Morgunblaðið - 06.07.2017, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017
✝ Ester Eva Hallfæddist í
Reykjavík 13. sept-
ember 1988. Hún
lést á Mount Aub-
urn-spítala í Boston
2. júní 2017 eftir
stutta en erfiða
baráttu við maga-
krabbamein.
Foreldrar henn-
ar eru Rósella
Mosty, f. 28. októ-
ber 1964, og eiginmaður henn-
ar Ágúst Felix Gunnarsson, f. 6.
apríl 1964. Systur Esterar Evu
eru: Aníta Mist, f. 24. október
2000, og Tanya Líf, f. 11. des-
ember 2003.
ur sinni og bjó þar í 22 ár. Þar
lauk hún sínu grunnskólanámi
árið 2007 í Newton, Massachus-
etts. Hún útskrifaðist sem iðn-
hönnuður úr Massachusetts
College of Art and Design í maí
2016.
Ester Eva starfaði fyrir sam-
tökin Children International
Dialogue Direct við að finna
stuðningsfjölskyldur fyrir bág-
stödd börn úti í heimi. Einnig
starfaði hún sem fyrirsæta í
mörg ár fyrir Click Model Ma-
nagement og Model Club Inc.
Árið 2008 bjó Ester Eva um sex
mánaða skeið á Íslandi og tók á
þeim tíma þátt í ungfrú Reykja-
vík og ungfrú Ísland.
Minningarathöfn Esterar
Evu fer fram í Bústaðakirkju í
dag, 6. júlí 2017, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Faðir Esterar er
Gunnar Gunnars-
son, f. 2. maí 1962.
Dóttir hans er
Sara Dís, f. 14. des-
ember 1996.
Hinn 30. maí
2017 giftist Ester
Eva Spencer Hall,
f. 24. júní 1989.
Synir þeirra eru
Óðinn Alexander,
f. 11. desember
2013, og Viktor Þór, f. 19. ágúst
2016. Eftirlifandi eiginmaður
hennar og synir eru búsettir í
Boston.
Ester Eva fluttist til Banda-
ríkjanna 6 ára gömul með móð-
Elsku yndislega Ester Eva
mín, hvernig á ég að trúa því að
þú sért farin að eilífu og komir
aldrei aftur? Ég efast um að ég
eigi nokkurn tímann eftir að
skilja að þú, einungis 28 ára göm-
ul, tveggja barna móðir, nýgift í
blóma lífsins hafir verið tekin frá
okkur.
Ég á eftir að sakna þess að sjá
ekki fallega brosið þitt, heyra
ekki hlátur þinn. Við töluðum
mikið saman um lífið og tilveruna,
trúna og reyndum að skilja
hvernig það gat verið að þú hefðir
fengið krabbamein af öllum. Við
grétum mikið saman og alltaf
hughreystir þú mig. Trú þín var
ótrúleg, þú trúðir á Guð og reynd-
ir að hjálpa mér við að finna mína
trú aftur sem ég missti eftir að þú
greindist, þú trúðir því að þú
myndir sigra þetta krabbamein
því þú áttir svo margt eftir að
gera í lífinu. Þið Spencer ætluðuð
að gifta ykkur 3. júní og skipu-
lagningin var mikil fyrir brúð-
kaupið, þú vildir gera allt sjálf. Þú
föndraðir og bjóst til hluti sem
áttu að vera í brúðkaupinu, þú
varst svo hugmyndarík og vissir
alveg hvernig þú vildir hafa hlut-
ina. Þú stressaðir þig aldrei yfir
neinu og sagðir alltaf við mig:
„Mamma, ekki hafa áhyggjur,
þetta reddast allt.“ Þú áttir eftir
að fá að ala syni þína upp og sjá þá
vaxa úr grasi. Elsku Ester Eva
mín, við pabbi þinn og systur
munum hjálpa Spencer við að ala
þá upp og virða þínar óskir. Við
munum halda íslenskunni að þeim
eins og þú gerðir.
