Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017
✝ Hörður Páls-son fæddist á
Hömrum í Grund-
arfirði 4. nóvem-
ber 1928. Hann
lést á sjúkrahúsinu
á Akranesi 1. júlí
2017.
Foreldrar hans
voru hjónin Páll
Þorleifsson, skip-
stjóri og bóndi, f.
1892, og Ólöf Þor-
leifsdóttir hús-
freyja, f. 1904. Systkini Harðar
eru Sigríður, f. 1925; Leifur, f.
1927, d. 2010; Jarðþrúður
Guðný, f. 1933 og Pálmi, f.
1940, d. 2012.
Hörður kvæntist 13. sept-
ember 1952 Guðlaugu Guð-
mundsdóttur, f. 1931 frá Ber-
serkjahrauni í Helgafellssveit.
Börn þeirra eru: 1) Páll Guð-
finnur, f. 1954, sambýliskona
Magatte Gueye og eiga þau son-
inn Markús Örn. Fyrir átti hann
Hörð, Tinnu, Hrund og Sig-
rúnu. 2) Hilmar Þór, f. 1956,
sambýliskona Unnur Jónsdóttir.
Fyrir átti hann
Helgu Maríu, Guð-
laugu og Hafdísi. 3)
Hrönn, f. 1963,
sambýlismaður Sig-
urður Örn Hektor-
son. Fyrir átti hún
Hrannar Pál og
Grétar Þór. 4)
Kristmundur, f.
1964, d. 2009. Börn
hans og Kolbrúnar
Haraldsdóttur eru
Berglind, Birna og
Brynjar. 5) Hlynur, f. 1966,
sambýliskona Valborg Guð-
laugsdóttir og þeirra dóttir er
Fanndís Hlín. Fyrir átti hann
Davíð Frey og Tómas Inga.
Hörður bjó allt sitt líf á
Hömrum í Grundarfirði ásamt
Guðlaugu eiginkonu sinni. Hann
var bóndi fram á síðasta dag.
Hann var í hreppsnefnd Eyrar-
sveitar og sat í stjórn Sparisjóðs
Eyrarsveitar á áttunda ára-
tugnum.
Útför Harðar fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju í dag, 6.
júlí 2017, klukkan 13.
Það er erfitt að setjast niður og
setja á blað kveðju til nýlátins föð-
ur míns.
Pabbi var á 89. aldursárinu og
mér sem öðrum ljóst að fljót lífs-
ins nálgaðist ósinn. Ég taldi mig
tilbúinn en líklega er aldrei neinn
tilbúinn að kveðja foreldra sína í
hinsta sinn. Fyrsta júlí þegar
sumarnóttin var sem fallegust og
allt líf í blóma kvaddi pabbi þenn-
an heim. Hann var búinn að vera
tvo daga á sjúkrahúsinu á Akra-
nesi svo biðin var ekki löng. Ég
kvaddi hann um miðnættið. Það
var friður og ró yfir honum og
skömmu síðar var hann kominn í
annan heim. Mamma var hjá hon-
um síðustu andartökin og gömlu
hjónin tókust á við dauðann af
sama æðruleysi og yfirvegun og
einkenndi allt þeirra líf.
Pabbi var bóndi af líf og sál.
Virðing fyrir öllu lifandi var hon-
um í blóð borin, bæði í leik og
starfi. Í sveitinni var vel hugsað
um það í sláturtíðinni að lifandi
dýr sæju ekki hvert stefndi og
mikið lagt á sig til að svo mætti
vera. Það var komið fram af virð-
ingu við alla, bæði menn og dýr.
Pabbi var glöggur á litbrigði
náttúrunnar og fylgdist með öllu
fram á síðasta dag.
Engin – ekki nokkur – merki
um andlega hrörnun voru hjá hon-
um þrátt fyrir háan aldur.
