Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 14
AFP Vandi Sandberg er sjálf plöguð af efa um eigin hæfni. Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri samfélagsmiðl- arisans Facebook, segir að bæði stjórnvöld og fyrirtæki þurfi að gera meira til að jafna stöðu kynjanna á vinnu- markaði. Sandberg var gestur þáttarins Desert Islands Disks á BBC um helgina og ræddi þar um hvernig kon- um virðist hættara en körlum við að vanmeta eigin getu og vinnuframlag. Greindi Sandberg frá því að sjálfsefinn plagi hana sjálfa og að meðan hún stundaði nám við Harvard hefði hún alltaf vænst þess að ganga illa í prófum. Sandberg hefur verið ötull talsmaður þess að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og sagði hún BBC að brýnt væri að ráðast í stefnubreytingu hjá bæði stjórn- völdum og atvinnuveitendum til að stuðla að betri launakjörum kvenna. Jafnframt sagði hún brýnt að hvetja bæði pilta og stúlkur frá unga aldri til að verða leiðtogar. „Við gerum þau mistök að segja stúlkum mjög snemma að vera ekki leiðtogar, en þegar piltar eru ungir er þeim innrætt leiðtogahlutverkið,“ sagði Sandberg. „Ég tel að allir búi yfir hæfileikanum til að vera leiðtogar og við ættum að leyfa fólki að velja sjálft hvort það tekst á við leiðtogahlutverkið, frekar en að láta það ráðast af kynferði þeirra hver þau eru eða hvað þau vilja verða.“ ai@mbl.is Segir þörf á að- gerðum til að rétta hlut kvenna 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 Bylting í hreinlæti! Sími 480-0000 sala@aflvelar.is www.iteamglobal.com Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki Auðveldari og betri þrif, sparar tíma og léttir lífið Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir að það gangi í ber- högg við vilja kjósenda ef landið leyf- ir áfram frjálst flæði vinnuafls frá Evrópu eftir Brexit. Þykir þetta til marks um ágreining innan ríkis- stjórnarinnar en Philip Hammond fjármálaráðherra sagði á föstudag að ekki ætti að vænta þess að gerðar yrðu breytingar á reglum um flæði vinnuafls, vöru og þjónustu um leið og Bretland gengur úr ESB árið 2019. Sagði Hammond að þær reglur sem núna gilda um flæði vinnuafls frá Evrópu gætu í reynd haldist óbreyttar allt fram á mitt ár 2022 og að ríkisborgarar ESB-landanna myndu áfram geta komið óhindrað til Bretlands til að starfa þar, svo fremi sem þeir skráðu sig inn í land- ið. Í viðtali við Sunday Times um helgina sagði Fox að „ef slíkar hug- myndir hafa verið ræddar hef ég ekki fengið að taka þátt í þeim um- ræðum.“ Sagðist Fox jafnframt aldr- ei hafa gefið til kynna að hann væri sammála þeirri stefnu sem Ham- mond kynnti nokkrum dögum fyrr. Óþekktin eykst í fjarveru May Reuters segir að eftir að íhalds- flokkurinn tapaði þingmeirihluta sín- um í júní hafi mátt greina merki um vaxandi ágreining milli ráðherra Theresu May. May er núna í sum- arfríi og virðist það hafa orðið til þess að magna ágreininginn enn frekar. Hammond hefur lagt ríka áherslu á að Brexit gangi sem mjúklegast fyrir sig og ekki verði gerð skyndileg breyting á tengslum Bretlands og Evrópusambandsríkjanna við út- göngu árið 2019. Telur hann að með því móti sé hagsmunum breskra fyr- irtækja best borgið en í dag er um helmingur alls útflutnings Bretlands seldur til ESB. Fox hefur einnig sagst styðja mjúka útgöngu, en hefur núna