Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017
✝ Jóhanna Guð-jónsdóttir
fæddist að Ásbyrgi
í Vestmannaeyjum
5. júní 1922. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 26. júní
2017.
Hún var dóttir
hjónanna Guðjóns
Jónssonar, skip-
stjóra frá Björns-
koti undir Eyjafjöllum, f. 10.
febrúar 1892, d. 14. maí 1967,
og Bergþóru Jónsdóttur frá
Steinum undir Eyjafjöllum, f.
10. október 1894, d.20. desem-
ber 1989. Þau hjónin fluttu til
Vestmannaeyja árið 1920. Þar
ólst Jóhanna upp ásamt systk-
inum sínum í húsi sem faðir
hennar reisti við Vestmanna-
braut og nefnist Reykir.
Systkini Jóhönnu voru níu.
Jón Óskar, f. 26. júní 1917, d.
25. apríl 1940, Guðmundur, f.
9. febrúar 1920, d. 5. ágúst
2008, Þórhallur Ármann, f. 8.
febrúar 1921, d. 4. maí 1921,
Guðbjörn, f. 14. apríl 1924, d.
24. apríl 2012, Þorleifur, f. 23.
júní 1926, d. 24. nóvember
1974, Magnús, f. 24. janúar
1929, Þórhallur Ármann, f. 27.
dóttur. 5) Bergþóra, f. 17. apríl
1957, gift Ævari Sch. Valgeirs-
syni, þeirra börn eru Valgeir í
sambúð með Ingibjörgu Hlínar-
dóttur, Victor Leifur í sambúð
með Önnu Margréti Kristins-
dóttur, þeirra börn eru Una
Rakel og Trausti Þór og Jó-
hanna Elsa í sambúð með Ein-
ari Gunnarssyni, þeirra barn er
Ævar Elí. 6) Guðjón Þór, 25.
nóvember 1959, kvæntur Aðal-
björgu Benediktsdóttur, þeirra
börn eru Jóhanna og Guðbjörg
Eva í sambúð með Arnóri Eiðs-
syni.
Jóhanna hlaut hefðbundna
menntun og útskrifaðist sem
gagnfræðingur frá Gagnfræði-
skóla Vestmannaeyja. Á sínum
yngri árum vann Jóhanna við
ýmis störf, sem þá buðust í
Vestmannaeyjum, m.a. við fisk-
verkun og verslunarstörf. Einn-
ig fór hún sem kaupakona á
sumrin upp á land. Eftir að hún
fluttist suður tóku við barn-
eignir og sinnti hún uppeldi og
heimilisstörfum þar til hún hóf
störf á Kleppsspítala og síðar
Landspítala. Þar sem hún starf-
aði lengst af sem sjúkraliði.
Jóhanna og Victor Hans
bjuggu lengst af á Hjallavegi 1
og Fellsmúla 16 í Reykjavík.
Eftir að Victor Hans lést keypti
hún sér íbúð að Strikinu 8 í
Garðabæ.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 6. júlí
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.
október 1931,
Lilja, f. 10. apríl
1933, d. 3. janúar
1941, og Haukur, f.
13. mars 1938.
Jóhanna giftist
að Ofanleiti í Vest-
mannaeyjum 4.
ágúst 1946 Victori
Hans Halldórssyni
bifreiðastjóra, f.
26. mars 1923, d. 1.
maí 2010. For-
eldrar hans voru Halldór Ein-
arsson, f. 25. nóvember 1884, d.
22. ágúst 1942, og Öndís Ön-
undardóttir, f. 15. maí 1903, d.
30. apríl 1984. Börn Jóhönnu
og Victors Hans eru: 1) Lilja, f.
3. febrúar 1945, d. 3. mars
1945. 2) Lilja, f. 18. maí 1946,
d. 6. nóvember 1953. 3) Vigdís,
f. 15. september 1950, gift Sig-
urði Þorvarðarsyni, börn
þeirra eru Viktor Þór og Ás-
laug í sambúð með Sigurjóni
Þór Sigurjónssyni, barn þeirra
er Sigurður Orri, börn Sigur-
jóns eru Brynjar Már og Karí-
tas Dís. 4) Lilja Dóra, f. 19.
febrúar 1956, gift Halldóri V.
Frímannssyni, þeirra börn eru
Sigurður Jóhann, Frímann
Unnar og Victor Hans í sambúð
með Kristínu Rós Guðmunds-
Elsku mamma, nú þegar sól
er hæst á lofti er komið að
kveðjustund. Eftir stöndum við
með tómarúm í hjarta og skarð
í fjölskyldunni. Minningarnar
hrannast upp frá Hjallavegin-
um og Fellsmúlanum. Mamma
var alltaf til staðar og hélt vel
utan um hópinn sinn. Hún
fylgdist vel með lærdómnum og
hvatti okkur til að leggja okkur
fram og sýna vandvirkni. Hún
sjálf var afar vandvirk og
vinnusöm alla sína ævi. Ung
þurfti hún að axla mikla ábyrgð
vegna veikinda móður sinnar.