Stærsta gæfa pabba var þegar
hann giftist Guðlaugu móður
minni í september 1952. Þau voru
því búin að vera gift í 65 ár og
ganga saman í gegnum þykkt og
þunnt.
Síðustu árin höfum við verið
nálægt hvor öðrum og hann frætt
mig um fyrri ár. Ég áttaði mig á
hversu framfarasinnaður hann
var og áhugasamur um fram-
kvæmdir, ekki síst þær sem hon-
um stóðu honum nærri.
Ég minnist æskuáranna og það
var gaman í sveitinni. Í minning-
unni var sumar og sól ásamt leikj-
um og ærslum en líka skyldustörf
sem færðu manni stolt og metnað.
Heyskapurinn var auðvitað fyrir-
ferðarmestur, þá var allt háð
duttlungum veðráttunnar. Pabbi
stjórnaði og það voru engir „sam-
ráðsfundir“ enda bara einn skip-
stjóri á þeirri skútu. Það var held-
ur engin ákvarðanatökufælni í
gangi, stefnan sett og henni fylgt.
Sumir segja að þolinmæði sé
dyggð en hana hafði pabbi ekki.
Ég sagði oft við hann að ég hefði
erft þetta frá honum og eins
Markús sonur minn. Ég væri sá
eini okkar sem væri þó að reyna
að venja mig af henni. Pabbi vissi
alveg að þetta var rétt en efaðist
um árangurinn hjá mér. Við vor-
um saman í Reykjavík núna í vor,
ég keyrði og hann sat í framsæt-
inu mér við hlið. Á rauðu ljósi sá
ég að hann var farinn að ókyrrast
og sagði: „Verður þetta rautt í all-
an dag?“
Nú skilur leiðir að sinni og ég
kveð þig, pabbi minn, með söknuð
í hjarta. Tímans þungi niður heyr-
ist ef menn leggja vel við hlustir
og kynslóðir koma og fara. Orðstír
trausts manns og góðs föður lifir
þó áfram.
Hvíl í friði.
Páll Harðarson.
Elsku hjartans afi okkar.
Við kveðjum þig með söknuði í
hjarta en einnig þakklæti fyrir að
hafa átt þig sem afa. Við systkinin
ólumst að mestu leyti upp í
Grundarfirði og voru Hamrar
nánast eins og okkar annað heim-
ili.
Við eigum margar góðar minn-
ingar af þér og má þar nefna hey-
skapinn, eggjatínslu, veiðiferðir,
smölun og það skemmtilegasta
var að fá að leika inn í hlöðu þegar
þú varst eitthvað að fást við roll-
urnar – sem við höfðum kannski
minni áhuga á. Ein minning sem
stendur upp úr, þá sérstaklega hjá
Brynjari, var í einum af bíltúrum
ykkar um Grundarbotninn þar
sem þú bentir á Svarta hnjúk og
spurðir Brynjar hvort hann vildi
ekki eiga hann. Enn þann dag í
dag bendir Brynjar stoltur á
hnjúkinn og segir vinum sínum að
hann hafi verið gjöf frá afa.
Þér þótti heldur ekki leiðinlegt
þegar Birna var að læra snyrti-
fræði og það þurfti ekki mikið til
að fá þig til að vera tilraunadýr hjá
henni hvort sem það var í andlits-
meðferðum, nuddi eða naglalökk-
un. Það má segja að þú hafir verið
mikill nautnaseggur.
Berglind var svo heppin að
fæðast á afmælisdaginn þinn sem
gerði daginn ennþá sérstakari fyr-
ir ykkur bæði. Aldrei leið sá af-
mælisdagur sem að þið hringdust
ekki á eða hittust til að óska hvort
öðru til hamingju með daginn.
Merkilegast var að kennitölurnar
voru eins fyrir utan fæðingarárið
– voru nokkur ár þar á milli.
