Morgunblaðið - 06.07.2017, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017
Guðmundur fæddist í Reykjavík og útskrifaðist sem leikari 1968.Hann hefur starfað mikið með Sjálfsbjörg, SEM-samtökunumog var formaður Örykjabandalagsins 2008-2013. Hann hefur
leikið töluvert, leikstýrt og kennt leiklist og framsögn, en er ekkert
að daðra við Talíu sem stendur: „Ég er fjári góður leikari en leik-
stjórn hefur aldrei verið mín köllun. Þar vantar mig skipulagningu og
einbeitingu.“
Eru alltaf jafnpólitískur Guðmundur?
„Já, já. Ég var í KSML á mínum yngri árum. Það voru ekki Kristi-
leg samtök milla og lávarða, eins og unga fólkið gæti haldið, heldur
Kommúsistasamtökin marxistarnir-lenínistarnir, og við seldum mál-
gagnið fyrir utan ÁTVR á föstudögum og laugardögum. Ég varð svo
stofnfélagi í Vinstri-grænum og varaþingmaður þeirra en leiddi svo
lista Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í kosningum 2016.“
Ertu jafnróttækur og þú varst þegar þú seldir Stéttabaráttuna?
„Já, ég er svo íhaldssamur að ég hef ekkert skipt um skoðun.“
En hvernig leggst aldurinn í þig á þessum tímamótum?
„Mjög vel. Það er stórkostlegt að verða sjötugur, því sá sem ekki
vcrður sjötugur, 70 árum eftir fæðingu, hlýtur að vera dauður. Ég
held að það sé miklu skemmtilegra að vera sjötugur en að vera dauð-
ur. Annað er ekki í boði.“
Hvað á að gera á afmælisdaginn?
„Borða góðan mat og láta synina, Steina og Magnús, stjana við
mig.“
Morgunblaðið/Kristinn
Á Alþingi Geir Haarde býður Guðmund velkominn á þing, árið 2005.
Þingmennirnir Þuríður Backman og Birgir Ármannsson fylgjast með.
Gamli góði komminn
Guðmundur Magnússon er sjötugur
G
ísli Norðdahl fæddist á
Úlfarsfelli í Mosfells-
sveit 6.7. 1947. Þar
ólst hann upp til sjö
ára aldurs en flutti
1954 til Innri-Njarðvíkur og Kefla-
víkur.
Gísli var vinnumaður í sveit í sex
sumur hjá Hauki, móðurbróður sín-
um, og Sigurbjörgu, konu hans, á
Stóru-Reykjum í Flóa, til 16 ára
aldurs: „Á þessum árum stóð sum-
ardvöl krakka í sveit yfir í fjóra til
fimm mánuði, frá vori og fram yfir
réttir sem þá voru seinni partinn í
september. Ég dvaldist því á
Stóru-Reykjum í samtals á þriðja
ár. Síðan tók við sumarvinna á
skólaárunum í bæjarvinnu, við
byggingarvinnu, skipasmíðar, síld-
arvinnslu o.fl.“
Gísli tók landspróf frá gagn-
fræðaskóla Keflavíkur 1963 og
stúdentspróf frá Menntaskólanum
á Laugarvatni 1967. Hann gerði hlé
á námi í nokkur ár og var þrjú ár
gæslumaður á Kleppi og eitt ár við
launaútreikninga hjá Ríkisspítölum.
Síðan stundaði hann nám í Tækni-
skóla Íslands og lauk prófi í bygg-
ingartæknifræði 1975. Hann sótti
auk þess fjölmörg námskeið og ráð-
stefnur um það sem starfi hans til-
heyrði, er með löggildingu í gerð
eignaskiptayfirlýsinga og lauk prófi
í rekstrar- og viðskiptanámi frá HÍ
1994.
Að námi loknu vann Gísli tæp
tvö ár á tæknideild Kópavogsbæjar
og svo tvö ár hjá Fasteignamati
ríkisins. Hann hóf störf sem bygg-
ingarfulltúi í Kópavogi 1979 og
starfaði við það í 38 ár.
Grúskari af guðs náð
Gísli hefur gegnt ýmsum félags-
störfum, er félagi í Rótarýklúbbn-
um Borgum í Kópavogi, var for-
Gísli Norðdahl, fyrrv. byggingarfulltrúi – 70 ára
Í Lundi í Svíþjóð Hér er fjölskyldan kampakát úti að borða og fagna MS-gráðu Urðar í lýðheilsufræði frá Háskól-
anum í Lundi, árið 2014. Talið frá vinstri: Urður, Rúna Bjarnadóttir, Arna og Gísli Norðdahl.
Margvís sérfræðingur
í byggingarmálum
Reykjavik Iðunn Sigurborg
Baldvinsdóttir fæddist 25.
júlí 2016 kl. 15.49. Hún vó
3545 g og var 51 cm löng.
Foreldrar hennar eru Fann-
ey Elísabet Ragnarsdóttir
og Baldvin Freyr Þor-
steinsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri