Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 ✝ Helgi StefánVeturliðason fæddist á Hesteyri 17. febrúar 1930. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Boðaþingi 18. júlí 2017. Foreldrar hans voru Oddný Þor- bergsdóttir frá Efri-Miðvík, f. 1905, d. 1992, og Vet- urliði Guðmundsson frá Hest- eyri, f. 1899, d. 1942. Helgi var elstur af fimm systkinum, en hin eru Bjarni, f. 1931, d. 1997, Sesselja, f. 1934, d. 1978, Bryndís, f. 1935, d. 2001, og Pétur, f. 1937, d. 2009. Hinn 27. desember 1953 kvæntist Helgi Önnu Kristjáns- dóttur frá Ólafsfirði, f. 2. sept- ember 1933. Foreldrar Önnu voru Jósefína Jóhannsdóttir, f. 1901, d. 1980, og Kristján Hin- rik Guðmundson, f. 1901, d. 1986, og áttu þau saman fimm börn. Þau eru: 1) Hafdís, f. 13. ágúst 1954, gift Inga Gunnari Þórðarsyni. Þau eiga þrjú börn, Margréti, Helga Davíð og Þorleifur og Þorbergur. Barnabörnin eru sautján talsins og barnabarnabörnin eru þrettán. Helgi bjó á Hesteyri til 12 ára aldurs en flutti þá í Þver- dal í Aðalvík til sæmd- arfjölskyldu. Flutti þaðan til Bolungarvíkur til móður sinnar sem þar bjó og vann þar við ýmis störf. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og hóf hann nám í málaraiðn og starfaði við það sjálfstætt um árabil. Þá rak hann bílasprautunarverkstæði í Dugguvogi 2 til margra ára. Síðustu tuttugu ár starfs- ævinnar starfaði Helgi hjá BYKO. Helgi var söngelskur og söng með karlakórnum Fóst- bræðrum um áratuga skeið, sat í stjórn kórsins og átti drjúgan þátt í byggingu félagsheimilis þeirra á Langholtsveginum. Jafnframt var Helgi mikill lax- veiðimaður og starfaði m.a. sem leiðsögumaður í Laxá í Dölum í mörg sumur. Hann lét af störfum um sjötugt en hélt áfram að sýsla með ýmislegt, hann lagði stund á bókband og málaralist í frítíma sínum. Helgi og Anna bjuggu lengst af í Reykjavík og voru gift í 64 ár. Helgi verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 31. júlí 2017, kl. 15. Inga Gunnar. 2) Kristján, f. 17. ágúst 1955, kvæntur Ragnhildi Filippusdóttur. Börn Kristjáns og fyrrverandi eig- inkonu, Dóru Sig- urjónsdóttur, d. 19. júlí 2006, eru tvö, Rakel og Daníel. 3) Anna Oddný, f. 15. mars 1961, sambýlismaður Ricardo M. Villalobos. Börn Önnu og fyrrverandi eiginmanns, Garð- ars Einarssonar, eru þrjú, Ein- ar Þór, Elínborg og Arnar Páll. 4) Viðar, f. 20. mars 1965, kvæntur Huldu Gísladóttur. Þau eiga tvo syni, Frey og Hrafn. Börn Viðars og fyrrver- andi eiginkonu hans, Brynhild Leivsdóttur Klein, eru þrjú, Sölvi Már, Freyja og Leifur Örn. 5) Úlfar, f. 5. september 1968, sambýliskona hans er Sæ- unn Marinósdóttir. Þau eiga saman eina dóttur, Sölku. Börn Úlfars og fyrrverandi eigin- konu hans, Guðfinnu Krist- ófersdóttur, eru þrjú, Veturliði, Það var erfitt að horfa upp á mann eins og pabba hverfa inn í heim heilahrörnunar síðustu árin sem hann lifði. Þessi maður sem hafði verið táknmynd hreysti, trausts og fyrir okkur hin klett- urinn sem ekkert fékk bifað. Það sem hvarf honum einna síðast úr minningabankanum voru æskuár hans á Hornströndum. Það lifn- aði yfir honum þegar hann sagði frá því er hann sat yfir ánum í hlíðum Hornbjargs og þegar þeir bræður renndu sér á sleða niður brekkurnar á Hesteyri. Ein ferðin endaði með því að þeir flugu fram af hengju og út í sjó. Þá brosti karlinn, þegar hann sagði frá þessu. Árið 1992 fórum við pabbi til Hornstranda í vikutíma og geng- um um. Ég er óendanlega þakk- látur fyrir að hafa fengið tæki- færi til að ferðast með honum um æskuslóðir hans og átta mig á því hversu mikið þetta svæði hafði mótað hann. Náttúrufeg- urðin á Hornströndum er tign- arleg og hrikaleg í senn. Að heyra hann segja sögur af því hversu erfið lífsbjörgin