Okkur hefur alltaf þótt ótrú-
lega gott að koma til þín og ömmu
í sveitina þar sem þið tókuð okkur
alltaf með opnum örmum og það
verður skrítið að hafa þig ekki á
þínum stað við eldhúsborðið þeg-
ar við komum í heimsókn. Við er-
um öll sammála um að það hafi
alltaf verið ánægjulegt að eiga
samræður við þig því þú varst svo
minnugur og lumaðir alltaf á góð-
um sögum. Vænst þykir okkur þó
um það hvað þú sýndir okkur allt-
af mikinn áhuga og því sem við
vorum að gera í lífinu, hvort sem
það var fótbolti, vinna eða skóli.
Við lofum þér því að passa vel
upp á elsku ömmu okkar og minn-
ing um frábæran afa mun ávallt
lifa í hjarta okkar. Við vitum að
pabbi hefur tekið vel á móti þér og
það er gott að hugsa til þess að þið
vakið báðir yfir okkur.
Hvíldu í friði.
Berglind, Birna og Brynjar
Kristmundsbörn.
Síðsumars árið 2000 fluttumst
við fjölskyldan úr höfuðborginni
til Grundarfjarðar. Aðdragandinn
að því var skammur og ekki mikið
um húsnæði á lausu í bænum. Við
vorum svo einstaklega heppin að
rétt fyrir utan bæinn var hús á
lausu sem við fengum leigt og síð-
ar keypt og urðum þannig ná-
grannar þeirra Harðar og Laugu.
Betri nágranna er vart hægt að
hugsa sér, við vorum ekki búin að
vera nema tvær vikur í sveitinni
þegar þau komu heim á hlað til
okkar og færðu okkur stóra fötu
af bláberjum til að bjóða okkur
velkomin í sveitina. Það var auð-
vitað bara byrjunin því oftar en
ekki vorum við leyst út með eggja-
bakka eða öðru því um líku þegar
kíkt var í heimsókn að Hömrum.
Samgangur var nokkur á milli
bæjanna og fór svo að tveimur
yngri börnunum okkur fannst þau
hafa eignast þarna viðbótarömmu
og afa sem var afar kærkomið.
Hörður sagði okkur margar sögur
úr sveitinni og hvernig lífið hefði
verið þar á árum áður þegar hann
ólst þar upp. Eitt sinn fórum við í
bíltúr með þeim hjónum inn í Ber-
serkjahraun að æskuheimili
Laugu þar sem Hörður og Lauga
sögðu okkur söguna af því þegar
þeirra leiðir lágu saman og hvern-
ig hefði verið að komast á milli
bæja á þeim tíma. Það var ynd-
islegt að fylgjast með þeim rifja
upp þessar stundir með bros á vör
og blik í augum.
Þegar við fluttum til Reykja-
víkur að nýju hélt Freyr áfram að
stunda sína vinnu í Grundarfirði
og fékk þá húspláss á Hömrum
þar sem við settum okkar húsnæði
í útleigu. Þar lifði hann í vellyst-
ingum enda fer enginn svangur
frá Hömrum eins og allir vita sem
þangað hafa komið. Þeir Freyr og
Hörður gátu setið löngum stund-
um og rætt um útgerðina, aflann
eftir daginn og spekúlerað hvort
sjóveður væri framundan.
Við kveðjum Hörð með þakk-
læti fyrir samfylgdina og allar
þær stundir sem hann gaf okkur
fjölskyldunni.
Elsku Lauga, börn, tengda-
börn og fjölskyldur, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð. Við
trúum því að nú gangi Hörður
heill heilsu til móts við Krissa sem
tekur glaður á móti honum.
Guð veri með ykkur.
Kveðja.
Jarþr. Hanna, Freyr
og börn, Grund.
Hörður Pálsson
✝ SkarphéðinnValdimarsson
fæddist í Reykjavík
29. apríl 1933.