Það þótti gott að verða gagn-
fræðingur á hennar tíma en það
var ekki þrautalaust, hún þurfti
að fá að lesa í námsbókum vin-
konu sinnar og þegar að próf-
um kom sótti skólastjórinn
hana heim, þar sem hún var við
það að gefast upp vegna veik-
inda á heimilinu. Var hún þakk-
lát fyrir hans inngrip alla tíð.
Hún hafði áhuga á að sinna
umönnunarstörfum og réð hún
sig ásamt Laugu vinkonu sinni
sem starfstúlku á Landakot og
átti það að vera undirbúningur
undir hjúkrunarnám en þá var
hún kölluð heim þar sem faðir
hennar þurfti hjálp með heim-
ilið.
Þegar mamma var búin að
koma börnum sínum á legg hóf
hún störf á Kleppsspítala sem
var í göngufæri við Hjallaveg-
inn. Í framhaldi af þeim störf-
um hóf hún nám sem sjúkraliði
og nú deildum við námsbókum
þar sem ég var í kennaranámi á
sama tíma. Mamma vann sem
sjúkraliði til sjötugs. Flug-
hræðsla fylgdi henni alla tíð,
það var óheppilegt þar sem hún
var frá Vestmannaeyjum og
langaði oft að skreppa til Eyja
en Herjólfur gekk þá frá
Reykjavík og löng sigling fyrir
Reykjanesið. Hún herti sig þó
upp og fór í nokkrar utan-
landsferðir. Hún kom til dæmis
í heimsókn til okkar til Dan-
merkur með móður sína og
Beggu Halla. Við leigðum bíl
og ferðuðumst um, yndislegar
minningar eru um þá ferð.
Mamma og pabbi hófu upp-
byggingu Bræðraborgar á
Stokkseyri og varð það þeirra
sælureitur. Þar naut fjölskyld-
an þess að vera saman við leik
og störf. Okkar samverustundir
urðu líka margar í okkar sum-
arhúsi í Vaðnesi, þar fannst
henni hún vera á 5 stjörnu hót-
eli og þar bakaði hún flatkökur
fyrir 90 ára afmælið sitt. Hún
dvaldi þar í viku um síðustu
páska. Eftir andlát pabba
keypti hún sér íbúð í lyftuhúsi
á Strikinu í Garðabæ en þá var
Auður nágranni hennar flutt
þangað og fylgdust þær því að
og með hvor annarri. Hún átti
góðar vinkonur í frænkum sín-
um Mundu, Möggu, Ástu og
Dóru, þær spiluðu saman í
mörg ár. Ásta og Dóra spiluð
við hana fram á síðasta dag og
þökkum við innilega fyrir
þeirra umhyggju. Samheldni
systkinanna frá Reykjum entist
alla ævina og talaði mamma
alltaf um strákana sína.
Mamma prjónaði mjög mikið
alla ævi og minnast margir í
stórfjölskyldunni barnasokk-
anna, hún prjónaði þá síðustu
viku fyrir andlátið. Hún nefndi
það við mig núna fyrir stuttu
að hún þyrfti að fá garn í peysu
það væri meðfærilegra en sokk-
arnir. Það eru forréttindi að
halda reisn til síðustu stundar
og það gerði mamma en lík-
aminn var orðinn slitinn eftir
langa ævi.
Hvíl í friði, elsku mamma
mín, takk fyrir allar okkar sam-
verustundir.
Minningarnar eru ljósið í líf-
inu.
Vigdís og Sigurður.
Margs er að minnast þegar
komið er að leiðarlokum hjá
elsku mömmu.
Flestar snúast minningarnar
um þessi daglegu samskipti,
ógleymanlegar veislurnar sem
hún hélt fyrir okkur, matar-
gerðin, jólakökurnar, pönnu-
kökurnar og ekki síst allar
samverustundirnar með pabba
og mömmu á Stokkseyri. En
það mikilvægasta af öllu er það
að mamma hefur alltaf verið til
staðar fyrir okkur börnin henn-
ar og barnabörnin. Allt fram á
síðasta dag gat maður leitað til
mömmu með ráðleggingar um
alla mögulega og ómögulega
hluti og oftar en ekki hafði hún
sterkar skoðanir á hlutunum.
Áhugi mömmu og væntum-
þykja fyrir börnum og barna-
börnum sínum var ósvikin og
fylgdist hún alltaf vel með sínu
fólki og hvatti áfram í námi og
starfi. Ekki vantaði heldur upp
á að hún væri með alla afmæl-
isdaga á hreinu og passað vel
upp á að hafa samband og
senda einhvern glaðning.
