Morgunblaðið - 06.07.2017, Side 20

Morgunblaðið - 06.07.2017, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 ✝ KristjánVilhjálmur Aðalbjörnsson fæddist á bænum Miðgerði í Höfða- hverfi, S-Þing- eyjarsýslu 21. júní 1930. Hann lést á Landspítalanum 19. júní 2017. Hann var elsti sonur hjónanna Aðalbjörns Kristjánssonar bónda, f. 30. september 1885 í Miðgerði, Laufássókn, S-Þing- eyjarsýslu, látins á Akureyri 28. nóvember 1957, og Þórhöllu Jónsdóttur, f. 21. febrúar 1899 á Jódísarstöðum, S-Þingeyjar- sýslu, látinnar 29. nóvember 1983. Önnur börn Aðalbjörns og Þórhöllu voru Hannes Eggert Aðalbjörnsson, f. 5. október 1931, d. 14. desember 2016, og Guðný Sigurbjörg Aðalbjörns- dóttir, f. 16. mars 1933. Kristján ólst upp á bænum Miðgerði fram til 17 ára aldurs, en 26. mars 1947 féll snjóflóð á bæinn. Mannbjörg varð en búi var brugðið. Flóðið sópaði burtu bænum, hlöðu og fjárhúsi. Af um fjörutíu fjár drápust nítján auk þess fjórir hestar. Eftir þennan atburð flutti hann ásamt fjöl- virki, f. 6. mars 1964, maki Ólöf Sigurðardóttir, f. 1970. Börn þeirra eru Kristján Örn, f. 1996, Ingibjörg Lovísa, f. 1998, og Sig- urður Steinar, f. 1998. 3) Þór- hallur Kristjánsson verkfræð- ingurm f. 6. mars 1964. 4) Jóhann Kristjánsson rekstrar- hagfræðingur, f. 26. maí 1965, maki Hildur Inga Björnsdóttir, f. 16. maí 1965. Dóttir þeirra er Æsa, f. 2001. Börn Jóhanns fyrir eru Arnór Tumi, f. 1992, Nadía, f. 1994, og fósturdóttirin Vikt- oría Leiva, f. 1988. Kristján hóf störf að loknu há- skólanámi sínu hjá Flugfélagi Ís- lands og starfaði þar um nokk- urra ára skeið. Þá kom hann inn í rekstur fyrirtækisins Bílasprautun hf. með Hannesi bróður sínum og saman byggðu þeir upp blóm- legt og leiðandi bílaspraut- unarfyrirtæki í Skeifunni 11 í Reykjavík. Þeir seldu fyrirtækið eftir rúmlega áratuga rekstur. Þá hóf Kristján störf hjá emb- ætti Ríkisskattstjóra árið 1978, í fyrstu á skrifstofunni í Hafnar- firði en nokkrum mánuðum síð- ar var hann færður á aðal- skrifstofuna og lauk farsælum starfsferli sínum þar árið 2000 eftir 22 ára starf. Hans helsta verkefni var undirbúningur vél- vinnslu skattaupplýsinga og þróun rafrænna skattaskila til hagsbóta fyrir einstaklinga, fyr- irtæki og samfélagið. Kristján verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 6. júlí 2017, klukkan 15. skyldu sinni til Akureyrar að Aðal- stræti 28. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri flutti Kristján til Reykja- víkur til að hefja nám í Háskóla Ís- lands. Hann lauk viðskiptafræðiprófi þaðan árið 1958. Lokaritgerð hans bar heitið „Flugfélag Íslands og starfsemi þess“. Árið 1962 kynntist hann eftirlifandi eig- inkonu sinni Guðbjörgu Egg- ertsdóttur, f. 1. maí 1939, og gengu þau í hjónaband 17. ágúst 1963. Foreldrar Guðbjargar voru Eggert Loftsson, fæddur á Söndum í Leiðvallahreppi, V- Skaftafellssýslu, 19. apríl 1906, dáinn 27. janúar 1989, og Jó- hanna Sigríður Arnfinnsdóttir, fædd í Lambadal í Mýrahreppi 5. júlí 1901, dáin 10. febrúar 1966. Börn Kristjáns og Guðbjargar eru fjögur: 1) Eggert Kristjáns- son vélfræðingur, f. 13. júní 1959. Unnusta hans er Ólöf Dagný Óskarsdóttir, f. 4. apríl 1966. Synir hans eru Einar Sæv- ar, f. 1982, Jóhann Sævar, f. 1986, og Sindri Sævar, f. 1999. 