Hann lést á Landa-
koti 24. júní 2017.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Valdimar Tómas-
son vörubifreiða-
stjóri, frá Galtar-
hömrum í Gríms-
nesi, f. 13.9. 1896,
d. 30.4. 1987, og Jóhanna Sig-
urðardóttir húsmóðir, frá Klas-
barða í Vestur-Landeyjum, f.
27.2. 1896, d. 14.9. 1961. Þau
eignuðust 12 börn. Eftirlifandi
systkini Skarphéðins eru Dóra
Björg, f. 1925, Hanna Hafdís, f.
1930, Auður Bergþóra, f. 1931,
Ragnheiður Erna, f. 1935 og El-
ísa Edda, f. 1936. Látin eru:
Margrét, f. 1919, Sigríður
settur í Danmörku og Skarp-
héðinn, f. 1981. Á hann fimm
börn og er hann einnig búsettur
í Danmörku. 2) Ágúst, f. 25.11.
1957. Sonur hans og Þórdísar
Ólafsdóttur er Róbert, f. 1975
og á hann þrjá syni. Sonur
Ágústs og fyrrv. eiginkonu,
Guðmundu Birgisdóttur, er
Birgir, f. 1987. 3) Jóhann Þröst-
ur, f. 23.3. 1961. Sonur hans og
fyrrv. eiginkonu, Kristínar
Kristjánsdóttur, er Arnar
Snær, f. 1989. Dóttir Jóhanns
Þrastar og Þórdísar Brynjólfs-
dóttur er Íris Hadda, f. 1995. 4)
Ragnheiður Hildur (Rúrý), f.
15.6. 1964, d. 1.11. 2008. Dóttir
hennar og Gunnars Braga
Kjartanssonar, d. 2001, er Hild-
ur Imma og á hún tvö börn.
Dóttir Rúrýar og Inga Karls
Ingasonar er Anna María, f.
1998.
Skarphéðinn fór að vinna við
að keyra vörubíl um leið og
hann hafði aldur til og sinnti
því starfi í 45 ár.
Útför Skarphéðins fer fram
frá Áskirkju í dag, 6. júlí 2017,
klukkan 15.
Fjóla, f. 1920, Unn-
ur Hrefna, f. 1922,
Jóhannes Hörður,
f. 1923, Valdimar
Númi, f. 1926 og
Bragi Rafn, f. 1928.
Þann 28. apríl
1956 kvæntist
Skarphéðinn Hildi
Ágústsdóttur, f. í
Reykjavík 20.6.
1937. Foreldrar
hennar voru Ágúst
Sæmundsson f. 1908, d. 1992 og
Ragna Jónsdóttir, f. 1913, d.
1997. Börn Hildar og Skarphéð-
ins: 1) Ragna Dúfa, f. 22.12.
1955. Eiginmaður hennar er
Guðmundur Kjalar Jónsson,
fyrrv. skipstjóri, f. 19.10. 1945.
Þau eru búsett í Danmörku.
Synir Rögnu Dúfu og fyrrv. eig-
inmanns, Sveins Benedikts-
sonar, eru Benedikt, f. 1975, bú-
Með örfáum orðum langar mig
að minnast föðurbróður míns,
Skarphéðins Valdimarssonar,
sem lést 24. júní síðastliðinn.
Skarphéðinn, sem var sonur
hjónanna Jóhönnu Sigurðar-
dóttur og Guðm. Valdimars Tóm-
assonar vörubílstjóra, ólst upp í
stórum systkinahópi í Reykjavík
og hóf ungur að aka vörubílum,
sem varð svo hans ævistarf.
Mínar fyrstu minningar um
Skarpa eru einmitt tengdar vöru-
bílnum hans, hann hafði leyft mér
3-4 ára snáða að sitja í, meðan
hann var að aka efni í húsgrunn.
