Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 Netverð á mann frá kr. 133.975 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í svítu. Netverð á mann frá kr. 168.775 m.v. 2 fullorðna í svítu. Marconfront Benidorm Suites Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 11. ágúst í 11 nætur BENIDORM afsláttur allt að 25.000 kr. á mann Frá kr. 133.975 m/allt innif. Bókaðu sól á Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hafnarstræti Hostel hóf nýverið starfsemi í Amaro-húsinu við Hafn- arstræti á Akureyri. Farfuglaheim- ilið er sérstakt að því leyti að þar sofa gestir ekki í hefðbundnum rúmum eða kojum, heldur eru þar svonefnd svefnhylki þar sem gestir geta lokað að sér. Hafnarstræti Hostel er stærsta farfuglaheimili á Íslandi sem býður gistingu í svefnhylkjum. Þegar er starfræktur slíkur gististaður í Reykjavík, Galaxy Pod Hostel á Laugavegi. Einnig eru nokkur svefnhylki í Gistihúsinu Hamri í Vestmannaeyjum. Hið nýja far- fuglaheimili er þannig fyrsti gisti- staðurinn af þessari gerð á Norður- landi. Meira næði fyrir gestina Sandra Harðardóttir, eigandi far- fuglaheimilisins, segir að sérstaða þess felist í því að þar sé ögn meira næði fyrir gesti. Að öðru leyti sé þar öll hefðbundin þjónusta far- fuglaheimilis, innifalinn morg- unverður, sameiginlegur matsalur, baðherbergi og eldhús. Enn er aðstaðan í mótun en ætl- unin er að bjóða gistingu fyrir 84 í einu. Hægt er að velja um einbreiða eða tvíbreiða klefa, en þeir eru framleiddir af kínverska fyrirtæk- inu Peng Heng sem einnig rekur gistihúsakeðju þar í landi. „Það er meira næði fyrir gestina hjá okkur. Þú færð bara þitt hylki og getur lokað að þér. Í hylkinu er sjónvarp, öryggisskápur og allt til alls,“ segir Sandra. Klefunum má læsa utan og innan frá og í þeim eru uppábúin rúm og loftræsting. Þar eru einnig rafmagnsinnstungur, heyrnartól og lýsing. „Þetta mælist rosalega vel fyrir. Við höfum bara fengið góðar um- sagnir og fólk verið ánægt. Við er- um enn að koma þessu af stað og klára undirbúninginn,“ segir Sandra. „Eins og við leggjum þetta upp reynum við að bjóða gistingu á hagstæðu verði þannig að fólk geti leyft sér aðeins meira yfir daginn, drukkið fleiri kaffibolla eða farið út að borða á dýrari stað o.s.frv.“ Ljósmynd/Hafnarstræti Hostel Svefnhylki Hægt er að velja um tvær tegundir; fyrir einstaklinga eða pör. Sérstakur gististaður opnaður á Akureyri  Sá fyrsti á Norðurlandi  Svefnhylki innflutt frá Kína Umræða í lokuðum hópi skotveiði- manna á Facebook sýnir óánægju með ákvörðun V-Húnaþings um að rukka gæsaveiðimenn fyrir veiðar á Víðidalstunguheiði ásamt því að banna hunda. „Okkur finnst þrengt að okkur skotveiðimönnum. Það hlýtur að hafa myndast einhver hefð- arréttur, en menn hafa verið að skjóta þarna í tugi ára,“ segir Sigfús Heiðar Árdal, sem hóf umræðuna í hópnum, í samtali við Morgunblaðið. Stjórn Skotvíss hefur gefið út yfir- lýsingu á heimasíðu félagsins um málið, en þar segir m.a.: „… hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir íbúa sveitarfélaga ef það er farið að takmarka afnot íbúa þess og/eða rukka fyrir afnot af svæði sem hefur í áranna rás verið talinn réttur hvers og eins í að afla sér matar í íslenskri náttúru“. Júlíus Guðni Antonsson, sem fer með eftirlit á svæðinu f.h. sveitar- félagsins, sagði að þetta hefði verið ákveðið m.a. til að mismuna ekki rjúpna- og gæsaveiðimönnum, en rukkað sé fyrir rjúpuna. Hunda- bannið gilti á meðan búfénaður væri á afrétti. ernayr@mbl.is Skyttum finnst þrengt að sér  V-Húnaþing vill rukka fyrir gæs Morgunblaðið/Ingó Gæs Hundar ekki lengur velkomnir á veiðarnar á Víðidalstunguheiði. Jökulhlaupið í Múlakvísl á Mýrdalssandi er