Mamma var alltaf mikil
hannyrðakona og saumaði mik-
ið á börnin sín á árum áður.
Ýmis útsaumur og prjónaskap-
ur liggur eftir hana auk þess
sem ófá ungbörnin hafa fengið
sokka frá henni.
Ef tími gafst til fannst henni
fátt skemmtilegra en grípa í
spil. Þeir eru ófáir sem hafa
spilað með mömmu í gegnum
tíðina en þar má helst nefna
hennar góðu frænkur og vin-
konur frá Vestmannaeyjum
þær Ástu, Dóru, Möggu og
Mundu auk þess sem Jón Grét-
ar hefur tekið með henni ófáa
slagi.
Þó að mamma væri alltaf
fyrst og fremst Vestmannaey-
ingur og fylgdist alltaf grannt
með því hvað væri að frétta af
strákunum og öðrum í Eyjum
þá hafði hún mjög sterkar
taugar til Stokkseyrar eftir að
hún og pabbi eignuðust þar hús
og gerðu upp. Ósjaldan hélt
hún því fram að þar væri besta
umhverfið, besta veitingahúsið
og jafnvel besta veðrið.
Elsku mamma, við þökkum
þér allar yndislegu samveru-
stundirnar og allan stuðninginn
í gegnum tíðina.
Hvíldu í friði,
Guðjón Þór Victorsson
og fjölskylda.
Í dag er til moldar borin
elskuleg tengdamóðir mín Jó-
hanna Guðjónsdóttir eða Jó-
hanna á Reykjum eins og hún
var oft kölluð. Mér er það ljúft
að minnast þeirra fjölmörgu
ánægjustunda sem við áttum
saman með fjölskyldu minni.
Okkar fyrstu kynni voru í
Fellsmúlanum árið 1977, Jó-
hanna og Victor tóku mér strax
opnum örmum en þangað hafði
mér verið boðið í sunnudags-
mat.
Jóhanna var einstök að gæð-
um og alla tíð hugsaði hún fyrst
og fremst um velferð og þarfir
annarra langt umfram sínar
eigin, hennar heitasta ósk var
að fjölskyldunni liði vel. Hugur
hennar var oft í Vestmanna-
eyjum hjá bræðrum hennar og
fjölskyldum þeirra. Það er ekki
auðvelt að nefna eitthvað eitt
sem sker sig úr þessi 40 ár sem
við Jóhanna þekktumst, það
væri þá helst að nefna Bræðra-
borgina á Stokkseyri þar sem
Jóhanna og Victor áttu ótal-
margar ánægjustundir. Þar
hittist stórfjölskyldan gjarnan
og Jóhanna bakaði þar sínar
frægu pönnukökur. Hún hafði
mikinn áhuga á barnabörnun-
um sínum og langömmubörnum
og fylgdist ætíð vel með hvað
hvert og eitt þeirra var að gera
hverju sinni. Við fjölskyldan
eigum margar skemmtilegar
minningar með Jóhönnu og
Victori, t.d. ferðalög bæði inn-
anlands og utan. Má þar nefna
margar ferðir til Vestmanna-
eyja og sumarbústaðaferðirnar
austur á land, á Einarsstaði og
Lón. Í þessum ferðum fékk
Benzinn hans Victors að
smyrja upp á ventlana eins og
hann kallaði það. Einnig eru
mér minnisstæðar ferðirnar til
Kanaríeyja og Þýskalands.
Jóhanna eyddi ófáum stund-
um í að spila við vini og vanda-
menn ásamt því að prjóna
sokka allt fram á síðasta dag.
Síðustu æviárin eftir að Victor
féll frá bjó hún á Strikinu 8 í
Garðabæ. Dugnaðurinn og
ákveðnin leyndi sér ekki, hún
vildi og ætlaði sér að búa þar
áfram.
Elsku Jóhanna mín, nú er
komið að kveðjustund. Blessuð
sé minning þín.
Þinn tengdasonur,
Ævar Valgeirsson.
Jóhanna tengdamamma mín
hélt nýverið upp á 95 ára af-
mælið sitt. Það var ánægjulegt
að sjá hversu margir sáu sér
fært að gleðjast með henni á
þessum tímamótum. Nú er hún
fallin frá þremur vikum síðar.
