Morgunblaðið - 31.07.2017, Síða 1
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Uppskera Kornið þarf mikla sól.
„Kornið er svolítið frekt og þarf
bara ákveðið magn af sól til að
þroskast. Það er vonandi að þessi
norðanátt núna staldri ekki lengi
við. Þessir góðu dagar mættu verða
fleiri,“ segir Eymundur Magnús-
son, kornbóndi í Vallanesi á Fljóts-
dalshéraði, og bendir á að hann sjái
dagamun á korninu sínu og vonar
það besta.
Annars staðar á landinu eru horf-
urnar nokkuð góðar hvað kornupp-
skeru varðar, m.a. á Þorvaldseyri
undir Eyjafjöllum. » 4
Bændur
bjartsýnir
Útlitið víða gott
M Á N U D A G U R 3 1. J Ú L Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 182. tölublað 105. árgangur
SEGIR ÍSLEND-
INGA KART-
ÖFLUSJÚKA
BESTI
ÁRANGUR
ÓLAFÍU
ÍSLENSK LJÓÐ-
LIST LIFIR
GÓÐU LÍFI
GOLF ÍÞRÓTTIR NÝ LJÓÐABÓK 26NÝ UPPSKERA 10
Það má með sanni segja að kátt hafi verið á
Klambratúni í gær þegar barnahátíðin „Kátt á
Klambra“ var haldin. Leggur hátíðin áherslu á
gagnvirkni og sköpun fyrir alla fjölskylduna.
Hátíðin var nú haldin í annað sinn, en hún fékk
afar góðar undirtekir á síðasta ári. Þegar ljós-
myndara Morgunblaðsins bar að garði sátu
nokkrir gestir hátíðarinnar í grasinu og iðkuðu
jóga í góða veðrinu. Þó fannst nokkrum erfitt að
standast freistingu kandíflossins á meðan á jóga-
stundinni stóð. Áfram er von á ágætu hæglætis-
veðri á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á
landinu næstu daga. Hitastig mun þó lækka lítil-
lega þegar líða tekur á vikuna. Þá gæti stöku
skúra gætt sunnantil á morgun. »11
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kandífloss og jóga í veðurblíðunni á Klambratúni
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Glatt var á hjalla við Úlfljótsvatn í
gær þegar alþjóðlega skátamótið
World Scout Moot stóð sem hæst.
Um sex þúsund skátar frá um
hundrað löndum léku á als oddi er
þeir hittust að nýju eftir annasama
viku í hópastarfi í öllum lands-
hlutum. Mótið er nú haldið í fyrsta
sinn á Íslandi og hefur það aldrei
fyrr verið jafn fjölmennt og nú.
Dagskráin hófst í síðustu viku og
var skátunum skipt upp í tólf hópa
sem sinntu ýmsum verkefnum víða
um landið. Fóru þeir í fjallgöngur
og klifur auk þess sem þeir sinntu
samfélagsþjónustu. Í gær kynntu
skátar frá mismunandi þjóðum
menningu sína og skátunum gafst
færi á að kynnast enn betur.
Fjölmenning í forgrunni
Undirskrift mótsins í ár er
Breyting, og miðaði dagskráin m.a.
að því að leiða saman ólíka menn-
ingarheima. Eins og flestir þekkja
eru skátahreyfingar í fjölmörgum
löndum í öllum heimsálfum.
„Á mótinu eru þátttakendur frá
öllum heimsálfum á aldrinum 18-25
ára og var gærdagurinn ætlaður til
þess að undirstrika fjölbreytileika
og mikilvægi þess að við nýtum
fjölbreytileikann sem styrk og tæki
til að stuðla að friði,“ sagði Sölvi
Melax, kynningarfulltrúi mótsins.
Formlegri dagskrá lýkur á mið-
vikudag og munu um fimm þúsund
skátar dvelja við Úlfljótsvatn þang-
að til.
Forseti er bjartsýnn
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands og verndari skátahreyf-
ingarinnar á Íslandi, sótti skátana
heim og átti með þeim góða stund.
„Maður sér þegar maður fer hér
um svæðið að allir eru staðráðnir í
að læra eitthvað og skiptast á hug-
myndum. Og hví ekki að vera bjart-
sýnn? Auðvitað eru mörg vandamál
sem steðja að heiminum. Það er fá-
tækt, hungursneyð og átök. En á
sama tíma er þróunin að mörgu
leyti jákvæð. Ég tel að heimurinn
sé betri en hann var fyrir nokkrum
öldum. Við þurfum að líta fram á
við, bjartsýn, og við þurfum á fólki
eins og skátunum að halda til að
vera afl til góðs,“ sagði hann.
Fjör og fjölbreytni á mótinu
World Scout Moot á hápunkti í gær 6.000 skátar alls staðar að úr heiminum
Ólíkir menningarheimar mættust Forseti Íslands heimsótti skátana í gær
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dansað Skátarnir tengdust tryggðarböndum og dönsuðu dátt í gær.
MSkátamótið náði hápunkti »6
Heildarmynd
fæst af lunda-
varpi í vikunni
þegar lundaralli
lýkur. Loka-
hnykkurinn
verður í Vest-
mannaeyjum, en
athugun á varpi
þar fer fram í
miðri viku og
tekur um tvo daga. Varp var seint í
ár og verða pysjur á ferli fram í lok
september.
Gerðar hafa verið athuganir í
Dyrhólaey, í Grímsey á Steingríms-
firði og í Vigur. Af þeim stöðum þar
sem athuganir hafa farið fram er
almennt ágætt varp. Mikið fæði er
fyrir lunda í Faxaflóa og á Norður-
landi, en fyrir norðan er heldur
meira af loðnu í fæði en í fyrra. »2
Lundavarp liggur
fyrir í vikulok
Varpið lofar góðu.
Nú er lag fyrir Íslendinga að
skipta yfir í græna orku. Þetta er
mat Runólfs Ólafssonar, fram-
kvæmdastjóra FÍB, en hann á von á
mikilli fjölgun rafbíla hér á landi á
næstu árum. Aðspurður segir hann
tækifærin m.a. felast í því að aldur
bílaflotans sé hár. Grundvallar-
atriði sé þó að stjórnvöld móti
skýra stefnu til framtíðar.
„Við þurfum að hugsa aðeins
lengra en til næsta árs. Það er
nokkuð sem við verðum að læra af
þjóðunum í kringum okkur,“ segir
Runólfur, en stjórnvöld í Bretlandi
og Frakklandi hafa á síðustu vikum
gefið út að sala á bensín- og dísil-
bílum verði bönnuð frá og með
árinu 2040. »2
Ísland marki stefnu
til lengri tíma