yfirstaðið. Raf- leiðni nálgast smám saman eðlileg mörk en fólk er hvatt til þess að sýna að- gát við upptök árinnar vegna mögulegs gasút- streymis. Kemur þetta fram í til- kynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Að sögn sérfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands var flóðið metið yfirstaðið eftir að rætt var við Vegagerðina ásamt því að skoða vefmyndavél, rafleiðni í ánni og vatnshraðamæli. Raf- leiðnin mældist í gær 150 μS/cm, sem er miðgildið fyrir júlí. Ekki þurfti að loka þjóðveginum vegna hlaupsins, en lítið rof kom í varnargarðinn við Múlakvísl. Þá var litakóða fyrir Kötlu breytt í gult í fyrradag og hefur Veður- stofan ákveðið, þrátt fyrir að skjálftavirkni þar sé nú innan eðlilegra marka, að færa lita- kóðann ekki aftur í grænan. Jökulhlaupið í Múla- kvísl yfirstaðið og rólegt við Kötlu Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Þó að maður myndi gjarnan vilja óska ykkur sólar þarna á Suður- landi þurfum við á henni að halda hérna,“ segir Eymundur Magnús- son, kornbóndi í Vallanesi á Fljóts- dalshéraði. Hann segir blikur á lofti varðandi uppskeru hjá sér, en hefur séð dagamun á korninu síð- ustu vikuna og vonar það besta. „Kornið er svolítið frekt og þarf bara ákveðið magn af sól til að þroskast. Það er vonandi að þessi norðanátt núna staldri ekki lengi við. Þessir góðu dagar mættu verða fleiri,“ segir Eymundur. Kornið skriði og lítur vel út Annars staðar á landinu eru horfurnar nokkuð góðar hvað korn- uppskeru varðar. Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum lítur kornið mjög vel út, að sögn Ólafs Egg- ertssonar. „Því fer vel fram þessa hlýju sumardaga, það er búið að vera þungbúið yfir og ekki sérlega hlýtt, en nú er kornið allt skriðið og þetta lítur bara mjög vel út,“ segir Ólafur. Þórarinn Leifsson á bænum Keldudal í Skagafirði segir útlitið glimrandi gott, en tíðin í ágústmánuði muni skipti miklu máli. „Það er nauðsynlegt að fá sól og hita í ágúst. Korn dafnar ekki nema hitinn sé yfir tíu gráður. Svo má alls ekki verða næturfrost, þá er allt ónýtt. Oft fer þetta ekki saman, því eftir góðan dag getur komið næturfrost,“ segir Þórarinn ennfremur. Sáningu var lengi frestað í Borgarfirði vegna bleytu Hann er þó alls ekki svartsýnn, enda búinn að rækta korn síðan 1996 án þess að verða fyrir upp- skerubresti. Haraldur Magnússon á Belgs- holti í Borgarfirði þurfti að fresta sáningu umtalsvert vegna bleytu. „Ég byrjaði ekki að sá fyrr en 6. maí og hef aldrei byrjað svona seint,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir það segir hann útlitið á korninu nokkuð gott. Þó á hann ekki von á að það verði mikill ágústsláttur, en það fari hins vegar algjörlega eftir tíðinni. Kornið sprettur víðast vel  Kornið er frekt og þarf ákveðið magn af sól, segir Eymundur bóndi í Vallanesi  Hefur séð dagamun á korninu síðustu vikuna  Lofar góðu undir Eyjafjöllum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Uppskera „Þessir góðu dagar mættu verða fleiri,“ segir Eymundur Magn- ússon kornbóndi í Vallanesi, en hann hefur áralanga reynslu. Hafnarstræti Hostel er á annarri hæð Amaro-hússins, sem er eitt af þekktari húsum Akureyrar. Þar var um árabil rekin stórverslunin Am- aro. Nú er í húsinu fjölbreyttur verslunar- og þjónusturekstur. Á annarri hæðinni voru áður sjón- varpsstöðin N4 og tónlistarskólinn Tónræktin. Hið nýja farfuglaheimili nær yfir bæði rýmin sem áð- urnefnd fyrirtæki voru í. „Akureyr- ingar eru mjög stoltir af Amaro og það er gaman að fá tækifæri til að vera með rekstur í húsi með sögu og vera í miðbænum líka,“ segir Sandra. Sögufræg bygging Á ANNARRI HÆÐ AMARO-HÚSSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.