Ég kynntist Jóhönnu fyrir 40
árum þegar leiðir okkar Lilju
Dóru lágu saman. Jóhanna tók
mér strax mjög vel og ein-
kenndust samskipti okkar alveg
frá upphafi af gagnkvæmri
virðingu og hjálpsemi. Þær eru
ófáar gleði- og ánægjustundirn-
ar sem við fjölskyldan áttum
með Jóhönnu og Victori. Allir
komu saman í Fellsmúlanum,
þar sem Jóhanna var bæði
samnefnarinn og límið sem öllu
hélt saman. Einnig eru hinar
stundirnar ekki síður eftir-
minnilegar, þegar fjölskyldan
safnaðist saman í sumarbú-
staðnum á Stokkseyri, þar sem
Jóhanna og Victor byggðu sér
sælureit með aðstoð barna og
tengdabarna, þar sem há tré
veita nú skjól fyrir vindum.
Jóhanna var ákaflega mikil
fjölskyldumanneskja. Hún
fylgdist með afmælisdögum
allra í stórfjölskyldunni og sá
til þess að allir fengju glaðning
við hæfi. Jólin hennar voru líka
sannkölluð hátíð ljóss og friðar
sem við nutum með henni. Hún
lét sig miklu varða hvernig
fólki leið og farnaðist í lífinu.
Gladdist yfir sigrum sinna nán-
ustu og annarra og tók þátt í að
aðstoða þá sem þess þurftu
með.
Jóhanna varð fyrir þungbær-
um sorgum í lífinu þegar hún
missti systur sína og síðar tvær
dætur úr veikindum og bróður
sinn af slysförum auk annarra
áfalla. Þessi áföll mörkuðu líf
hennar alla tíð. En Jóhanna var
gædd miklum mannkostum sem
leiddu hana í gegnum þessar
raunir. Samkennd og væntum-
þykja vagnvart náunganum,
ásamt heiðarleika voru eigin-
leikar sem einkenndu líf henn-
ar. Hún lifði líka mjög reglu-
sömu lífi og var okkur mikil
fyrirmynd í þeim efnum.
Jóhanna hélt fullri andlegri
reisn alveg fram á síðasta dag,
en líkamlega þrekið var farið
að bresta. Fljótlega eftir að
Victor féll frá, fyrir sjö árum,
flutti Jóhanna á Strikið í
Garðabæ. Það var Jóhönnu
mikils virði að geta verið sem
lengst heima og studdu börnin
hana í því með daglegri aðstoð
og umhyggjusemi. Nýverið
varð ljóst að hún gæti ekki
haldið heimili ein og beið hún
eftir vistunarúrræði þegar hún
lést. Endalokin komu nokkuð
óvænt og tók hún þeim af
æðruleysi með öll börnin sín við
dánarbeðinn. Jóhönnu verður
sárt saknað sem svo lengi hefur
verið stór hluti af tilverunni í
gegnum mikil og oft dagleg
samskipti.
Í dag leita margar minningar
á hugann, góðar minningar sem
gott er að eiga um góða konu.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði.
Halldór Frímannsson.
Jóhanna
Guðjónsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Jóhannu Guðjóns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GISELA FR. E. STEFFEN,
húsmóðir og fatahönnuður,
Hamraborg 16, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 28. júní.
Hún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju
þriðjudaginn 11. júlí klukkan 14.
Ingimundur Einarsson
Stefán Einarsson Arna Ævarsdóttir
Tómas Einarsson Hanna Júlía Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA SÍMONARDÓTTIR,
lést 3. apríl í Denver, Colorado, og verður
jarðsungin frá Hrepphólakirkju föstudaginn
7. júlí klukkan 16.
Rúnar Ásgeirsson Hafdís Garðarsdóttir
Haukur Ásgeirsson Pauline Martin
Ása Ásgeirsdóttir Rick Cote
Ásgeir Ásgeirsson Cindy Sigurðsson
Sigurður Ásgeirsson Beth Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
AÐALHEIÐUR KJARTANSDÓTTIR,
Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli,
verður jarðsungin frá Voðmúlastaðakapellu,
Austur-Landeyjum, laugardaginn 8. júlí
klukkan 14.
Viðar Marmundsson Bóel Ágústsdóttir
Hjördís Marmundsdóttir Ingvi Ágústsson
Gunnar Marmundsson Guðrún Óskarsdóttir
Ingibjörg Marmundsdóttir
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MAGNEA G. HANNESDÓTTIR WAAGE
lést þriðjudaginn 4. júlí.
Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju
mánudaginn 10. júlí klukkan 13.
Edda Vilborg Guðmundsd. Elías Sv. Sveinbjörnsson
Ágúst Guðmundson
Elísabet Waage
Kristín Waage Reynir Þór Finnbogason
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar yndislegi
ÓLI ÓLAFSSON,
Óli í Holti,
sjómaður,
sem andaðist mánudaginn 3. júlí,
verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju
sunnudaginn 9. júlí klukkan 14.
Lilja Þórarinsdóttir
og aðrir aðstandendur