Morgunblaðið - 31.07.2017, Qupperneq 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017
alvöru grillaður kjúklingur
Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585
Opið alla daga kl. 11-22
Mick Jagger, söngvari hljómsveit-
arinnar Rolling Stones, gaf út tvö
ný lög úr smiðju sinni ásamt mynd-
böndum síðastliðinn fimmtudag.
Bæði lögin innihalda pólitíska
ádeilu og segist Jagger aðeins hafa
byrjað að semja þau fyrir örfáum
mánuðum. Hann vildi gefa þau út
strax svo ádeilan ætti enn við.
Þetta kemur fram á vef Guardian.
Annað lagið, sem kallast „Eng-
land Lost“, er sagt frá sjónarhorni
fótboltaáhugamanns sem fer á
landsleik sem tapast. Lagið er í
raun ádeila á útgöngu Englands úr
Evrópusambandinu. Ef marka má
tónlistarmyndbandið er Jagger
ekki hlynntur útgöngu Englands.
Hitt lagið, „Gotta Get a Grip“, er
eins konar úthúðun á pólitískri
menningu sem stjórnað er af geð-
sjúklingum og trúðum sem mata
almenning á fölskum fréttum. Jag-
ger segir skilaboð lagsins vera þau
að þrátt fyrir allt sem er að gerast
í heiminum þurfi fólk að halda
áfram með líf sitt og reyna að
skapa sín eigin örlög.
Hann segist hafa samið bæði
lögin meðan hann var fullur kvíða
yfir breytingum í stjórnmálaheim-
inum.
Reuters
Kvíðafullur Mick Jagger vildi gefa lögin út á meðan ádeilan virkaði.
Jagger syngur um
Brexit og Trump
setning dýrmæt og í ljóðlistinni
finnum við mörg fegurstu skraut-
blóm íslenkrar tungu. Ljóðformið er
líka einlægasta bókmenntaformið
og liggur beint við fyrir skáld að tjá
tilfinningar og sín hjartans mál.“
Alltaf virðist ljóðið ná að lifa af og
kennir sagan okkur að ótti bók-
menntaunnenda við breytingar hef-
ur sjaldnast átt við rök að styðjast.
„Margir höfðu t.d. af því miklar
áhyggjur seint á síðustu öld að fólk
væri hætt að skrifa bréf, en svo kom
tölvupósturinn og allir fóru aftur að
skrifa. Og síðan kom Facebook og
áfram heldur fólk að skrifa og
skrifa, ekki bara fyrir sína nánustu
heldur núna fyrir gervallt netið.“
Tíminn velur bestu ljóðin
Vitaskuld er ekki hægt að kalla
allt meistaraverk sem höfundar og
áhugamenn skrifa í dag, en Páll
minnir á að margt af því sem kveðið
var fyrr á öldum hafi ekki heldur
verið upp á marga fiska. Okkur
hættir til að líta um öxl og finnast
að skáld fyrri tíma hafi samið fal-
legri ljóð en skáld nútímans en
gleymum þá að tíminn hefur vinsað
burt það versta. „Upp úr lággróðr-
inum sprettur alltaf eitthvað merki-
legt. Fólk þarf að yrkja og yrkja og
svo kemur kannski á endanum eitt-
hvað sem skiptir máli. Rappið er t.d.
ekki allra, en er til marks um áhuga
á að nota tungumálið til tjáningar á
skapandi hátt. Þótt það komi ekki
nema einn texti út úr íslensku rappi
sem hægt verður að kalla góðan
kveðskap er það frábært.“
Það slær heldur ekki á bjartsýni
Páls þótt fáar ljóðabækur komi út á
Íslandi. „Það er alveg rétt að það
eru ekki miklir peningar í útgáfu
ljóðabóka á Íslandi og eflaust meira
á því að græða fyrir skáld að skrifa
safaríka spennusögu sem mætti
þýða og selja erlendis. En fyrir vik-
ið eru þeir sem yrkja ljóð að gera
það af ástríðu frekar en af hagn-
aðarvon. Þetta er form sem þau
langar að glíma við og tjá sig með,“
segir hann. „Ég þekki það sjálfur
sem útgáfustjóri að ég fæ í hendur
fleiri handrit að góðum ljóðabókum
en ég hef tök á að gefa út.“Morgunblaðið/RAX
Smekkmaður „Mig langaði til
að gefa sjálfum mér frelsi til að
einfaldlega velja þau ljóð sem
mér þykja góð, og þurfa ekki að
réttlæta það neitt frekar,“ segir
Páll Valsson um ljóðasafnið.
Hér að neðan eru valin ljóð úr nýju bók-
inni. Þar teiknar Jónas Hallgrímsson upp
líf sitt í tveimur stuttum erindum og
Guðný Jónsdóttir yrkir magnað ljóð eftir
að hafa afhent dóttur sína sem tekin var
frá henni með valdboði.
Hannes Pétursson stillir lesandanum
upp á sjávarbotni og hefur endaskipti á
heiminum í magnaðri mynd, en Snorri
Hjartarson segir mannkynssöguna alla í
knöppu kvæði.
Úr Íslenskum
öndvegisljóðum:
LJÓÐSKÁLDIN GETA SAGT MIKIÐ MEÐ FÁUM ORÐUM
Yfir dal, yfir sund
yfir gil, yfir grund
hef eg gengið á vindléttum
fótum;
eg hef leitað mér að
hvar eg ætti mér stað,
út um öldur og fjöll og í gjótum.
En eg fann ekki neinn,
eg er orðinn of seinn,
þar er alsett af lifandi’
og dauðum.
Ég er einbúi nú,
og á mér nú bú
í eldinum logandi rauðum.
Einbúinn
JÓNAS HALLGRÍMSSON
Myrkt er af kvíða.
Meybarnið fríða
menn frá mér taka.
Faðmur er snauður,
alheimur auður,
oft mænt til baka.
Samt má ei gleyma,
að sonurinn heima
semur mér yndi.
Augað hægt grætur,
til alls liggja bætur,
ef hver það fyndi.
Á heimleið
GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR
FRÁ KLÖMBRUM
Þarabrúnar
koma þúfurnar undan klaka
og blautar hér í mýrinni
hjá Bakkakotstjörn.
Mér finnst – sem snöggvast
að ég ferðist um mararbotn:
sólkringlan á festingunni
fölgul, hún sé ljós
frá skipslukt, uppi
við yfirborð sjávar.
Ljóð nr. 9
(úr Heimkynn-
um við sjó)
HANNES PÉTURSSON
Eplið rautt
í blökku þangi
aldingarður
og auð strönd
hinn fyrsti maður
og hinsti.
Reki
SNORRI HJARTARSON