á þessum slóðum hafi verið er erf- itt fyrir nútímamanninn að skilja. Hornstrendingum hefur verið lýst sem innhverfu fólki með harða skel en traustara fólk var vandfundið. Ég myndi segja að pabba væri ágætlega lýst með þessum hætti en skelin sem hann hafði erft frá forfeðrum sínum og var mótuð af hörðum náttúruöflum hafði þynnst býsna mikið í gegnum árin. Ég er þakklátur fyrir að börn- in mín hafi fengið að kynnast pabba. Ég er þakklátur fyrir þau áhrif sem þessi stóri persónu- leiki hafði á mitt líf. Ég ætla að leyfa mér að sjá hann fyrir mér svífa yfir æskuslóðunum um ókomna framtíð og taka á móti mér og afkomendum mínum með brosi á vör þegar við komum í heimsókn. Viðar Helgason. Elsku besti pabbi minn. Að kveðja þig er það erfiðasta sem ég hef gert. Þú varst klett- urinn í lífi mínu og fyrir það vil ég þakka þér af öllu mínu hjarta. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að vera hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim, þriðju- dagsmorguninn 18. júlí. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað, laus undan Alzheimers-sjúk- dómnum sem lagðist á þig síð- ustu ár og þú varst svo meðvit- aður um. Í mínum huga ertu kominn á æskuslóðirnar á Hesteyri þar sem þú undir þér best og varst svo stoltur af. Þær voru ófáar sögurnar sem þú sagðir okkur frá Hesteyri og þá ljómaðir þú allur. Við heimsóttum Hesteyri sumarið 2010 og var það síðasta ferðin þín þangað og áttum við góðar stundir saman. Við lög- uðum leiðið hjá afa Veturliða, fórum í göngutúra og löbbuðum í gömlu síldarverksmiðjuna og þú sagðir mér sögur frá þeim tíma sem allt var í blóma á eyrinni. Þú varst mjög listrænn maður og vildir ávallt hafa fínt í kring- um þig og það hef ég svo sann- arlega fengið frá þér. Ég man þann tíma þegar þú starfræktir Bílasprautunarverkstæðið í Dugguvogi, við bjuggum í Goð- heimum – þá hjólaði ég oft til þín í vinnuna og fékk að vera síma- dama á skrifstofunni og snurfus- aði hana. Það þótti mér nú ekki leiðinlegt. Þær voru margar stundirnar sem ég fékk að hjálpa þér þegar þú varst að fara að syngja með Fóstbræðrum eða að fara á frí- múrarafundi. Þú varst kominn í kjólfötin og ég fékk að setja á þig slaufuna og hnappana. Mér fannst þú alltaf svo myndarlegur og flottur í tauinu og valdir að- eins það besta. Síðustu árin fórum við Diddi oft með ykkur mömmu í bíltúra um landið og voru það góðar ferðir, minnist ég sérstaklega ferðanna sem við fórum til Vest- mannaeyja, Látrabjargs og í Þórsmörk. Ófá voru þau skiptin sem ég var spurð: „Ertu dóttir hans Helga Veturliða? Það er sko góð- ur maður.“ Það þótti mér ákaf- lega vænt um að heyra og segir mikið um hvaða mann þú hafðir að geyma. Það er svo margs að minnast, elsku pabbi minn, og minning þín mun lifa áfram. Ég hugsa með hlýju til alls þess sem þú gafst mér og minni fjölskyldu. Við munum ylja okkur við þær minningar um ókomin ár. Þín dóttir, Anna Oddný. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þetta er mér efst í huga við fráfall vinar míns og tengdaföð- ur, Helga Stefáns Veturliðason- ar. Hvar sem Helgi kom gat hann sér góðan orðstír. Helgi var fæddur á Hesteyri í Jökulfjörðum, Ísafjarðardjúpi, 17. febrúar 1930. Þar elur hann manninn fram til fermingarald- urs er hann missir föður sinn á sviplegan hátt. Helgi var elstur systkina úr fimm barna hópi. Móðir hans, Oddný, situr uppi með börnin við mjög erfiðar að- stæður þar sem fyrirvinnan er farin og lítið um vinnu. Helgi er þá sendur í Þverdal í Aðalvík í fóstur. Þaðan lá leiðin í Bolung- arvík. Helgi var sannur Vestfirð- ingur, stoltur af uppruna sínum og þrátt fyrir erfiða æsku þótti honum vænt um Hesteyri og frændgarð sinn þaðan. Frá