aður því að koma sér út á land.“ Hann er þó bjartsýnn á framtíð Fosshótels við Mývatn. „Við bindum vonir við að þetta geti orðið áfanga- staður með svipað aðdráttarafl og hótel okkar á Hnappavöllum, sem er þekkt fyrir góðan mat og þjónustu,“ Fyrir utan náttúrufegurð svæðisins þá er mikil afþreying í boði, t.d. jarð- böð, snjósleða- og hestaferðir. „Þetta getur orðið mikill áningar- staðarkjarni.“ axel@mbl.is Ljósmynd/Birkir Fanndal Fosshótel Mikið kapp var lagt á frágang við hið nýja Fosshótel í Mývatnssveit sem opnað var um síðustu helgi. Nýtt Fosshótel reist við Mývatn  Minni ferðamannastraumur á haustin Ljósmynd/Birkir Fanndal Útsýnisstaður Óskar Finnsson staddur í veitingasal Fosshótels við Mývatn. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Útsala Glæsilegt úrval af sumarbolum, kvartbuxum, peysum, leggings, túnikum og töskum Verið velkomin 20-50% afsláttur Þægindi og falleg hönnun Eikjuvogur 29 Opnunartími: 104 Reykjavík - S:781-5100 Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Söluturn Til sölu góður söluturn og spilasalur í verslunarkjarna á stór Reykjavíkursvæðinu. Velta um 100.000.000 kr. á ári. Skoðum ýmis skipti. Áhugasamir sendi á box@mbl.is merkt: „S-26246“ fyrir 10. júlí. Öllum fyrirspurnum svarað. Réttum Grænlendingum hjálparhönd í síma 907 2003 Við hringinguna fara 2.500 krónur sjálfkrafa í hjálparstarfið. 30%-50% afsl. Skipholti 40%-70% afsl. Laugavegi Skoðið Facebook.laxdal.is Laugavegi 63 • Skipholt 29b S: 551 4422 SUMARÚTSALA Jakkar-frakkar-kápur Gerry Weber – Betty Barclay gæðafatnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.