Þér þótti einstaklega vænt um
landið þitt, Ísland, ykkur langaði
að prófa að búa hérna því þú dáð-
ist að frelsinu. Þú varst dásamleg
móðir, alltaf svo blíð og þolinmóð
enda voru þeir þitt líf.
Sem barn varstu alltaf svo
uppátækjasöm, þú fannst þér allt-
af eitthvað að gera og þurftir ekk-
ert endilega á félagsskap að
halda.
Við ferðuðumst mikið á þínum
yngri árum, en þín skemmtileg-
ustu sumur voru þegar þú fórst í
sumarbúðir þrjú ár í röð, enda
mikið náttúrubarn. Þið Spencer
voruð dugleg að fara í útilegur,
Óðinn Alexander fór með ykkur
eftir að hann fæddist og var plan-
ið að fara núna í sumar með Vikt-
or Þór í sína fyrstu útilegu.
Þú varst fyrirmynd systra
þinna og alltaf til staðar fyrir þær.
Ég vissi að þú yrðir frábær móðir
þegar kæmi að þér.
Einlægni þín og góðmennska
einkenndu þig, þú máttir aldrei
neitt aumt sjá, þér var umhugað
um alla. Þú spjallaðir við fólkið í
vegatollinum og spurðir út í dag-
inn hjá þeim, þú talaðir við heim-
ilislausa, þú sýndir öllum virðingu
og skartaðir þínu fallega brosi til
allra.
Þú varst mikill listamaður,
teiknaðir og málaðir, samdir ljóð
og skrifaðir barnabók um ís-
lenska álfa og myndskreyttir
hana sjálf. Þú barðist eins og
hetja í veikindum þínum, tókst á
öllu með jákvæðni, hugrekki og
styrkleika. Þú varst dýrkuð og
dáð af öllum á spítalanum.
Mig langar að kveðja þig, ástin
mín, með kvæðinu okkar sem ég
söng fyrir þig frá því þú fæddist
og þar til þú lést.
Sofðu unga ástin mín,
úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar næt-
ur.
(Jóhann Sigurjónsson.)
Nú ertu loksins frjáls, engillinn
minn. Ég elska þig, elsku Ester
Eva mín. Þín,
mamma.
Hinn 2. júní 2017 hrundi veröld
mín, dagurinn sem þú varðst að
engli. Hver einasta minning hellt-
ist yfir mig og í dag held ég fast í
hverja einustu og allt það sem þú
skildir eftir.
Þú kenndir mér svo margt og
áttir þinn þátt í að móta mig, gera
að þeirri persónu sem ég er í dag.
Þú kenndir mér að taka ekkert
sem sjálfsagðan hlut þar sem að
lífið er svo verðmætt. Þú kenndir
mér að taka eftir smáatriðunum
því þau skipta höfuðmáli.
Ég leit alltaf upp til þín sem
barn og langaði að vera eins og
þú, ég klæddi mig í fötin þín og
hlustaði á þína tónlist. Þú varst
alltaf til staðar fyrir mig, sérstak-
lega þegar mér fannst eins og all-
ir væru búnir að gefast upp á mér.
Ef ég datt þá komstu hlaupandi
til mín, ef ég var eitthvað óviss um
framtíð mína þá tókstu þér tíma
til að spjalla og hughreysta mig,
þegar það varst þú sem varst
kvalin.
Ég er svo týnd án þín en ég
gerði mér ekki grein fyrir því
hversu mikið ég þarfnaðist þín
fyrr en þú varst farin. Ég vissi
ekki að veröldin gæti umturnast
svona fyrr en það gerðist, þú
varst ekki lengur hér. Þú varst
týpan sem spilaði allt eftir eyr-
anu, þú fléttaðir á mér hárið á þín-
um erfiðustu dögum. Þú varst
yndislegasta manneskja sem fólk
hafði hitt, á þínum verstu dögum
vildirðu vita hvernig ég hefði það.