2) Aðalbjörn Kristjánsson bifvéla- Þau visna líka trén sem grænust gréru gildur stofninn greinar laufin báru tíminn deyfir ljós hverrar veru við minnumst alltaf þinnar björtu áru Í augnabliki eilífðin er falin falla menn en minningarnar lifa ferðin var einstök gleði hlaðin með hlýju pabbi ég um þig skrifa Nú er ljósið slökknað lífið búið birtan dofnar bogna sverð með sorg í hjarta og þelið snúið elsku pabbi góða ferð (ÞK.) Þórhallur Kristjánsson. Pabbi hafði oftsinnis haft á orði að hann óskaði þess að fá að fara fljótt, þá þegar dvínandi lífskrafturinn og heilsuleysi færi að skerða það að hann væri sjálf- bjarga. Hann gat ekki hugsað sér langa dvöl á stofnun og vann markvisst að því að halda heilsu með reglulegum jógaæfingum og göngutúrum. Ósk hans rætt- ist. Hann fékk að búa heima í Leiðhömrum með mömmu í hús- inu sem þau byggðu sér í Graf- arvoginum nánast fram á hinsta dag. Hann fékk blóðtappa og dó eftir fárra daga sjúkralegu á Landspítalanum tveimur dögum fyrir 87 ára afmælisdaginn sinn. Þegar ég hugsa um það þá var það líklega það versta sem pabbi gat hugsað sér að verða ósjálf- bjarga og upp á aðra kominn. Hann lærði eflaust snemma að þurfa að treysta á sjálfan sig, féfátækur bóndasonur að norðan lagði hann upp menntaveginn með lítið annað veganesti en eig- ið sjálfstraust og trú á eigin verðleika sem reyndust honum drjúgir. Hann var sérlega verk- laginn og áreiðanlegur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Fór sér aldrei óðslega að neinum verkum, skipulagði áður en hann lagði úr höfn. Vildi öllum vel, lagði mikið upp úr snyrti- mennsku og hafði lítinn áhuga á hvers konar sýndarmennsku. Hann var hófsemdarmaður í grunninn, gegnheill og tilbúinn að leggja mikið á sig til að búa fjölskyldunni og sínum nánustu trausta og notalega umgjörð. Pabbi var góður maður og góður pabbi. Hann stóð alltaf með sínum og eigin sannfæringu. Við áttum oft langar samræður á heimilinu um tilgang lífsins, ræddum prakt- íska hluti og gildi þess að vera heiðarlegur og heill í gjörðum sínum. Pabbi var nostrari, hafði gott auga fyrir því smáa sem okkur öðrum yfirsést og hafði lag á því að halda öllu gangandi og fínu án þess að eftir því væri tekið. Hann var vandur að virð- ingu sinni og var annt um fjöl- skylduna sína. Orð eins og elju- semi og reglusemi, sem í daglegu tali má kalla að hafa sitt á hreinu gagnvart yfirvaldinu og meðborgurum koma upp í hug- ann þegar ég hugsa til baka. Hann var ekki brandarakarl, en kom okkur fjölskyldumeðlimum og vinum til að hlæja án þess að reyna það með snjöllum tilsvör- um og háttsemi. Mamma er uppátækjasamari en hann var, og saman stóðu þau af sér alla vinda. Hann jarðbundinn og hún meira í hugmyndasmiðjunni. Elsku pabbi, takk fyrir frá- bæra samferð gegnum lífið. Barnið sér veginn en ekki alltaf hver lagði hann. Ég hef alltaf verið stoltur af því að eiga þig sem pabba, það hallaði aldrei á þig og þú stóðst með mér og okk- ur bræðrunum gegnum súrt og sætt. Þú varst kletturinn sem aldrei hreyfðist þegar vindar blésu um lífið. Þú ráðlagðir heilt og skuldlaust. Baðst ekki um mikið og varst alltaf tilbúinn að leggja öðrum lið, skuldlaust. Þú miðlaðir málum þegar þess þurfti, tónaðir niður þegar radd- irnar urðu óþægilega háreistar og komst með góð ráð óumbeð- inn ef þér fannst að eitthvað mætti betur fara. Ég minnist þess ekki að þú hafi nokkurn tímann hallmælt öðrum, talaðir alltaf vel og fallega um sam- ferðafólk þitt. Elskulegri mann- eskju er ekki hægt að hugsa sér að vaxa úr grasi með. Væntumþykja er vagga allrar visku sem sólin sætum sigrum þínum lýsir faðmlag fjalls um fossakletta hála gefur allt af gleði gjaldalausri þar birtir brá og blóðið fyllir vanga orðin hlaðin orku orðalaust kossar kitla kærleiksstrengsins boga lyftir þínum lífsins ljósaloga. (JK) Kærleikskveðja. Þinn sonur, Jóhann. Þegar ég kynntist Jóhanni, elskulegum