Bolungarvík liggur leiðin suður og endar í vinnu fyrir her- inn í Keflavík. Þá er hann 17 ára og stundar hann ýmsa vinnu sem til fellur. Helgi kemst í læri í málaraiðn hjá Helga Bergmann málarameistara. Vinnur hann hjá honum í nokkur ár og tekur síðan við hluta af hans viðskipta- vinum sem meistari. Helgi var einstaklega vandvirkur og góður málari. Handverkið lék í hönd- unum á honum og átti hann erf- itt með að horfa upp á illa unnið verk. Um tíma rak hann bíla- sprautunarverkstæði áður en hann gerðist starfsmaður BYKO og var þeirra ráðgjafi í málning- arvörum. Helgi var listfengur og hafði næmt auga fyrir góðri myndlist. Hann dundaði sér sjálfur við að mála en gerði lítið úr því eins og hæverska hans bauð honum, því lítillátur var hann. Aðaláhuga- mál hans voru söngur og stang- veiði. Hvort tveggja stundaði hann af ástríðu og leitaðist alltaf við að gera betur. Hann söng með karlakórnum Fóstbræðrum í áratugi og þótti vænt um þann félagsskap. Stangveiðina stund- aði hann á hverju sumri á meðan heilsa leyfði og var mikill áhuga- maður um fluguveiði. Var hann eftirsóttur leiðsögumaður um árabil í Laxá í Dölum. Um 1950 kynntist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni, Önnu Kristjánsdóttur. Þau gengu í hjónaband 1953. Þau eignuðust fimm börn. Hafdísi, elsta þeirra, hitti ég síðar á lífsleiðinni og höf- um við fylgst að síðan. Sumum fannst það fullsnemmt þar sem við vorum aðeins 16 og 17 ára er við eignumst okkar fyrsta barn. Þá voru þau hjón aðeins 37 og 40 ára, en eins og ævinlega var tek- ið á málunum fumlaust og af æðruleysi. Á þessum árum kynntist ég Helga og þróaðist með okkur góður vinskapur. Hann var ævinlega til staðar þegar á reyndi og sérlega bón- góður maður. Hjálpfús og ósér- hlífinn þegar taka þurfti til hendinni og var áfram um það að börnum og barnabörnum vegn- aði vel. Á seinni árum varð Helgi fyrir því óláni að Alzheimerssjúkdóm- urinn fór að gera vart við sig hjá honum. Þetta var Helga þung- bært því hann var afar stoltur maður og vildi alls ekki vera upp á aðra kominn. Helgi naut ást- úðar Önnu og fjölskyldunnar fram í andlátið og er vafalítið líkninni feginn. Að leiðarlokum þakka ég Helga samfylgdina sem hefur gert mig að betri manni og bið Guð að fylgja honum um lendur Hesteyrar og víðar. Önnu tengdamóður minni og allri fjölskyldunni sendi ég hug- heilar óskir um hugarró og frið. Hugur sem uppgötvar að veröld hans er ekki lengur heima heldur týnd inní ævintýrin nauðugur viljugur stikar hann af stað til lausnar á eigin lífi. (Þorsteinn frá Hamri.) Ingi Gunnar Þórðarson. Í dag er hann elsku afi minn, Helgi Veturliðason, borinn til grafar og það hryggir mig ósegj- anlega að geta ekki fylgt honum síðustu sporin. En ég fékk þó að kveðja hann á síðustu metrum lífsins og það huggar mig. Fékk að halda í heita höndina og hvísla í eyrað hans að nú mætti hann sofna og halda á vit nýrra ævintýra á Hesteyri þar sem hann var fæddur og uppalinn. Hún Manga þín passar upp á ömmu. Hann sagði mér svo oft sögur af sér sem barni fyrir vestan og hann talaði af mikilli ást og innlifun um Hesteyri. Hann Helgi afi var óskaplega fallegur maður, alltaf snyrtilegur og flottur til fara, jafnvel í máln- ingargalla, sem kunni að njóta lífsins þótt hann segði alltaf að til að fá að njóta þyrfti maður að hafa unnið fyrir því. Ekkert væri ókeypis í lífinu og leti borgaði sig aldrei. Afi kenndi mér að meta alls konar list og ég á honum svo mikið að þakka í þeim efnum. Klassísk tónlist og málaralist eru þar efst á blaði. Afi spilaði mikið við mig sem barn og það fór óskaplega í taugarnar á mér að geta ekki unnið hann í spilum. En kannski var afi að kenna mér eitthvað með því að leyfa mér ekki að vinna, aftur að þessu með að ekkert sé ókeypis, og ég þurfti að hafa fyrir sigrinum ef ég hlaut hann. „Maður spilar ekki út besta trompinu, Manga mín.