Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017
Frá
morgni
líkama
og sál
fyrir alla
fjölskylduna í
þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir
líkama
Laugarnar í Reykjavík
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Kartöfluuppskera er hafin og segir Jón Jóhannsson,
garðyrkjubóndi í Mosskógum í Mosfellsdal, að eftir-
spurnin sé, eins og alltaf, mikil eftir nýjum kartöflum.
„Íslendingar eru einfaldlega kartöflusjúkir, það verð ég
bara að segja. Þetta er svo mikil hefð hérna á Íslandi.
Það er dálítil tilhlökkun að fá nýjar kartöflur,“ segir
Jón í samtali við Morgunblaðið.
Í Mosskógum eru einnig rekin útimarkaður og tjald-
svæði. Aðsóknin er mikil og er aðkomufólk sólgið í nýj-
ar kartöflur, að sögn Jóns. „Þegar ég fór út á tjaldstæði
í fyrradag sátu þar menn og konur og átu einungis
kartöflur með smjöri. Ekkert annað meðlæti var með.
Mér fannst það svolítið fyndið,“ segir Jón glaður í
bragði.
Kartöfluuppskera svipuð og síðustu ár
Spurður út í uppskeruna í ár, samanborið við undan-
gengin ár, segir Jón hana nokkuð svipaða. „Þetta er
alltaf sami tíminn hérna á Íslandi. Maður er bara svo
óþolinmóður að maður vill alltaf fá kartöflurnar upp
strax. Það er ekki fyrr en um mánaðamót júlí og ágúst
sem maður nær að stelast í garðana.“
Hann segir rauðar íslenskar væntanlegar um aðra
helgi en þó geti verið að einhverjir bændur verði byrj-
aðir að taka upp rauðar kartöflur fyrir þann tíma. Pre-
mier-kartöflur koma yfirleitt hálfum mánuði til þremur
vikum á undan. „Þær eru allt öðruvísi kartöflur og
koma því fyrr upp,“ segir Jón.
Hlutirnir gerast hratt þegar tekur að dimma
Spurður hvernig hljóðið sé í öðrum kartöflubændum
segir Jón að það hljóti einnig að vera gott. „Júnímán-
uður var slæmur. Kalt var í veðri og ekkert skeði. Síðan
gerast hlutirnir hratt þegar dimma tekur á næturnar
og því lengur sem kartöflurnar eru látnar þroskast því
lengur geymast þær.“ Hann segir þó að þau í Mos-
skógum séu ekki að leitast við að geyma kartöflurnar
heldur sé stefnan að selja þær nýuppteknar. „Ég segi
við fólk sem kemur á útimarkaðinn: Takið það sem þið
ætlið að borða, komið síðan seinna og sækið meira því
þetta eru ekki geymslukartöflur.“
Morgunblaðið/Hanna
Kartöfluuuppskera Jón Jóhannsson garðyrkjubóndi segir eftirspurnina ávallt mikla eftir nýjum kartöflum.
Sjúkir í nýjar kartöflur
Rík hefð fyrir kartöflum Júní var slæmur en útlit farið
að batna Rauðar kartöflur væntanlegar á næstu vikum
Stjórn Landssambands smábátaeig-
enda (LS) skorar á sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra að beita sér nú
þegar fyrir breytingu á lögum um
veiðigjald, en 1. september nk.
hækkar gjaldið um tugi prósenta.
„Þetta er á annað hundrað pró-
senta hækkun en fiskverðið lækk-
ar,“ segir Örn Pálsson, formaður
LS, en veiðigjald hækkar t.d. á
þorsk um 107% og ýsu um 127%.
Örn segir þessa ákvörðun byggjast á
forsendum ársins 2015 þegar útgerð
gekk vel, en sterkt gengi íslensku
krónunnar ásamt lækkandi fiskverði
hafi veikt sjávarútveginn.