eiginmanni mínum, fyrir tuttugu árum er það ekki ofsögum sagt að ég hafi fengið þá yndislegustu tengdaforeldra sem ég gat hugsað mér. Jóhann átti þrjú börn fyrir og þá var heimili afa Kristjáns og ömmu Guggu í Leiðhömrum þegar orð- inn eftirsóttur viðkomustaður barnanna. Síðar bættist Æsa við í hópinn og voru börnin ætíð höfð í fyrsta sæti þar á bæ. Hver heimsókn varð að sannkölluðu ævintýri þar sem boltaleikir afa Kristjáns voru alltaf jafn vinsæl- ir og tjörnin í garðinum, sem hann var svo stoltur af, hafði ekki síður aðdráttarafl. Á sumr- in setti hann gullfiska í tjörnina sem börnin reyndu síðan að veiða og í hita leiksins kom það ósjaldan fyrir að einhver datt út í og blotnaði sem ekki þótti neitt tiltökumál. Hjónin Kristján og Guðbjörg hafa ávallt verið okkur fjölskyld- unni mjög náin og ég minnist af mikilli hlýju allra þeirra sam- verustunda sem við fjölskyldan áttum með þeim. Þau voru okkur nánast ómissandi á aðfanga- dagskvöldum, áramótum og páskum en við slík tækifæri var ýmislegt brallað og Kristján fór oftar en ekki á kostum í hnyttn- um tilsvörum og hlutverkjaleikj- um. Fyrir mér hefur heimili þeirra ætíð verið eins konar miðja þar sem synir þeirra fjórir og fjölskyldur hafa sameinast í fjörugum umræðum um daginn og veginn og allir hafa fengið sitt rými. Þá myndaðist mikill vin- skapur á milli þeirra hjóna og foreldra minna þar sem um- ræðuefnið var oftar en ekki á andlegum nótum. Við fjölskyldan fórum með þeim Kristjáni og Guðbjörgu í eftirminnilega ferð eitt árið til Danmerkur sem síðar átti eftir að verða heimaland okkar Jó- hanns og Æsu um nokkurra ára skeið. Mér þykir mjög vænt um heimsókn þeirra til okkar á með- an við bjuggum í Kaupmanna- höfn, sérstaklega í ljósi þess að á þeim tíma voru þau farin að reskjast og því gekk ferðin sjálf ekki alveg þrautalaust fyrir sig. Þau settu það þó ekki fyrir sig því eins og alltaf skipti stórfjöl- skyldan og samheldni hennar þau öllu máli. Þau hjónin bjuggu sér afar fallegt heimili sem stóð okkur alltaf opið og ekkert var þeim of mikil fyrirhöfn, hvort sem við fengum að gista hjá þeim í fríum okkar á Íslandi eða halda þar stórveislur. Ég votta Guðbjörgu mína dýpstu samúð og bið þess að Guð gefi henni styrk og þrek til að takast á við sorgina og það tóma- rúm sem myndast hefur við frá- fall Kristjáns. Hildur Inga Björnsdóttir. Það eru orðin æðimörg ár síð- an Kristján Aðalbjörnsson lét af störfum hjá ríkisskattstjóra. Það breytti þó engu um að hann hélt tryggð við sinn gamla vinnustað og leit reglulega til fyrrum sam- starfsmanna. Í vor var haft á orði að óvenjulangt væri síðan Kristján hefði átt leið um. Það skýrðist þegar eftir því var spurt og nú er hann fallinn frá. Kristján Aðalbjörnsson kom til starfa hjá ríkisskattstjóra á umbrotatímum. Ný skattalög voru að taka gildi sem gjör- breyttu allri skattframkvæmd og kröfðust endurmats á vinnu- brögðum og verklagi. Öll eyðu- blöð og leiðbeiningar þurfti að endurgera og mikið af því kom í hlut Kristjáns. Honum var fljótt falið að halda utan um alla vél- vinnslu álagningarinnar og það varð hans aðalstarf í tvo áratugi. Umhverfið var þá annað og tölvutæknin ekki farin að setja það mark á störfin eins og síðar varð. Kristján varð fljótt einn af lykilmönnum embættisins og sá til þess að álagning opinberra gjalda væri með réttum hætti og að öll vinnsla skattstjóra gæti gengið snurðulaust fyrir sig. Prentun og dreifing gagna skipti miklu máli og hvergi mátti neitt vanta. Flytja þurfti gögn frá öll- um skattstofum inn til Skýrr. Allt gerði Kristján þetta fum- laust