“ Nú hefur afi spilað sínu síð- asta trompi og var feginn að fá hvíldina. Ég minnist hans sem mikils áhrifavalds í mínu lífi. Hvíl í friði, elsku afi minn. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Margrét Ingadóttir. Með fáeinum orðum kveð ég nú frænda minn og góðan vin til margra ára, Hesteyringinn Helga Veturliðason, sem lést 18. júlí síðastliðinn. Síðustu ár ævinnar glímdi hann við erfiðan öldrunarsjúk- dóm og er nú eflaust hvíldinni feginn. Áður en komið var að leið- arlokum hans átti ég þess kost að hlýða á hann, rifja upp gaml- ar minningar frá æskuslóðunum og heimabyggð. Lýsti hann þá vel fegurð Jökulfjarða, heim- sóknum til næstu nágranna í vík- um, fjörðum og ægifögrum hrikalegum bjögum norðurhluta Vestfjarða. Þá rifjaði hann oft upp minningar þegar hann ung- ur að árum sá í fjarska skipalest- ir og átök á hafi úti fyrir er til- heyrðu stríðsárunum 1938-1945 og áhrifum þess á íbúa svæð- isins. Eitt er víst að ekki verður frá Íslendingum tekin tryggðin við heimbyggð þegar hugsað er til baka og „Gamlir símastaurar verða grænir á ný“ eins og skáldið orðaði það svo skemmti- lega. Helgi var hörkuduglegur og vinnusamur um ævina og kom víða við. Stundaði á unglingsár- um ýmsa almenna vinnu til lands og sjávar. Var góður frjáls- íþróttamaður og náði góðum ár- angri í m.a. hlaupum og stökk- um. Hann nam málaraiðn hjá Helga Bermann málarameistara og öðlaðist meistarabréf þar um að loknu námi. Helgi var ein- staklega vandvirkur málari, hafði gott litaskyn og næmt auga fyrir litasamsetningu. Um árabil rak hann eigið bílasprautunar- verkstæði við góðan orðstír. Þá var hann nokkur sumur við leið- sögn í Laxá í Dölum, sem veitti honum sérstaka ánægju, enda sjálfur slyngur veiðimaður. Helga var margt til lista lagt. Hafði mikla ánægju af að sækja málverkasýningar og ýmsa ólíka listaviðburði, enda mikill listunn- andi. Hann hafði fallega, milda og djúpa bassarödd og gerðist söngfélagi í Karlakórnum Fóst- bræðrum þar sem hann söng með kórnum í áratugi. Þar lagði hann fram ómælda vinnu, að ég best veit, og einnig fjármuni þegar verið var að byggja og koma upp því glæsilega húsnæði sem Fóstbræður eiga nú við Langholtsveg. Það var mikli gæfa fyrir okk- ur Lillý að eignast að vinum hjónin Önnu Kristjánsdóttir, Helga og fjölskyldu þegar við fluttumst fyrst til Reykjavíkur. Margs er að minnast og margs að sakna. Órjúfanleg vinátta verður aldrei metin til fjár. Hér og nú er ekki staður eða stund til að setja á blað allar þær æv- intýra ferðir sem við fórum sam- an síðustu áratugina, bæði hér heima og erlendis, eða tiltaka skemmtilegar stundir með góð- um vinahóp okkar gegnum tíð- ina. Við Lillý sendum Önnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna andláts Helga. Minningin um góðan vin, eft- irminnilegan og skemmtilegan félaga lifir í huga okkar. Hans er nú sárt saknað og honum óskað velfarnaðar á nýjum stað. Blessuð sé minning Helga Veturliðasonar. Ólafur Kristjánsson. Lagstur er til hinstu hvílu Helgi Stefán Veturliðason mál- arameistari. Helgi var um árabil tengdafaðir minn og ljúfur afi drengjanna minna þriggja. Ég minnist hans með mikilli hlýju. Helgi var vinnusamur, fastur fyrir, hlýr og traustur. Helgi sat vel í sjálfum sér, yfir honum var ró og því hafði hann góða nærveru. Á stundum gat mér fundist hann of rólegur. Ég man sérstaklega þegar hann hafði tekið að sér að mála fyrstu íbúðina okkar og ég var kasólétt að elsta syninum. Ég vildi að sjálfsögðu flytja inn sem fyrst og reyndi ítrekað að fá hann til