Þú varst ein sú jákvæðasta mann-
eskja sem ég þekkti, þú fannst
alltaf það góða í hinum verstu að-
stæðum. Þú varst ein sú skemmti-
legasta sem ég þekkti, fannst allt-
af eitthvað til að gera. Við höfum
gengið í gegnum margt saman og
minningarnar eru endalausar.
Við deildum svo mörgu með hvor
annarri og það eru svo margar
sögur til af okkur sem ég mun
taka með mér inn í lífið.
Þú átt yndislegustu börn sem
ég hef kynnst, þá Óðin Alexander
og Viktor Þór, með Spencer sem
ég er svo ánægð með að geta kall-
að mág minn. Þeir munu eiga svo
mikið af myndum, upptökum,
sögum og fólki til að hjálpa þeim
að muna eftir þér þar sem þú ert
ógleymanleg. Ég mun sjá til þess
að þeir gleymi þér aldrei og taki
með sér inn í framtíðina allt það
besta frá þér. Ég veit að hvar sem
þú ert þá fylgistu með þeim vaxa
og verðir alltaf við hlið þeirra.
Hvert skipti sem ég sá þig með
sonum þínum dáðist ég að því
hversu frábær og umhyggjusöm
móðir þú varst. Þú varst oft eins
og mamma mín þegar ég var
yngri, sást um mig og ég mun
aldrei gleyma því. Ég mun vera til
staðar fyrir þá, rétt eins og þú
gerðir værir þú enn hér. Ég gerði
mér ekki grein fyrir því hversu
mörgum þótti vænt um þig, en
það var ótrúlegur fjöldi. Ég sakna
allra knúsanna þinna, kossana og
„I love you’s“. Ég sakna þess þeg-
ar þú gerðir fastar fléttur í mig og
allra löngu samtalanna okkar. Ég
sakna skrýtnu danssporanna
þinna og þegar þú aðstoðaðir mig
með fatavalið. Ég sakna þess að
sjá ekki fallega brosið þitt, sakna
hlátursins sem ég þekkti úr mílu
fjarlægð. Ég sakna þess að heyra
þig segja að ég sé falleg.
Mest af öllu sakna ég þín, hér
hjá mér, verandi besta systirin
sem þú varst. Ég sakna þín, elsku
stóra systir mín, og „I love you to
the moon and back, baby girl“ (ég
elska þig út í geim og aftur heim,
„baby girl“).
Þín systir,
Tanya Líf.
Elsku Ester Eva, ég veit ekki
hvar ég á að byrja þar sem þú ert
svo frábær, jákvæð og einstök
manneskja. Þú snertir svo marga
með þínu fallega hjarta, en það
var eitt af þínum helstu kostum,
þú náðir að tengjast fólki á svo
marga vegu. Fólk elskaði návist
þína, þú áttir auðvelt með að hafa
gaman að lífinu og vera þú sjálf.
Ég á góðar minningar frá því þeg-
ar við dönsuðum saman, sungum,
áttum kósý systrakvöld, fórum í
vatnsblöðrustríð og ég stalst í
snyrtidótið þitt. Þú varst sú sem
ég leit upp til, þú varst mín fyr-
irmynd. Ég mátaði fötin þín og
notaði snyrtivörurnar þínar,
hlustaði á þína tónlist, í raun lang-
aði mig að vera eins og þú. Þú
gerðir mig að þeirri manneskju
sem ég er í dag og hefur hjálpað
mér svo mikið í gegnum árin. Allt
mitt líf hef ég vitað að ég hef get-
að leitað til þín með allt, vitandi
það að þú varst til staðar fyrir
mig. Ég vildi vera til staðar fyrir
þig í gegnum allt á allan þann hátt
sem ég gat. Ég man í hvert skipti
sem ég hélt í höndina á þér á spít-
alanum, að ég vildi ekki sleppa.
