Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is RENAULT MEGANE SPORT TOURER nýskr. 02/2017, ekinn 2 Þ.km, bensín, 6 gíra beinskiptur. Verð 2.790.000 kr. Raðnúmer 230447 - Fleiri litir í boði! MAZDA 3 VISION nýskr. 05/2016, ekinn 51 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 2.880.000 kr. Raðnúmer 256498 BMW 118D nýskr. 05/2014, ekinn 87 Þ.km, dísel, sjálfskiptur (8 gíra). Verð 2.950.000 kr. Raðnúmer 256564 NISSAN NAVARA nýskr. 08/2015, ekinn 19 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, sóllúga, ný dekk. Tilboðsverð 4.990.000 stgr. Ásett 5.690 þkr. Raðnúmer 256572 LEXUS RX450H F-SPORT nýskr. 04/2015, ekinn 26 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Mjög vel búinn! Verð 8.990.000 kr. Raðnúmer 230442 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is Herslulykill 18V Hentar vel til að losa felgurær og fleira. Átak 400 Nm, 3 átaksstillingar. Kemur með 1,5Ah rafhlöðu, hleðslutæki og lofttoppar 17, 19, 21mm. RB 5133002476 29.850.- Áður 33.690.- Verkfærasett 18V Frábært sett með borvél 50Nm, stingsög , hjólsög 165mm og ljósi. Kemur með 1x4,0Ah og 1,5Ah rafhlöðum og hleðslutæki. RB 5133002381 69.950.- Áður 75.900.- Refsiaðgerðum grannríkjanna gegn Katar verður haldið áfram eftir að stjórnvöld í Doha höfnuðu úrslita- kostunum sem þeim höfðu verið settir og sögðu kröfurnar óraunhæf- ar. Ríkin fjögur á Arabíuskaganum saka Katar um að ógna stöðugeika í heimshlutanum með því að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum. Kat- ar neitar öllum ásökunum ríkjanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna fjög- urra; Sádi-Arabíu, Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna, Barein og Egyptalands, hittust á fundi í Kaíró í gær þar sem svörin frá Katar voru rædd. Ráðherrarnir kváðust harma neikvæð viðbrögð stjórnvalda í Doha og sögðu þau greinilega ekki skilja alvöru málsins. Ríkin ákváðu að slíta tengsl við Katar í byrjun síðasta mánaðar og settu viðskiptaþvinganir á landið. Í kjölfarið sendu ríkin stjórnvöldum í Katar lista með þrettán kröfum sem ríkið þyrfti að uppfylla svo tengslum yrði aftur komið á. Meðal krafnanna var að Katar hætti stuðningi við hryðjuverkasam- tök, þar á meðal Bræðralag múslima og Hamas. Þá var þess krafist að fréttastöðinni Al Jazeera yrði lokað og dregið yrði úr tengslum við Írana. Þá kröfðust ríkin þess að stjórnvöld í Katar hættu að skipta sér af málum landanna fjögurra og hætt yrði að veita borgurum landanna ríkisborg- ararétt í Katar. Auk þess var farið fram á að byggingu tyrkneskrar her- stöðvar í Katar yrði frestað. Mohammed bin Abdulrahman al- Thani, utanríkisráðherra Katar, kvaðst búast við frekari refsiaðgerð- um frá grannríkjum en sagði að þær yrðu að samræmast alþjóðalögum. Hann sagðist vilja viðræður við ríkin um lausn deilunnar. urdur@mbl.is Refsiaðgerðum haldið áfram  Katar telur kröfurnar óraunhæfar AFP Fundur Utanríkisráðherrar ríkjanna fjögurra funduðu í Kaíró. „Velkomin til heljar“ er yfirskrift mótmæla sem staðið hafa yfir í Hamborg síðustu daga í tilefni af fyrir- huguðum G20-fundi tuttugu helstu iðnríkja heims, sem hefst í borginni á morgun. Segja má að mótmælendum hafi tekist vel að skapa rétta stemningu en mótmælin minna einna helst á senu úr uppvakningamynd. Leiðtogafundur G-20-ríkjanna hefst á morgun AFP G-20-fundinum mótmælt í Hamborg Erlendum krabbameinssérfræðing- um verður heimilað að koma til Kína og veita andófsmanninum Liu Xi- aobo meðferð. Liu var dæmdur í ellefu ára fang- elsi árið 2009 fyrir að kalla eftir lýð- ræðislegum umbótum í Kína. Árið 2010 hlaut hann friðarverðlaun Nób- els en eiginkona hans, Liu Xia, hefur setið í stofufangelsi síðan maður hennar hlaut verðlaunin. Hún hefur þó aldrei verið ákærð. Xia fékk hjartaáfall árið 2014 en það ár var hún einnig greind með þunglyndi. Liu Xiaobo hefur aldrei fengið leyfi til þess að vitja friðarverð- launanna en kínverk stjórnvöld for- dæmdu verðlaunin á sínum tíma og bönnuðu samskipti við Noreg í nokk- ur ár. Fjölskyldan óskaði eftir aðstoð Liu greindist með ólæknandi lifr- arkrabbamein í maí á þessu ári og fékk þá að fara úr fangelsinu á spít- ala í Shenyang-héraði. Yfirvöld í Kína segja hann undir eftirliti fær- ustu krabbameinslækna héraðsins. Fjölskylda hans óskaði hins vegar eftir aðstoð erlendra sérfræðinga, sem nú hefur verið veitt leyfi til að koma til landsins og sjá um krabba- meinsmeðferð Liu. Sérfræðingarnir koma frá Bandaríkjunum, Þýska- landi og víðar. Kínversk stjórnvöld hafa sætt harðri gagnrýni fyrir meðferðina á Liu. urdur@mbl.is Nóbelsfangi fær læknisaðstoð  Dæmdur fyrir að kalla eftir umbótum AFP Mótmæli Stjórnvöld í Kína hafa sætt gagnrýni fyrir fangelsun Liu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.