Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 LLA-308 PRO álstigi 2,27-5,05 m 18. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Tröppur og stigar LFD 90AL70x33x100 cm 9.990 3x rep 99 LLA-211 PRO álstigi/trappa 2x11 þrep 16.990 Áltrappa 4 þrep 4.940 5 þrep 6.390 Áltrappa 3 þrep 3.990 Í ÖLLUMSTÆRÐUMOG GERÐUM SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Morgunblaðið beindi nokkrum spurningum til Seðlabanka Íslands í framhaldi af svörum bankans til fjár- málaráðherra vegna fyrirspurnar Björns Levís Gunnarssonar, þing- manns Pírata, til fjármálaráðherra um fjárfestingarleið Seðlabankans. Í fyrsta lagi var Seðlabankinn spurður hvað hann hefði gert eða þau fjármálafyrirtæki sem höfðu milligöngu til að ganga úr skugga um að fjárfestingarleiðin væri ekki notuð til peningaþvættis. Skriflegt svar Seðlabankans er svohljóðandi: „Eins og kemur fram í svari ráð- herra (þingskjal 1082) við fyrirspurn þingmannsins (þingskjal 413) gerði Seðlabanki Íslands í upphafi útboða fjárfestingarleiðar samninga við milligönguaðila þar sem skilgreind- ur var rammi um kaup bankans á er- lendum gjaldeyri fyrir krónur í út- boðsviðskiptum sem seljendur gjaldeyrisins myndu verja til lang- tímafjárfestingar í íslensku atvinnu- lífi. Kveðið er á um skyldur milli- gönguaðila í liðum 28-32 í skilmálum um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyr- ishafta, dags. 18. nóvember, með síð- ari breytingum. Í nefndum samning- um bankans við milligönguaðila var m.a. kveðið á um að þeir skyldu ann- ast könnun áreiðanleika viðskipta- manna sinna í samræmi við ákvæði laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka enda ber Seðlabankinn hvorki skyldur samkvæmt lögunum né hefur hann heimildir til að annast slíkar kannanir sjálfur og hefur þar af leiðandi ekki aflað sér starfskrafta né byggt innviði til að gera slíkt. Lög nr. 64/2006 leggja skyldur á milli- gönguaðila og veita þeim um leið heimildir til að annast slíkar kann- anir. Í lögunum eru Seðlabanka Ís- lands ekki veittar slíkar heimildir.“ Hvaðan komu peningarnir Í svari Seðlabankans við spurn- ingunni hvaðan peningarnir hafi komið sem komu inn í landið með fjárfestingarleiðinni segir að Seðla- banki Íslands geti ekki rakið feril einstakra greiðslna utan íslenskrar lögsögu enda sé það hlutverk milli- gönguaðila. Í þriðja lagi var Seðlabankinn spurður: Í svari bankans til fjár- málaráðherra vegna fyrirspurnar Björns Levís segir að ekki sé hægt að tjá sig um þátttöku tiltekinna ein- staklinga og/eða lögaðila í útboðum bankans með vísan til þagnarskyldu- ákvæðis 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Hvers vegna var ekki einfaldlega tekið fram í skil- málum leiðarinnar að þeim sem hana nýttu yrði ekki tryggð nafnleynd vegna þess að gagnsæi yrði að ríkja þegar þessi sérstaka leið væri farin? Skulu ekki borin á torg Í svari bankans til Morgunblaðs- ins segir: „Samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Ís- lands hvílir rík þagnarskylda á starfsmönnum Seðlabanka Íslands um allt það sem varðar hagi við- skiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur at- riði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Upplýsingar þær sem þér nefnið eru bæði þess eðlis og efnis að þær varða persónu- lega hagi viðskiptamanna bankans og teljast því ekki til opinberra upp- lýsinga. Slíkar upplýsingar eru háð- ar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi, t.d. til lög- reglu eða annarra yfirvalda vegna rannsókna á meintum lögbrotum. Eðli máls samkvæmt eru fjár- hagsupplýsingar einstaklinga og lög- aðila trúnaðarupplýsingar sem háð- ar eru þagnarskyldu. Þessi háttur er í samræmi við þá almennu reglu sem gildir hér á landi og grundvallast á lögum að viðskipti einstaklinga og lögaðila við banka skulu ekki borin á torg. Það breytir því ekki að þar til bær yfirvöld geta eftir viðurkennd- um leiðum nálgast slíkar upplýsing- ar þegar grunur er um skattsvik eða önnur lögbrot.