Ég fann til huggunar og væntum-
þykju bara með því að halda í
höndina á þér. Ég varðveiti þessi
augnablik sem ég átti með þér.
Ég vildi ekki taka neinu sem sjálf-
sögðum hlut. Þessi tilvitnun
minnir mig alltaf á þig: „Life is
like a book, some chapters sad,
happy and even exciting, but if
you never turn the page you ne-
ver know what the next chapter
holds.“ (Lífið er eins og bók, sum-
ir kaflar sorglegir, ánægjulegir
og jafnvel spennandi, en ef þú
flettir aldrei blaðsíðunni þá veistu
ekki hvað næsti kafli felur í sér.)
Lífið er ekki alltaf dans á rós-
um en allt hefur sinn tilgang. Við
skiljum kannski ekki þessar að-
stæður, og í raun erum við
kannski ekki ánægð með þessar
aðstæður, en við eigum alltaf hvor
aðra að. Okkar systrasamband er
órjúfanlegt. Engin orð fá því lýst
hversu þakklátar við systur erum
fyrir allt sem þú gerðir fyrir okk-
ur. Við vorum einstaklega heppn-
ar að eiga þig sem stóru systur
okkar. Þú varst elskuð og dáð af
öllum, elsku systir mín. Ég elska
þig að eilífu.
Þín systir,
Aníta Mist.
Elsku Ester Eva, engillinn
minn.
Já, þú varst svo sannarlega
engill með hjarta úr gulli. Ég veit
ekki um góðhjartaðri manneskju
en þig. Það var svo yndislegt að
vera í kringum þig. Þú fékkst ein-
hvern veginn alla til að láta sér
líða vel með yndislegri nærveru
þinni, gullfallega brosinu þínu og
innilega hlátrinum þínum.
Þegar ég bjó hjá ykkur í Bost-
on sá ég til dæmis hversu listræn
og hæfileikarík þú varst. Þú mál-
aðir og teiknaðir alveg frábærar
myndir og listaverk og gast dottið
inn í einhver verk tímunum sam-
an. Ég man oft þegar þú fórst að
lita með litlu systrum þínum, þá
varst þú oft ein eftir við eldhús-
borðið ennþá að lita en systur þín-
ar löngu farnar að gera eitthvað
annað. Þú varst klárlega með
sköpunargáfu og full af alls konar
hugmyndum. Það átti því svo vel
við þig að fara í frekara nám í
hönnun í Mass College of Art and
Design. Þú kláraðir það nám eins
og sönn víkingagyðja með einn
lítinn gutta, Óðin Alexander og
svo ólétt að Viktori Þór.
Þá fékk ég einnig að fara í ófá
bíltúra með þér í Boston. Bæði til
þess að vinna með þér í bakaríinu
og svo til þess að fara með þér í
æfingaakstur. Þetta voru yndis-
legir bíltúrar því þá gátum við
spjallað um allt og ekkert og fullt
af gullkornum varð til í þessum
bíltúrum. Má þar t.d. nefna þegar
þú í einlægni þinni sagðir við mig
að það væri nú bara ekkert svo
slæmt að vera ruslakarl/kona. Við
fjölskyldan vitum nú öll hvað þú
áttir við þar. Á Adams street var
hirt upp rusl alla fimmtudaga og
þér fannst bara svo flott að geta
unnið bara á fimmtudögum.
Þegar að þú komst svo til Ís-
lands til að vera hérna í smátíma
þá bjóstu meðal annars heima hjá
mér og Laini Marie og það var
svo yndislegt að fá að hafa þig. Þú
hafðir þann eiginleika að getað
dregið fram það besta í öllum og
vildir öllum svo vel. Frænku-
kvöldin okkar í Kríuhólum voru
yndisleg og ég er svo þakklát fyr-
ir allar hlýju og yndislegu minn-
ingarnar sem ég á þaðan með þér.