„Við komum jafnframt með hug-
myndir um hvernig hægt sé að jafna
stöðu sjávarútvegsfyrirtækjanna
með þrepaskiptingu í gjaldtöku,“
segir Örn, en hann telur að minni
sjávarútvegsfyrirtækin og smábáta-
eigendur muni fara sérstaklega illa
út úr hækkununum.
Um 80% af veiðum smábáta
„Stærri fyrirtækin eiga auðveld-
ara með að færa sig yfir í aðrar teg-
undir, en þorskur og ýsa eru u.þ.b.
80% af veiðum smábáta,“ bætir Örn
við. „Minni útgerðir hafa líka lítið
endurnýjað sig, enda enn skuldsett-
ar eftir hrunið,“ bendir Örn enn-
fremur á.
Í umræðu um stjórn fiskveiða í
vor ræddi Páll Magnússon, formað-
ur atvinnuveganefndar, um vanda
minni útgerða. Páll upplýsti að hann
hefði rætt við sjávarútvegsráðherra
um vanda smærri útgerða og væri
að vænta tilkynningar um að í sumar
fari fram sérstök úttekt á stöðu
þessara fyrirtækja. ernayr@mbl.is
Fiskverð lækkar
en gjaldið hækkar
Veiðigjöld á þorsk og ýsu hækka um
á annað hundrað prósent í haust
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Bátur Stjórn Landssambands smá-
bátaeigenda skorar á ráðherra.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð
til um miðnætti, aðfaranótt sunnu-
dags, vegna áfloga á Ásbrú. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni
áttu í hlut erlendir verkamenn sem
hafa aðsetur í blokk einni í hverfinu.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var
einnig kölluð út og var einn bíll henn-
ar sendur á staðinn. Þá barst liðs-
auki frá lögreglunni á Keflavíkur-
flugvelli.
„Hópmyndun, ölvun og ósætti“
leiddu til áfloganna samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu, en mikill hiti
og æsingur var í átökunum og að-
stæður erfiðar. Nokkurn tíma tók að
stilla til friðar, en alls voru 25 til 30
manns á staðnum. Allir sem komu
við sögu eru búsettir í umræddri
blokk.
Einn maður slasaðist í átökunum
og var hann sendur á sjúkrahús til
aðhlynningar með skurð á fæti eftir
hnífstungu.
Sá sem beitti hnífnum var hand-
tekinn og skýrsla tekin af honum í
kjölfarið. Málið telst upplýst og var
hinum grunaða sleppt að lokinni
skýrslutöku.
Í frétt Víkurfrétta í gær sagði
meðal annars að í hlut hefðu átt hæl-
isleitendur sem dvalið hefðu í hús-
næði á vegum Útlendingastofnunar
á Ásbrú. Lögregla segir þær upplýs-
ingar rangar.
Ljósmynd/KeilirÁsbrú
Ásbrú Einn var sendur á sjúkrahús til aðhlynningar með skurð á fæti.
Slógust ölvaðir
með hnífum
Einn sendur á slysadeild með skurð
Aðeins þrír hafa valið að hlaupa
til styrktar Afstöðu, félagi fanga, í
Reykjavíkurmaraþoninu í ár, en
félagið auglýsti á dögunum eftir
hlaupurum. „Auglýsingin hefur nú
ekki skilað sér beint, en þrír er
miklu betra en ekki neitt,“ segir
Guðmundur Ingi Þóroddsson, for-
maður Afstöðu. Þetta sé í raun
aukning vegna þess að í fyrra
hlupu tveir til styrktar félaginu.
Að sögn Guðmundar er fjöldi ann-
arra góðra félaga í boði einnig
ástæða þess að erfiðlega gengur
að fá hlaupara til liðs við Afstöðu.
„Þegar fólk fer að velja sér félag
er kannski erfitt að velja fanga,“
segir Guðmundur. Hann segir
standa til að víkka út starfsemi fé-
lagsins, það vilji m.a. einbeita sér
að atvinnumálum fanga og ein-
blína á aðstandendur.
Fangar óska eftir hlaupurum í maraþoni