Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° norður, eða Sjóklæðagerð-arinnar hf., eins og fyrirtækið heitir í raun, á 50 ára afmæli ídag. Sjóklæðagerðin hefur vaxið mjög á síðustu árum og er fyr-
irtækið með tvær búðir í Danmörku auk þess að selja vörur sínar í gegn-
um þekktar verslunarkeðjur eins og Magasin du Nord. „Við erum síðan
að opna svokallaða búð í búð, eða „shop in shop“, í Illum í miðborg Kaup-
mannahafnar í ágúst. Við seljum vörur okkar til fimmtán landa og höf-
um gert í mörg ár,“ en Helgi hóf störf hjá Sjóklæðagerðinni árið 2011.
„Við erum búin að framleiða í eigin verksmiðjum fatnað síðan árið
1929, byrjuðum í sjófötum en svo þróaðist að fólk fór að nota þennan
fatnað í hversdagsklæðnað. Hönnunin varð slík að bæði var hægt að
nota fatnaðinn við krefjandi aðstæður, erfiða útivnnu og fyrir
björgunarsveitir, og svo til daglegra nota. Við erum búin að framleiða
hversdagslegan fatnað úr tæknilegum efnum núna í áratugi.“
Áhugamál Helga eru hreyfing og útivera, fjölskyldan, tónlist og lestur
góðra bóka. „Við vorum um þarsíðustu helgi á Vestfjörðum en þar er
Sjóklæðagerðin stofnuð, á Suðureyri við Súgandafjörð. Konan mín er
ættuð frá Vestfjörðum þannig að við verjum alltaf góðum tíma þar sem
rætur fyrirtækisins eru.“ Eiginkona Helga er Bjarney Harðardóttir,
stjórnarformaður Sjóklæðagerðarinnar, börn Helga eru fimm: Eva Sif,
Sandra Björg, Ísak Óli, Arnfríður og Pálmar Óli, og tvö stjúpbörn, Helen
María Björnsdóttir og Hörður Björnsson, og eitt barnabarn, Trausti
Franklín.
„Afmælisdagurinn verður blanda af vinnu og samveru með fjölskyldu
og svo skelli ég mér á tónleika með Red Hot Chili Peppers um kvöldið.“
Framkvæmdastjórinn Helgi í saumastofu Sjóklæðagerðarinnar.
Ætlar á Red Hot
Chili Peppers í kvöld
Helgi Rúnar Óskarsson er fimmtugur í dag
I
nga Þórunn Halldórsdóttir
fæddist á Akureyri 31.7.
1947 og ólst þar upp til níu
ára aldurs. Þá flutti hún á
höfuðborgarsvæðið. Hún
tók landspróf á Akranesi, stúdents-
próf frá MR 1967 og kennarapróf
frá KÍ 1969. Hún tók svo upp þráð-
inn síðar og hóf nám í skólastjórn-
un og síðan sérkennslu og lauk
mastersprófi frá KHÍ í uppeldis- og
menntunarfræðum 2004.
Inga Þórunn var barnapía á Ak-
ureyri, vann í fiski á Akranesi, var
skrifstofudama og læknaritari og
vann í eldhúsinu á Hvanneyri en
hefur lengst af sinnt skólastarfi:
„Tvö systkini mín eru líka kenn-
arar, þau Anna Snæbjörnsdóttir í
Smáraskóla og Halldór Halldórsson
í HR.“
Inga Þórunn kenndi við Brekku-
bæjarskóla 1967-68, var stunda-
kennari við Grunnskóla Blönduóss
og Kvennaskólann á Blönduósi
1970-73, aðstoðarskólastjóri og
kennari við Húnavallaskóla 1982-
96, grunnskólakennari og árgangs-
stjóri við Garðaskóla 1996-2002,
skólastjóri Flataskóla í Garðabæ
2002-2003 og skólastjóri Borga-
skóla í Reykjavík 2003-2012, verk-
efnastjóri í Fellaskóla 2012-2015 og
fagstjóri í Austurbæjarskóla 2015-
2017.
„Starf mitt að skólamálum hefur
verið óvenju fjölbreytt og skemmti-
legt. Mér er skólastjórastarfið við
Borgaskóla ekki síst eftirminnilegt,
þar sem við Árdís Ívarsdóttir að-
stoðarskólastjóri ásamt samhentu
fagfólki byggðum upp nýjan skóla í
Vættaborgunum í Grafarvogi. Sam-
starf skólastjórnenda í Grafarvogi
var mikið og gott og stuðlaði að
fjölbreytni, grósku og uppbyggi-
legri þróun í skólastarfi.
Inga Þórunn Halldórsdóttir, fyrrv. skólastjóri – 70 ára
Í Vestmannaeyjum Nokkrar vinkonur úr Kiwanisklúbbnum Dyngju við skálann í Herjólfsdal. F.v.: Erna Björk
Guðmundsdóttir, Anna Kristín Kristinsdóttir, Helen Agnarsdóttir, Inga Þórunn og Rósa Sólveig Steingrímsdóttir.
Fjölbreytt skólastarf
í mjög ólíkum skólum
Í sumarblíðu Inga Þórunn og Þor-
steinn úti á verönd í bústaðnum.
Emilía Rán Steinarsdóttir og Jóhanna Helga Einarsdóttir héldu tombólu við
Krónuna í Vallarkór og söfnuðu 4.025 kr. sem þær færðu Rauða krossinum á Ís-
landi að gjöf.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
NÝ OG GLÆSILEG
BLÖNDUNARTÆKJALÍNA
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18
Sturtutæki með
stút niður
30.555 kr.
FMM SILJAN
Eldhúsblöndunar-
tæki hásveifla
27.058 kr.
FMM SILJAN