Dýrmætast af öllu var þó að
hafa fengið að hitta þig núna í
mars. Bæði fékk ég að eiga dýr-
mætar stundir með þér og strák-
unum ykkar Spencers, en einnig
fékk ég enn og aftur að sjá nýjar
hliðar á þér. Ég sá hversu ynd-
isleg mamma þú varst. Þið Spen-
cer eigið svo yndislega stráka og
það var einstakt að sjá að þrátt
fyrir lítið sem ekkert þrek varstu
að leika við þá eða baka með þeim
smákökur. Þá var einnig aðdáun-
arvert að sjá hversu fallegt sam-
band ykkar Spencers var og
hversu ástfangin þið voruð. Ég sá
einnig hversu ótrúlega sterk og
hugrökk þú varst í þessum veik-
indum. Þú barðist allan tímann en
samt á svo jákvæðan hátt. Ekki
einu sinni heyrði ég þig kvarta
undan einu eða neinu.
Þú ert einstök, elsku Ester
Eva mín. Það er enginn eins og þú
og nú er stórt skarð höggvið í fjöl-
skylduna okkar núna. Orð fá ekki
lýst hversu mikið ég sakna þín.
En minningarnar um þig munu
lifa áfram í hjarta mínu og þær
munu einnig lifa áfram í strákun-
um ykkar Spencers.
Hvíl þú í friði, elsku engillinn
minn. Ég veit að þú vakir yfir
okkur.
Ég elska þig endalaust, Ester
Eva mín. Þín frænka,
Sandra María.
Elsku yndislega, litla frænka
mín, Ester Eva. Ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vera
stóra frænka þín og fyrir að hafa
verið partur af þínu lífi. Þú varst
ekki nema sex ára gömul þegar
þið mamma þín fluttuð til Boston
og hófuð þar nýtt líf með Gústa.
Þú varst líka hörð á því að þið
mamma þín væruð báðar að fara
að giftast Gústa og að sjálfsögðu
fékkst þú einnig morgungjöf frá
honum. Þau voru ófá skiptin sem
ég kom út til ykkar á sumrin,
fyrst ég ein og svo með börnin
mín og alltaf varst þú tilbúin að
lána okkur herbergið þitt. Þú
varst svo mikið yndi í alla staði.
Einlægari manneskju er erfitt að
finna. Alltaf varst þú tilbúin að
föndra og leika með öllum stelp-
unum og þér fannst það nú ekki
leiðinlegt. Þú varst alltaf svo
rosalega listræn og uppátækja-
söm og allt sem þú gerðir gerðir
þú svo vel. Þegar þú sagðir mér
að þú værir að skrifa barnabók
um álfa fannst mér tilvalið að
segja þér frá minni upplifun af
álfum og þú hlustaðir með hjart-
anu og þú skrifaðir söguna og
auðvitað teiknaðir þú myndirnar
líka. Þér fannst svo frábært að ég
hefði hitt og séð álfa. Ekki ein-
göngu varst þú svo innilega ein-
læg heldur varstu líka mjög
skipulögð að mörgu leyti. Þegar
mamma þín kom til Íslands fórst
þú alltaf og endurraðaðir og
skipulagðir eldhússkápana henn-
ar mömmu þinnar og hentir því
sem þú taldir að væri óþarfi.
Mamma þín var nú ekki ýkja
ánægð með þetta frumkvæði þitt
en þetta gerðir þú aftur og aftur.
Jákvæð og þolinmóð varstu með
eindæmum og móðir jörð var þér
mikilvæg. Þú varst svo mikið
náttúrubarn. Þú varst svo ósér-
hlífin og hugsaðir alltaf meira um
þarfir annarra á undan þínum.