en ákveðið. Hann var alltaf að og vakti yfir þeim verkum sem honum hafði verið trúað fyr- ir. Gætinn en afkastamikill sá hann til þess að allt gengi upp. Það var einstaklega gott að leita til Kristjáns um liðsinni. Hann var þægilegur maður í allri umgengni, hafði góða nær- veru og þétt handtak, hlýr í framkomu og hafði gamanmál á vörum flesta daga, góður og traustur starfsfélagi sem alltaf var unnt að ganga að. Hvergi sló hann af þótt árin færðust yfir og iðaði í skinninu í bókstaflegri merkingu, þegar takast þurfti á við ný verkefni. Hann lagði metnað sinn í að leysa mál sem komu upp. Grandvar og heiðar- legur maður sem bar hag vinnu- staðarins og starfsmannanna fyrir brjósti. Nú er hann horfinn til aust- ursins eilífa, hafi hann þökk fyrir einstaklega skemmtileg og gjöf- ul ár. Innilegar samúðarkveðjur eru sendar eftirlifandi eigin- konu, sonum þeirra og öðrum skyldmönnum. Gamlir sam- starfsmenn hjá ríkisskattstjóra kveðja hann með þökk og virð- ingu. Blessuð sé minning Krist- jáns Aðalbjörnssonar. Skúli Eggert Þórðarson. Kristján Vilhjálm- ur Aðalbjörnsson ✝ Finnbogi fædd-ist á Ísafirði 27. janúar 1949. Hann lést á líknardeild Landspítalans 25. júní 2017. Foreldrar hans voru Sigurgeir Finnbogason, f. 18.7. 1922, d. 8.2. 1993, og Hulda Magnúsdóttir, f. 17.6. 1929. Finn- bogi á einn bróður, Magnús Lín- dal, f. 17.6. 1953. Börn Finnboga eru Sigurgeir Ýmir Örn, f. 22.4. 1980, sam- býliskona hans er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, og Orri Freyr, f. 22.4. 1980. Finnbogi ólst upp fyrstu árin í Bolungarvík og síðar í Reykja- vík. Hann tók próf úr Loftskeyta- skólanum 1968 og starfaði við það á Raufarhafnar-, Siglu- fjarðar- og Hornafjarðarradíói og á Fjarskiptastöðinni Gufunesi, þangað til hann tók við verslun- inni Vegamót ásamt bróður sín- um. Eftir að hafa stundað verslun og viðskipti hóf hann aftur störf í Fjarskiptastöðinni í Gufunesi og vann þar samfellt í 26 ár. Áhugamál hans voru margs- konar, m.a. ljósmyndun. Útför Finnboga fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 6. júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Steinarr, kvæntur Heidi Wiinberg, f. 4.8. 1965, dóttir þeirra er Laura Viktoria Wiinberg, f. 1.6. 2003. Ingólfur Snæv- arr, f. 11.4. 1974. Kona hans Anneli Akersströmm. Þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru Iren Hildur Freja Finnbogason og Iren Hildur Maja Finnbogason. Sambýlis- kona Jessika Ingvarson. Það var mér mikil harma- fregn, þegar Magnús, bróðir Finnboga, lét mig vita af andláti míns besta vinar. Ekki meira kaffispjall, ekki fleiri ferðalög, ekki meira af Kinks á fóninn. Allt eitthvað svo endanlegt. Hugurinn reikar langt aftur í tímann, marga áratugi. Við vor- um 10 ára pollar í Laugarnes- skóla er vinskapur okkar hófst. Ég minnist þess þegar Finnbogi fór að bjóða mér heim til sín í Laugarnesið þar sem við fengum kakó og góðgjörðir hjá Huldu mömmu hans og fórum svo að læra saman. Einnig fórum við mikið í sund í gömlu laugarnar. Oft fórum við fyrir skóla á morgnana því okkur þótti mikið varið í að synda með Ásgeiri Ás- geirssyni forseta. Það var margt brallað í Laugarneshverfinu á þessum árum. Er við vorum í fyrsta bekk í gaggó var okkur einn daginn boðið að fara í starfskynningu í fyrirtæki. Úti á skólalóðinni voru nokkrir strætisvagnar merktir hinum ýmsu fyrirtækjum og máttum við velja hvert við fær- um. Við ákváðum að fara þangað sem lengst væri, til þess að við þyrftum örugglega ekki að mæta í skólann aftur þann daginn. Völdum við að fara upp á Rjúpnahæð til að kynnast