Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Stærsta skátamót sem haldið hefur
verið hér á landi, alþjóðlega skáta-
mótið World Scout Moot, náði há-
punkti sínum um helgina þegar tæp-
lega 6.000 skátar frá um 100 löndum
hittust við Úlfljótsvatn. Þetta er í
fyrsta sinn sem mótið er haldið hér
á landi, en mótið er haldið á fjögurra
ára fresti víðsvegar um heiminn.
Sölvi Melax, fjölmiðlafulltrúi
World Scout Moot, segir þátttak-
endur mótsins vera ungt fólk á aldr-
inum 18-25 ára auk sjálfboðaliða 26
ára og eldri. Um er að ræða eitt
stærsta einstaka verkefni sem ís-
lenska skátahreyfingin hefur tekið
að sér, en gærdagurinn var ætlaður
til þess að leggja áherslu á fjöl-
breytileika.
„Á mótinu eru þátttakendur frá
öllum heimsálfum á aldrinum 18-25
ára og var gærdagurinn ætlaður til
þess að undirstrika fjölbreytileika
og mikilvægi þess að við nýtum fjöl-
breytileikann sem styrk og tæki til
að stuðla að friði en undirskrift
mótsins er einmitt breyting,“ segir
hann í samtali við Morgunblaðið.
Mótið náði hápunkti í gær
Mótið hófst 25. júlí síðastliðinn
þegar þátttakendum var skipt upp í
ellefu hópa. Sölvi segir að skátunum
hafi verið dreift víðsvegar um land-
ið.
„Í síðustu viku skiptum við hópn-
um upp og dreifðum þeim síðan á
ellefu mismunandi staði landinu,
sumir voru í Hveragerði og aðrir á
Selfossi og svo framvegis. Það var
dregið í hópa þannig að fólk gat
lent með hverjum sem er, en við
áætlum að í hverjum hópi hafi verið
fólk frá um það bil 20 mismunandi
löndum,“ segir Sölvi og bætir við að
vel hafi verið tekið á móti hópnum
þegar fólk sameinaðist á nýjan leik í
fyrradag.
„Það var mikið fjör þegar hóp-
urinn hittist aftur á laugardaginn
við opnunarhátíðina við Úlfljóts-
vatn. Það má síðan segja að við höf-
um náð hápunkti þegar karnivalið
og dansarnir hófust [í fyrradag], en
sú dagskrá var skipulögð af skáta-
félögum landanna,“ segir Sölvi.
Fyrsta skátamót forsetans
Forseti Íslands, Guðni Th. Jó-
hannesson, heimsótti hátíðina í gær
og kynnti sér starf skátanna. Guðna
leist vel á stemninguna og skemmti
sér vel með skátunum.
„Það er frábært að sjá þennan
hóp sem er samankominn hér.
Gaman að sjá hversu vingjarnlegir
allir eru og hvað allir eru staðráðnir
í að skemmta sér vel, en læra eitt-
hvað nýtt á sama tíma. Fólkið hér
virðist ákaft í að ná sér í reynslu og
þekkingu til að gera heiminn að
betri stað,“ segir Guðni, en hann er
jafnframt verndari skátahreyfingar-
innar á Íslandi.
Heimsókn Guðna á mótið markar
ákveðin tímamót, en um var að
ræða hans fyrstu heimsókn sem
forseti á skátamót og segir hann
það hafa fyrst og fremst verið
ánægjulegt að heyra hversu vel var
tekið á móti skátunum sem komu að
utan.
„Mér skilst að allir okkar góðu
gestir hafi verið sáttir við land og
þjóð. Það var því mjög vel tekið á
móti fólki, sem er afar ánægjulegt,“
segir Guðni.
Fjölbreytni Skátarnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir, en um 6.000 skátar eru á mótinu. Leikur Skoski hópurinn sýndi listir sínar og skörtuðu skátarnir m.a. pilsinu fræga.
Skátamótið náði hápunkti í gær
Stærsta skátamót sem haldið hefur verið hér á landi Tæplega 6.000 skátar frá um 100 löndum
gerðu sér glaðan dag við Úlfljótsvatn Forseti Íslands heimsótti mótið og kynnti sér starf skátanna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mótssvæði Úlfljótsvatn hefur lengi verið heimavöllur skáta hér á landi og hafa fjölmargir erlendir skátar sótt
svæðið heim undanfarin ár. Þar má m.a. finna sig- og klifurturn, þrautabrautir og báta, en vatnið heillar oft.
„Þetta er fyrsta stóra alþjóðlega mótið sem
ég tek þátt í. Maður hefur að sjálfsögðu verið
þátttakandi á minni mótum heima fyrir, en
þetta er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Jose
Rodriguez, sem ferðaðist í um 14 klukku-
stundir frá Mexíkó hingað til lands til þess að
taka þátt í skátamótinu.
Þegar blaðamann bar að garði var sann-
kölluð rjómablíða við Úlfljótsvatn. Jose segist
ekki hafa gert ráð fyrir svo góðu veðri. „Ég
bjóst alls ekki við þessu veðri, en alveg síðan
ég kom hefur veðrið verið alveg magnað.“
Bjóst alls ekki við svona
góðu veðri á Íslandi
Það er bæði hægt að taka þátt í skátamótinu
sem þjónustuaðili eða þátttakandi. Þetta segir
Helen Firnes frá Bretlandi, sem í fyrsta skipti
tekur þátt í alþjóðlegu skátamóti sem hluti af
þjónustuliði Breta.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég er ekki þátt-
takandi heldur hlutiaf þjónustuliðinu. Ég er
orðin of gömul til þess að vera þáttakandi enda
hef ég verið í þessu í um 20 ár. Mótið í ár er því
aðeins öðruvísi og gjörólíkt því sem ég hef gert
á undanförnum mótum. Þrátt fyrir það finnst
mér þetta alveg ótrúlega skemmtilegt.“
„Mér finnst þetta alveg
ótrúlega skemmtilegt“
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands
og landið hefur svo sannarlega ekki valdið
vonbrigðum,“ segir Andrea, einn meðlima
austurrísku skátahreyfingarinnar. Hún segir
mótið í ár hafa verið gríðarlega skemmtilegt
hingað til.
„Fólkið hérna er alveg ótrúlega gott og
andrúmsloftið mjög þægilegt. Allir á hátíð-
inni njóta þess að hafa gaman og syngja
saman,“ segir Andrea, sem tekur nú þátt í
síðasta skátamóti sínu sem almennur þátttak-
andi, en hún hefur verið skáti í um 20 ár.
„Svo sannarlega ekki
valdið vonbrigðum“
„Ég hef verið skáti síðan ég var sex ára og
það er því ótrúlega skemmtilegt að fá að upp-
lifa svona mót,“ segir hinn breski Justin, sem
staddur er hér á landi í fyrsta sinn.
„Ég hef aldrei komið til Íslands áður og hef
þar af leiðandi ekki séð margt hérna. Það
sem ég hef hins vegar séð hingað til hefur
verið mjög fallegt. Það er eiginlega ekki
hægt að lýsa landslaginu, svo fallegt er það.
Það er vonandi að maður nái að skoða meira
næstu daga,“ segir hann, en Justin ráðgerir
að halda af landi brott á miðvikudag.
Orð fá ekki lýst fegurð
íslensku náttúrunnar