Þegar þú varðst veik í janúar
tókstu því sem áskorun og að það
væri tilgangur með því. Þú barð-
ist hetjulega, elsku Ester Eva
mín. Þegar ég talaði við þig viku
áður en þú fórst þá varstu að
segja mér hversu mikið þú hlakk-
aðir til að dansa brúðardansinn í
brúðkaupi þínu, þú hlakkaðir svo
til að dansa við son þinn, hann Óð-
in Alexander. Þó að það hafi ekki
orðið raunin þá náðir þú að giftast
æskuástinni þinni, besta vini og
föður drengjanna þinna. Ég kom
til Boston til að verða viðstödd
brúðkaup þitt en því miður fór
það ekki svo, ég náði ekki að
kveðja þig, að kyssa þig og segja
þér hversu falleg og dugleg þú
værir. Ég trúi því að þeir sem
guðirnir elska mest fari fyrr og
það á svo sannarlega við um þig,
elsku yndið mitt. Fallega að innan
sem utan. Þú munt alltaf eiga
stóran part af mínu hjarta, elsku
Ester Eva mín.
Elsku Rósella systir mín,
Gústi, Anita Mist, Tanya Líf,
Spencer, Óðinn Alexander og
Viktor Þór, megi góður Guð
blessa ykkur og veita ykkur
styrk.
Helga María.
Elsku Ester Eva mín.
Ég á ennþá svo erfitt með að
trúa því að þú sért búin að yfir-
gefa þennan heim, ég spyr mig á
hverjum degi af hverju þú, svona
ung og heilbrigð og áttir alla
framtíðina fyrir þér? Ég reyni að
hugsa eins og þú, jákvætt. Það
hlýtur að vera ástæða fyrir því að
æðri mátturinn hafi valið þig.
Ég trúi því að allir á jörðinni
hafi sinn tilgang en ekki allir finni
hann og sumir finna hann mjög
seint á sinni ævi. En þú, elsku
engillinn minn, fannst hann mjög
ung, þú lærðir að hætta að dæma
sjálfa þig og aðra, þú sást feg-
urðina í öllu og öllum, þú varst já-
kvæð og svo rosalega góðhjörtuð,
þú snertir öll hjörtu með nærveru
þinni og brosi, þú fæddir tvo full-
komna stráka inn í þennan heim,
þú varst yndisleg móðir, þú varst
Spencer allt, þú sást heiminn
öðruvísi en flestir. Þú varst þú,
elsku Ester Eva mín. En núna er
þinn tími búinn hér en ég trúi því
að þú sért alltaf með okkur í anda.
Ég tel mig svo rosalega heppna
að hafa fengið að eiga þessa tvo
mánuði með þér í gegnum veik-
indin.
Ég fékk að kyssa þig góða nótt
á nærri hverju kvöldi og segja ég
elska þig, ég hlustaði á þig syngja
Sofðu unga ástin mín fyrir strák-
ana þína og oft sungum við sam-
an. Þú kenndir mér svo margt,
elsku dúllan mín, þú opnaðir augu
mín enn meira. Ég mun aldrei
gleyma þér og alltaf halda í allar
minningarnar sem við áttum sam-
an í gegnum 28 ár, ég veit að þú
ert á betri stað núna án þjáninga
og vakir yfir okkur.
Elsku Ester Eva mín, ég veit
að afi Nonni, afi Gunnar og litli
bróðir þinn Davíð eru með þér
núna.
Sofðu rótt, elsku engillinn
minn, og hvíldu í friði
Ég mun alltaf elska þig
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur.)
Elsku Rósella, Gústi, Tanya
Líf, Aníta Mist, Spencer, Óðinn
Alexander og Viktor Þór, megi
Guð veita ykkur styrk í gegnum
þessa erfiðu tíma. Ég elska ykkur
öll svo óendanlega mikið, ykkar
Laini Marie.
Ester Eva Hall
Fleiri minningargreinar
um Ester Evu Hall bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Smáauglýsingar