“ Rík þagnarskylda ríkir  Seðlabankinn segist hvorki hafa lagalegar skyldur né heimildir til að annast áreiðanleikakannanir á viðskiptamönnum sínum  Það sé hlutverk milligönguaðila Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Leiki grunur á skattsvikum eða öðrum lögbrotum geta þar til bær yfirvöld nálgast upplýsingar. Í þagnargarskylduákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands segir m.a.: „Bankaráðsmenn [seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefnd- armenn í peningastefnunefnd) og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi …“ Og síðar segir í lagaákvæðinu: „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðla- bankanum heimilt að eiga gagnkvæm upplýsingaskipti við opinbera aðila erlendis um atriði sem lög þessi taka til að því tilskildu að sá sem óskar upplýsinga sé háður samsvarandi þagnarskyldu. Seðlabanki Íslands skal veita Fjármálaeftirlitinu allar upplýsingar sem bankinn býr yfir og nýtast kunna í starfsemi Fjármálaeftirlitsins …“ Þagnarskylduákvæðið SEÐLABANKI ÍSLANDS Um 80% svifryks í Reykjavík má rekja til bílaumferðar. Þetta kemur fram í rannsókn sem Vegagerðin lét verkfræðistofuna EFLU vinna vorið 2015 og birt var á dögunum. Um helmingur svifryksins er malbik og tæpur þriðjungur sót. Svifrikssýni voru tekin á tímabilinu mars-maí 2015 við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar en það eru ein fjöl- förnustu gatnamót borgarinnar. Svifryk þykir sá mengunarþáttur í borgum sem hættulegastur er heilsu almennings enda á það greiða leið ofan í öndunarfæri fólks. Niður- stöðurnar styðja þann grun að vægi sóts í svifryki hafi aukist mjög að undanförnu og má það meðal annars rekja til hækkandi hlutfalls díselbíla í umferð. Skýrsluhöfundar segja ástæðu til að skoða leiðir til að draga úr sótmengun, svo sem með tak- mörkunum á umferð díselbíla sem ekki uppfylla ákveðin útblástursskil- yrði. Fjölmargar borgir stefna að banni díselbíla á næstu árum, meðal annarra París, Madríd og Mexíkó- borg. Samkvæmt reglugerð um loftgæði er ætlast til að sólarhringsmeðatal svifryks sé undir 50 μg/m³ og má það ekki fara yfir þau mörk oftar en 35 daga á ári. Í skýrslunni eru sólar- hringsmeðaltöl ekki birt en þess í stað meðalstyrkur yfir þriggja daga tímabili. Rannsóknin spannaði 51 dag eða 17 þriggja daga tímabil og fór meðalstyrkur svifryks þrisvar yfir heilsuverndarmörk. Hæsta þriggja daga meðaltalið reyndist 107,3 μg/m³. agunnar@mbl.is Bílaumferð aðalorsök svifryks  Vilja takmarka umferð díselbíla Ljósmynd/EFLA Svifryk Loftgæðamælir Umhverfis- stofnunar á gatnamótum Miklu- brautar og Grensásvegar. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Í stuttu máli þá er markmið vinnu- hópsins sem búið er að skipa að kortleggja núverandi bótakerfi, við- mið þess og skerðingar og hvernig það stendur gegn þeim mismun sem getur verið vegna uppruna tekna,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra, en hann hefur skipað nefnd til að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalíf- eyris og húsnæðisbóta. „Við erum í dag með sérstakan skattfrjálsan barnalífeyri sem ætl- aður er fyrir örorkulífeyrisþega en það er hins vegar ekki neinn sam- bærilegur stuðningur fyrir einstætt foreldri eða fjölskyldu sem hefur sambærilegar tekjur. Það getur stuðlað að neikvæðum hvötum, sem við viljum leysa.“ Í skipunarbréfi vinnuhópsins, sem skila á af sér til- lögum í lok þessa árs, er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnar- innar að fjárhags- legum stuðningi verði beint í rík- ara mæli að lægri tekjuhópum, óháð uppruna tekna, og eigi það við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. „Meginmarkmið þessarar vinnu er að beina bótakerfinu betur þannig að það nái til tekjulægstu hópa sam- félagsins og að ekki sé gerður grein- armunur á uppruna tekna. Við eig- um að horfa á það hverjar tekjur eru, ekki hvaðan þær koma,“ segir Þorsteinn. Í tilkynningu frá ráðherra segir enn fremur að vinnuhópurinn skuli greina hvar svokallaðar fátæktar- gildrur myndast. Skal meðal annars taka mið af ráðleggingum alþjóða- gjaldeyrissjóðsins frá 2015 hvað þetta varðar, en einnig líta til ná- grannalandanna. „Hlutverk hópsins er margþætt en hafa verður í huga að tillögur frá honum eiga ekki að vera endanlegar. Hér verður um að ræða mögulegar lausnir sem hægt verður að grípa til.“ Vinnuhópurinn mun því leggja fram tillögur eða sviðsmyndir um leiðir að markmiðum ríkisstjórnar- innar, nauðsynlegar lagabreytingar sem og að meta kostnað þar um að sögn Þorsteins. Þá skal nefndin greina áhrif breytinga á mismunandi tekjuhópa með greiningu á raun- gögnum. Ágúst Þór Sigurðsson, fulltrúi velferðarráðuneytisins, er formaður vinnuhópsins. Kortleggja bótakerfið  Tryggja á að bótakerfið nýtist tekjulægstu hópum sam- félagsins  Horft verði til upphæðar en ekki uppruna tekna Þorsteinn Víglundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.