Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Við tókum upp setningarathöfnina og náðum þar einhverri fjölmenn- ustu senu íslenskrar kvikmynda- sögu,“ segir Gunnar Helgason rit- höfundur þegar blaðamaður nær tali af honum þar sem hann var staddur á Orkumótinu í Vest- mannaeyjum í tökum fyrir kvik- myndina Víti í Vestmannaeyjum. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu sem er fyrsta bókin í metsölubókaflokki Gunnars um Jón Jónsson og félaga hans. Bragi Þór Hinriksson, sem áður hefur m.a. leikstýrt kvikmyndunum vinsælu um Sveppa, Villa og Góa, leikstýrir Víti í Vestmannaeyjum en sjálfur segist Gunnar vera fótbolta- „choreographer“. Samhliða tökum á kvikmyndinni eru þeir að taka upp sjónvarpsþætti þar sem meiri áhersla verður lögð á sögu ákveðinnar persónu. „Við ákváðum á síðustu stundu að skrifa aukasögu um Rósu. Hún lendir í þeirri aðstöðu að geta bjargað lið- inu sínu með því að spila en það er náttúrlega ekki leyfilegt. Þættirnir munu því snúast meira um hennar baráttu fyrir því að fá að spila á mótinu,“ segir Gunnar og hrósar leikkonunni Íseyju Heiðarsdóttur í hástert, en hún er 11 ára gömul fót- boltastelpa úr Vestmanneyjum og fer með hlutverk Rósu. Mikil orka á settinu „Þetta er öðruvísi en að vinna með fullorðnum,“ segir Gunnar þeg- ar hann er spurður að því hvernig sé að vinna með börnunum. „Þau eru náttúrlega bara frábær. Það er mikil orka á settinu, um leið og tök- um lýkur vilja þau ólm fara að spila fótbolta. Þetta eru góðir krakkar sem við erum með og frábærir ein- staklingar svo þetta er bara ógeðs- lega gaman.“ Gunnar segir Braga duglegan að fókusa á hvernig hægt sé að ná sem mestu út úr mótinu sjálfu. „Við er- um að skjóta senur sem gerast á mótssvæðinu til að ná mannfjöld- anum og þessum flotta bakgrunni. Við förum á kvöldvökurnar og liðið í kvikmyndinni, Fálkar, spilar alvöru- leiki.“ Að sögn Gunnars eru Fálkar búnir að spila leik við liðið Þór frá Akureyri sem var allur tekinn upp. „Leikurinn var stórkostlegur. Við tökum fótboltann aðeins öðruvísi upp, við kannski eltum eina persónu og sjáum hvernig henni líður í leiknum því gangur leiksins hefur svo áhrif á framvindu sögunnar ut- an vallar.“ Geta valið úr mörkum Hann segir Þórsarana hafa staðið sig frábærlega og þeir hafi meðal annars fengið atriði sem þá dreymdi ekki um að fá. Þó að vænt- ingarnar hafi verið miklar hafi leik- urinn tekist helmingi betur en þeir væntu. – En eru úrslit leikjanna fyrir- fram ákveðin? „Nei, úrslitin voru ekki ákveðin fyrirfram en okkur vantaði þrjú mörk í leikinn. Við fengum sex svo nú getum við valið úr.“ Aðspurður hvort ekki verði trufl- un frá mannfjöldanum af mótinu segir Gunnar svo ekki vera. Börnin séu mjög kurteis og sætti sig við það ef þau eru beðin að hafa lægra. „Það eru allavega allir kátir ennþá eftir einn dag á mótinu. Ég held að börnunum finnist þetta bara ennþá meira spennandi mót fyrir vikið.“ Gunnar vill þakka þátttakendum á Orkumótinu og aðstandendum þeirra fyrir að taka þátt í ævintýr- inu með þeim. „Það gladdi mig ólýs- anlega þegar við vorum búin að taka upp kvöldvökuna og strákarnir hópuðust upp á svið til mín til að segja mér að þetta hefði verið geð- veikt gaman og einn hreinlega öskraði á mig að þetta hefði verið besta kvöld lífs síns.