starfi loftskeytamanna og símvirkja. En þessi ferð átti eftir að hafa mikil áhrif á framtíð okkar beggja. Eftir Laugarnesskólann skildi leiðir. Finnbogi fór í Gagnfræða- skóla verknáms en ég í Gagn- fræðaskólann við Lindargötu. Árið 1967 ákvað ég svo að sækjast eftir inngöngu í Loft- skeytaskólann og fór í inntöku- próf sem haldið var í MR. Fyrsti maður sem ég sé á tröppunum var Finnbogi. Útskrifuðumst við svo 1969. Enn skildi leiðir, ég fór að vinna á loftskeytastöðinni á Seyðisfirði en Finnbogi fór til Siglufjarðar á loftskeytastöðina þar. En alltaf vorum við í síma- sambandi nær daglega. Eftir dvölina á Siglufirði fór Finnbogi suður aftur og fór að vinna í Gufunesi. Eftir nokkurn tíma tóku þeir bræður, Magnús og hann, við rekstri verslunar- innar Vegamóta á mótum Reykjavíkur og Seltjarnarness af foreldrum sínum. Á þessum árum höfðu Vegamót þá sér- stöðu að mega hafa opið enda- laust, meðan aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu urðu að lúta lokunarákvæðum sem þá voru í gildi. Sagt var að hvergi væri eins mikið selt á hvern fer- metra húsnæðis og þar. Eftir að þeir bræður hættu með Vegamót fór Finnbogi ásamt frænda sínum í innflutn- ing og smásölu á fötum. Hét það Fataland. Síðustu árin vann hann svo á flugradíóinu í Gufu- nesi. Mér eru minnisstæðar veiði- ferðir okkar á Arnavatnsheiði og víðar. Einnig ferðir okkar til bæði Englands og Danmerkur. Hér er nú bara fátt eitt talið, en stærsta minningin er um góð- an vin í áratugi. Það var mér mikil gæfa að hafa kynnst hon- um. Móður hans, börnunum, bróð- ur og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Að lokum kveð ég á fagmálinu okkar: Blessuð sé minning Finn- boga, yfir og út. Bjarni Bærings Halldórsson. Það var á björtum vordegi, 1984, sem ég, þá ungur maður, gekk um götur Reykjavíkur í leit að húsnæði undir skóvinnustofu, þá nýkominn úr námi frá Kaup- mannahöfn. Geng ég fram á snoturt rými við Grettisgötu með kalkmáluðum gluggum. Ég banka á dyr og geng inn, þar blasti við mér myndarlegur mað- ur með skegg sem sat á klapp- stól og púaði londoninn, sem spyr: „Hvað get ég gert fyrir þig ungi maður?“ Þarna hófst 34 ára löng vin- átta okkar Finnboga. Það var gott að „versla“ við Finnboga. Alltaf sanngjarn og blíður. Það heyrði ég líka seinna meir af þeim sem við hann versluðu á Vegamótum. Aldrei bar skugga á okkar samskipti öll þessi ár, alveg sama hversu há báran varð, við unnum okkur út úr því. Á Grettisgötunni var mikið skrafað og sagðar missannar sögur um stóru laxana sem sluppu frá okkur og alltaf muld- ar kleinurnar sem þú komst með. Oftar en ekki var það pabbi sem þú komst til að kíkja á núna seinni árin sem sá gamli vann hjá mér, enda áttuð þið mjög vel saman. Að sama skapi fannst pabba ekki leiðinlegt að kíkja til þín í fjörðinn og er ég viss um að hann bíður eftir þér til að segja þér sögur og kannski einn góðan brandara. Þú átt þökk fyrir hversu góður þú varst honum pabba. Mér er minnisstæð ferð okkar feðgina til þín fyrir tveimur ár- um, í myndatöku. Napur dagur, annar í jólum. Sátum við hjá þér og þú tókst myndir af okkur. Við gleymdum okkur alveg í gleðinni, því það var mikið gam- an hjá okkur, enda vorum við feðgin skömmuð þegar heim var komið því maturinn beið. Þessar myndir þykir mér ótrúlega vænt um þar sem þú náðir að festa á mynd gleðina sem þennan dag ríkti hjá okkur. Það er svo margt sem rennur í gegnum huga minn á þessari stundu því stundirnar áttum við ótalmargar. Vinur minn við kveðjumst hér. Þráinn. Finnbogi Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.