Og svo vildi ekki betur til en svo að
ég steyptist á hausinn út úr bíln-
um ofan í stórgrýti og Skarpi ók
mér til læknis sem stöðvaði mikla
blæðingu, með viðeigandi sauma-
skap. Þá eru mér líka minnisstæð-
ar ferðir með Skarpa og pabba
niður á Hafnarsand að sækja sand
fyrir múrara. Þeir bræður hand-
mokuðu af miklu kappi sandhlass-
inu á bílinn og voru í hörku
keppni, en á leiðinni heim var sleg-
ið á létta strengi. Og það var ein-
mitt einkenni Skarpa, glaðværðin
sem ríkti í kringum hann, hjálp-
semi og góðvild.
Á seinni árum er margar minn-
ingar tengdar sumarbústað þeirra
hjóna í Borgarfirði, þangað var
gaman að koma og ætíð tekið vel á
móti okkur. Bústaðurinn reyndar
einstaklega hlýlegur og vel í sveit
settur og húsráðendur örlátir á
viðurgjörning og glaðværð.
Þannig minnist ég Skarphéðins
Valdimarssonar og sendi Hildi og
börnunum og öðrum aðstandend-
um samúðarkveðjur frá okkur
hjónum.
Valdimar Bragason og
Hafdís Marvinsdóttir,
Selfossi.
Skarphéðinn
Valdimarsson
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
MARÍA HAFDÍS RAGNARSDÓTTIR,
Lómatjörn 3,
Reykjanesbæ,
lést 1. júlí eftir stutta baráttu við
krabbamein.
Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 12. júlí
klukkan 13.
Sveinbjörn Þórisson
Ragnar Ómarsson
Þórir Sveinbjörnsson Kristjana Dögg Hafþórsdóttir
Sóley Sveinbjörnsdóttir Kenneth W. Frederick
Bjarni St. Sveinbjörnsson Thelma Karen Kristjánsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐBRANDUR ORRI VIGFÚSSON,
Grænuhlíð 11,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum háskóla-
sjúkrahúsi laugardaginn 1. júlí.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 10. júlí
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á
Krabbameinsfélagið.
Unnur Kristinsdóttir
Vigfús Orrason Guðrún Ósk Óskarsdóttir
Hulda Orradóttir
Unnur Álfrún Huldudóttir
Margrét Álfdís Huldudóttir
Álfhildur Iða Huldudóttir
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EINAR ÓSKARSSON
frá Firði,
Borgarbraut 50a, Borgarnesi,
andaðist á lungnadeild Landspítalans í
Fossvogi mánudaginn 26. júní.
Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju
mánudaginn 10. júlí klukkan 14.
Ása Sigurlaug Halldórsdóttir
Sigurrós Einarsdóttir Árni Eyfjörð Ragnarsson
Thorberg Einarsson Júlíanna Þ. Ólafsdóttir
Bergljót Ólafía Einarsdóttir Ragnar Friðrik Franklínsson
og afabörn
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
HALLGRÍMUR BOGASON,
Heiðarhrauni 28,
Grindavík,
lést á Landspítala við Hringbraut 2. júlí.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 10. júlí
klukkan 14.
Þórhildur Rut Einarsdóttir
Bogi G. Hallgrímsson
Óskar Einar Hallgrímsson Elísa Ýr Sverrisdóttir
Bogi G. Hallgrímsson Bryndís Rán Birgisdóttir
Reynir Daði Hallgrímsson Sigrún Lilja Guðjónsdóttir
Helga Rut Hallgrímsdóttir
Harpa Rakel Hallgrímsdóttir Alfreð Behrend
afabörn og systkini
Okkar ástkæri
JOSEPH LEE LEMACKS
verslunarmaður,
Dofraborgum 15, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 30. júní.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. júlí
klukkan 13.
Eygló Jósephsdóttir
Agnar Tr. Lemacks Kristjana B. Stefánsdóttir
Árný Elsa Lemacks Hilmar Thor Hilmarsson
Böðvar Darri Lemacks Ingadóra Snorradóttir
og barnabörn