að hafa hraðar hendur. Hann lét ekki ýta á eftir sér, verkið yrði vel unnið, hver málningarstroka gerð af natni og hlýju. Ekkert fæst ókeypis í þessu lífi, var hann vanur að segja, vinnusemi er dyggð. Helgi talaði oft um æskuslóð- irnar á Hesteyri með glampa í augum og minntist náttúrufeg- urðarinnar. Með þeim Helga og Önnu hef ég átt margar ljúfar stundir bæði hér heima og á erlendri grundu. Þá var ekki síður gaman að taka í spil með þeim hjónum en þar var gleðin við völd og ekkert gefið eftir. Síðustu árin hvarf minni Helga smátt og smátt. Það var erfið ferð að feta, ekki síst fyrir Önnu og fjölskylduna. Hægt og hljótt kvaddi Helgi þessa jarð- vist. Afa Helga verður sárt sakn- að. Elsku amma Anna, ykkar missir er mikill. Drottinn, gefðu dánum ró, hinum líkn, sem lifa. Guðfinna, Veturliði, Þorleifur og Þorbergur. Kveðja frá Karlakórnum Fóstbræðrum Í bókinni Fóstbræðralag sem Páll Ásgeir Ásgeirsson ritaði má líta ljósmynd frá árinu 1968. Þar sjást nokkrir Fóstbræður í vinnuflíkum vera að handlanga vikurhellur af vörubílspalli inn á efri hæð Fóstbræðraheimilisins á horni Langholtsvegar og Drekavogs sem þá var í smíðum. Myndin lýsir vel því sameigin- lega átaki félagsmanna að upp- fylla langþráðan draum um eigið húsnæði fyrir starfsemina en það var allt unnið í sjálfboða- vinnu. Þeir sem handlanga vikurhell- urnar á ljósmyndinni eru þeir Sigurður Jóelsson, Einar Geir Þorsteinsson, Magnús Erlends- son, Sigbjörn Eiríksson og Helgi Veturliðason sem við Fóstbræð- ur kveðjum í dag. Helgi gekk til liðs við kórinn árið 1959 og söng hann 2. bassa. Þeir bræður sem voru samtímis honum í kórnum segja að hann hafi verið einn af þeim sem báru uppi röddina með þéttum og öruggum söng. Hann söng alls 22 vortónleika, þá síð- ustu árið 1994 og bar því gull- hörpuna eftirsóttu sem söng- menn öðlast að loknum 20 vortónleikum. Auk þess gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið, m.a. í húsnefnd og í stjórn sem varaformaður. Hans skal sérstaklega minnst í dag fyrir framlag hans til Fóst- bræðraheimilisins. Kom þar hvorttveggja til starf hans við byggingu hússins sem vígt var árið 1972 og við viðhald þess og endurnýjun í tímans rás. Sú vinna mæddi mest á þeim iðn- aðarmönnum sem skipuðu og skipa raðir kórsins og nutum við krafta málarameistarans þar sem Helgi lagði hönd á plóg. Við Fóstbræður stöndum í mikilli þakkarskuld við þá bræður sem unnu það þrekvirki að við eign- uðumst þak yfir höfuðið. Fyrir hönd Karlakórsins Fóstbræðra sendi ég eiginkonu hans Önnu Kristjánsdóttur og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Arinbjörn Vilhjálmsson, formaður Karlakórsins Fóstbræðra. Tilfinningar síðustu daga hafa verið mjög blendnar, ég finn fyr- ir þakklæti, gleði og sorg. Það er sárt að kveðja þig en um leið fyllist ég af þakklæti og gleði þegar ég hugsa til þín því minn- ingar mínar um þig eru svo fal- legar og skemmtilegar. Ég var alltaf mikil afastelpa og hékk aft- an í þér í hvert skipti sem ég heimsótti Goðheimana. Við átt- um svo margar gæðastundir saman og ég er þér svo þakklát fyrir allt það sem kenndir mér og gerðir fyrir mig. Þú varst svo magnaður maður og ein mín stærsta fyrirmynd. Þú vannst fyrir öllu í lífinu og kenndir mér að það er ekkert sjálfsagt í lífinu og að maður þurfi að vinna fyrir hlutunum. Þetta hefur verið mér dýrmætt veganesti. Elsku afi, ég kveð þig með tárum en er um leið glöð og þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Minningar mínar um þig og sögurnar sem þú sagðir mér munu fylgja mér alla mína ævi. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín Elínborg. Helgi Stefán Veturliðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.