Morgunblaðið - 31.07.2017, Side 12
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja@mbl.is
V
ið fórum með fjallafélag-
inu í ferð upp í grunn-
búðir Everest síðastlið-
inn nóvember og hittum
á leiðinni margt fólk sem
býr í Khumbu-dalnum í Nepal. Við
vorum með marga innfædda leið-
sögumenn, og heilluðumst algjörlega
af þessu fólki. Þó að þarna ríki ótrú-
leg fátækt þá eru þau samt svo gjaf-
mild og glöð, eitthvað sem mér þykir
til eftirbreytni,“ segir Guðrún Harpa
Bjarnadóttir sem fór ásamt fríðu
föruneyti til Nepals síðastliðið haust í
þeim tilgangi að klífa hluta af Eve-
rest. Ferðin reyndist örlagavaldur í
lífi Guðrúnar.
Dularfull kona á Instagram
„Árið 2015 varð stór jarðskjálfti í
Nepal sem olli mikilli eyðileggingu.
Það blasti við þegar við löbbuðum
upp dalinn svo okkur langaði að finna
einhverja leið til þess að gefa af okk-
ur, í þakklætisskyni fyrir þessar góðu
móttökur sem við fengum.“ Spurð
hvers vegna samtökin Empower
Nepali Girls hafi orðið fyrir valinu
segir Guðrún það hafa verið fyrir al-
gjöra tilviljun. „Það voru töfrar sam-
félagsmiðlanna sem að leiddu okkur
þangað. Eftir að ég kom heim frá
Nepal setti ég mynd inn á Instagram
og stuttu síðar tók ég eftir því að það
var einhver kona búin að líka við
myndina. Ég er ekki vön því að fólk,
mér ókunnugt, líki við myndirnar
mínar.“
Forvitnin varð yfirsterkari og
Guðrún ákvað að kanna hver dul-
arfulla konan væri. „Ég fór að skoða
prófílinn hennar og þá kom í ljós að
Hægt að gera svo
mikið fyrir svo lítið
Guðrún Harpa Bjarnadóttir hélt í örlagaferð til Nepals síðastliðið haust.
Í kjölfarið komst hún á snoðir um samtökin Empower Nepali Girls sem styrkja
ungar fátækar stúlkur í Nepal til náms. Guðrún heillaðist af starfi þeirra og
ákvað að stofna Íslandsdeild til styrktar samtökunum, sem hafa á síðastliðnum
15 árum unnið mikið og gott starf í þágu nepalskra stúlkna.
Frumkvöðull Guðrún Harpa Bjarnadóttir sést hér ásamt ungum stúlkum í
Nepal. Guðrún stofnaði Íslandsdeild Empower Nepali Girls.
Fjallakona Sara Safari er meðlimur Empower Nepali Girls. Hér er hún á
Everest, sem hún kleif til styrktar samtökunum.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
Við erum oft minnt á að vanda orða-
lag okkar. Og það virðist ekki úr lausu
lofti gripið samkvæmt grein sem
birtist á vef breska miðilsins BBC.
Orð virðast segja mun meira heldur
en bara það sem við ætlum þeim. Allt
frá stöðuuppfærslum á Facebook yfir
í netpóstinn sem við notum. Fólk sem
er í eðli sínu félagsverur á það til að
vera háværara og málglaðara en þeir
sem eru meira fyrir einveru.
Mikill munur er á orðanotkun fólks
sem flokkast sem félagsverur, og
þeirra sem kjósa einveru. Fyrir nokkr-
um árum var gerð rannsókn með 40
þátttakendum. Öllum þátttakendum
voru sýndar nokkrar myndir af mis-
munandi aðstæðum og þeir beðnir
um að lýsa þeim.
Niðurstaðan leiddi í ljós að fé-
lagsverurnar lýstu flestum að-
stæðum með frjálslegu orðalagi, á
meðan innhverfu einstaklingarnir
voru mun nákvæmari. Með öðrum
orðum, þeir sem kjósa frekar að vera
út af fyrir sig fara mun nánar út í
smáatriði. Félagsverurnar eru því
mun líklegri til þess að segja: „Þessi
grein er frábær“ á meðan innhverfu
einstaklingarnir myndu frekar segja
„þessi grein er upplýsandi.“
Orðin sem við notum geta sagt ansi margt um okkur
AFP
Skriftir Orðaval okkar, bæði í skrifum og töluðu máli segir ýmislegt um okkur.
Orðavalið og persónuleikinn
Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræð-
ingur og Guðni Valberg arkitekt fara
með fólk í gönguferð og fjalla um þær
opinberu byggingar sem að stóð til
að reisa við Arnarhól. Gangan mun
hefjast fyrir framan Menningarhús
Grófinni milli Tryggvagötu 15 og 17,
klukkan 20.00 hinn 3. ágúst. Þaðan
verður gengið á Austurvöll og Alþing-
ishúsið rætt. Á leiðinni frá Aust-
urvelli að Arnarhóli, þar sem göng-
unni lýkur, verður fjallað um
byggingarsögu Þjóðleikhússins. Á
hólnum verður svo rætt um skipulag
opinbera bygginga á Arnarhóli frá
1906 og fleira til.
Gönguferð um miðbæinn og byggingar skoðaðar
Reykjavík sem
aldrei varð
Morgunblaðið/Ófeigur
Arnarhóll Hóllinn í hjarta miðbæj-
arins hefur fengið að halda sér.
Öll þekkjum við einhvern sem þykir
örlítið sérvitur. Á vef BBC má finna
skemmtilega grein um sérstaka dynti
nokkura helstu brautryðjenda mann-
kyns. Nikola Tesla gerði afar sér-
stakar æfingar með tærnar á sér á
hverju kvöldi. Hann kreppti þær allt
að hundrað sinnum en hann hélt því
fram að æfingarnar hjálpuðu honum
að örva heilann.
Paul Erdos, einn fremsti stærð-
fræðingur 20. aldarinnar, neytti am-
fetamíns. Þegar vinur hans veðjaði
við hann að hann gæti ekki hætt að
nota efnið í heilan mánuð tók Erdos
því veðmáli og vann það en var samt
sem áður ósáttur. „Þú hefur sett
stærðfræðina aftur um heilan mán-
uð,“ á Erdos að hafa sagt. Isaac New-
ton kaus öllu hefðbundnari sérvisku
en hann átti það til að gorta sig af
skírlífi sínu. Hinn heimsþekkti stærð-
fræðingur Pythagoras lagði blátt
bann við því að baunir kæmust ein-
hvern nálægt honum og Benjamin
Franklin trúði því að það að fylla bað-
kar af engu nema lofti og baða sig í
því gerði sér gott.
Öll erum við sérvitur en sumir ganga lengra en aðrir
Sérviska og sérkennilegir
dyntir helstu frumkvöðla heims
AP
Benjamin Franklin Stjórnmálamaðurinn er sagður hafa baðað sig í lofti.