“ Eyjarnar skarta sínu fegursta Gunnar segir tökuliðið hafa verið frekar heppið með veður fyrir utan fyrstu tökudagana áður en mótið hófst þegar það var hálfgert óveður. „Upptökurnar töfðust þá aðeins en við erum búin að vinna það upp nú þegar. Undanfarnir dagar eru svo búnir að vera alveg dásamlegir, eyjarnar skarta sínu fegursta sem er stórkostlegt fyrir myndina.“ Að lokum nefnir blaðamaður að Þórhallur Gunnarsson, aðalfram- leiðandi hjá Sagafilm, hafi nýlega haft orð á því í útvarpsþættinum Magasín á K100 að kvikmyndin væri jafnvel á leið í útrás. „Ég veit ekkert um þessa útrás, ég las þetta bara á mbl.is og veit ekkert meira en það. Sagafilm er stórt og öflugt fyrirtæki. Þau eru góð í þessu og ég bara treysti því að þetta fari um all- an heim, það er minn draumur. Þór- hallur ýjaði að því að ég væri með miklar væntingar og það er alveg rétt hjá honum,“ segir Gunnar og að hann hefði mikla trú á verkefn- inu sem hefði bara aukist eftir að tökur hófust. „Ég er alveg viss um að þetta verður stórkostleg kvik- mynd. Er eitthvað skrýtið að segja það?“ spyr hann að lokum og hlær. Ljósmyndir/Sagafilm „Mikil orka á settinu“  Gunnar Helga- son er á fullu við tökur á Víti í Vest- mannaeyjum Fræg Leikmenn Fálka og Fylkis fá stjörnur í augun þegar þeir hitta Margréti Láru Viðarsdóttur, landsliðskonu í knattspyrnu, á bryggjunni í Eyjum. Hressir Gunnar Helgason eldhress að vanda með nokkrum ungum leikurum kvikmyndarinnar, þeim Páli Steinari, Viktori, Lúkasi og Róberti. Búningalausir Leikmenn Fálka þurfa að spila fyrsta leik móts- ins í venjulegum fötum. Í dag, fimmtudag, klukkan 17 verð- ur opnuð í Flóa í Hörpu myndlistar- sýningin Háflæði. Á henni eru verk sjö ungra íslenskra listamanna sem sýna málverk, teikningar skúlptúra og innsetningu. Listamennirnir eru þau Dýrfinna Benita, Qwick, Aðal- heiður Daly, Ýmir Grönvold, Krist- ín Morthens, Rögnvaldur Skúli og Nanna MBS. Hluti hópsins hefur áður sýnt í Hörpu undir sama heiti fyrir fjórum árum. Í texta í sýningarskrá skrifar Guðmundur Oddur, Goddur, meðal annars: „Þessi kynslóð sem hér sýn- ir […] vill betri heim. Hún vill skapa sér rými fyrir frjálst flæði án út- skýringa eða réttlætinga fræði- kenninga þar sem skrifin verða fyrirferðameiri en listaverkin. Þau sýna ekki hræðslu fyrir komandi tímum.“ Ungir myndlistarmenn sýna í Hörpu Morgunblaðið/Einar Falur Háflóð Listamennirnir í Flóa, salnum í Hörpu þar sem þeir sýna verk sín. Tónlistarmaðurinn Teitur Magnús- son heldur tónleika á Húrra í kvöld og mun á þeim syngja og spila lög af væntanlegri breiðskífu sinni sem kemur út í haust. Teitur kemur fram ásamt hljómsveit en áður en að tónleikunum kemur mun Árni Vilhjálmsson, þekktur af störfum sínum með leikhópnum Kriðpleir og hljómsveitinni FM Belfast, koma fram en hann er að leggja lokahönd á sína fyrstu sóló- plötu. Á milli tónleika þeirra Árna og Teits mun ljóðskáldið Lommi lesa upp ljóð en hann gaf nýverið út ljóðabókina Sprungur. Húsið verður opnað kl. 20 og dagskrá hefst kl. 21. Teitur, Árni og Lommi á Húrra Vinir Árni og Teitur verða á Húrra í kvöld og líka ljóðskáldið Lommi. SÝND KL. 5, 8, 10. 40 SÝND KL. 10.20 SÝND KL. 8 Miðasala og nánari upplýsingar 5% ÍSL. TAL SÝND KL. 2 ÍSL. 2D KL. 2, 4, 6 ÍSL. 3D 2, 4 ENSK. 2D KL. 6, 8, 10 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Um 3000 þjónustufyrirtæki eru á skrá hjá finna.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.