gefið mjög skýrt til kynna að hann vilji ekki áframhaldandi frjálst flæði vinnuafls milli Bretlands og megin- landsins. Segir hann að Brexit-þjóð- aratkvæðagreiðslan á síðasta ári hafi m.a. snúist um að Bretland fái sjálft ráðið yfir eigin landamærum og það að leyfa frjálst flæði vinnuafls frá Evrópu sé móðgun við kjósendur. ai@mbl.is Skoðanamunur Philip Hammond (t.v.) vill halda landamærunum opnum gagnvart Evrópu en Liam Fox (t.h.) segir það ganga gegn vilja kjósenda. Ráðherrar deila um frjálst flæði vinnuafls  Fox og Hammond ekki samstiga í ummælum sínum Ef sætareglurnar breytast gæti það hins vegar orðið þess valdandi að sum flugfélög þyrftu að breyta sætaskipan í vélum sínum með þeim afleiðingum að færri farþeg- ar rúmuðust um borð í hverri vél. Að sögn Flyers Rights hafa sæti um borð í bandarískum flugvélum mjókkað um u.þ.b. 1,3 cm frá aldamótum og meðalbilið á milli sætaraða minnkað um 10 cm. Í sumum vélum eru aðeins rösklega 70 cm á milli sætaraða. Á sama tíma og plássið um borð hefur far- ið minnkandi hafa bandarískir neytendur bætt á sig og eiga því enn erfiðara með að komast fyrir í þröngum sætunum. ai@mbl.is Dómstóll í Wash- ington DC úrskurð- aði á föstudag að bandarísk stjórnvöld þyrftu að taka til skoðunar hvort setja verði nýjar reglur um hve mikið pláss hver farþegi fær um borð í flugvélum. Hagsmunasamtökin Flyers Rights höfð- uðu málið gegn bandarískum flug- málayfirvöldum (FAA), en samtökin halda því fram að það skapi hættu fyr- ir farþega að sæti flugfélaga hafa mjókkað og plássið á milli þeirra minnkað jafnt og þétt. Bloomberg greinir frá þessu. Komst dómstóllinn að þeirri nið- urstöðu að FAA hefði ekki staðið nægilega vel að gerð núverandi reglna. Flyers Rights heldur því fram að með því að þrengja að far- þegum muni þeir eiga erfiðara með að komast hratt frá borði í neyðartilvikum og eins auki pláss- leysið líkurnar á myndun blóð- tappa. Gekk dómstóllinn ekki svo langt að fyrirskipa að núverandi reglum yrði breytt og gæti FAA komist að þeirri niðurstöðu í nýrri úttekt að núverandi viðmið væru ásættanleg. Bandaríska kaffihúsakeðjan Star- bucks hyggst loka öllum Teavana- verslunum sínum innan árs. Teav- ana er keðja verslana sem selja te og tedrykkjuvörur, en Starbucks keypti reksturinn árið 2012 fyrir 620 milljónir dala. Að sögn markaðsgreiningarvefsins Motley Fool eru verslanirnar í dag 379 talsins. Meðal þess sem háð hefur rekstri Teavana er minnkandi aðsókn að verslunarmiðstöðvum. Á fundi með hluthöfum sagði Kevin Johnson, forstjóri Starbucks, að rekstur Teavana-búðanna hefði ítrekað valdið vonbrigðum og eftir vand- lega athugun hefði orðið ljóst að margvíslegar tilraunir til úrbota myndu ekki skila þeim árangri sem vonast hefði verið eftir. Greinendur telja að þó svo að lokun Teavana muni reynast kostn- aðarsöm aðgerð ætti hún að gera rekstur Starbucks straumlínulag- aðri og sterkari. Teavana-vöru- merkið mun fá að lifa áfram því Teavana-vörur verða seldar á kaffi- húsum Starbucks og í matvöru- verslunum. ai@mbl.is Starbucks lokar hundruðum tebúða AFP Tap Frá upphafi hafa Teavana-búðirnar verið baggi á rekstri Starbucks. Pláss Ekki skortir fótarýmið um borð í þessari Dassault einkaþotu sem sýnd var í París í júní. AFP Gætu breytt reglum um stærð flugsæta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.