Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Til að slá í gegn á einni nóttu þarf margra ára undirbúning, ekki bara nokkrar klukkustundir. Sættu þig bara við það. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú verður að finna upp á einhverju til að fá útrás fyrir athafnaþörf þína. Vonir um velgengni í framtíðinni auðvelda þér að tak- ast á við skyldur dagsins í dag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt auðvelt með að hafa áhrif á annað fólk og telja það á þitt band. Mundu að sannleikurinn er sagna bestur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Til er japanskt máltæki sem líkir heppni við það að hrísgrjónasoðkaka fljúgi upp í munninn á manni. Þú skalt þó ekki halda að þú fáir alla hluti upp í hendurnar án þess að vinna fyrir þeim. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sumir velja að ríghalda í dramatíkina í lífi sínu og halda að erfiðleikar þeirra geri þá sérdeilis áhugaverða. Eitthvað úr fortíð þinni mun líklega koma upp í huga þinn eða í sam- ræðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Ræddu framtíðar- drauma þína við aðra og vittu hvað þeir segja. Notaðu daginn til þess að gera sjálfum þér eitthvað til góða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hafirðu ekki fulla stjórn á skapi þínu skaltu halda þig til hlés svo það bitni ekki á öðrum. Enginn hlutur er svo dýr að það setji lífið á annan endann, þótt hann týnist. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Daður annarra kemur þér á óvart í dag hvort sem er á vinnustað eða við bankaborð – og þú veist vart hvaðan á þig stendur veðrið. Vertu bjartsýn/n og opnaðu vasana. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér finnast athugasemdir eða kröfur annarra hefta þig. Gakktu úr skugga um að þín nálgun sé áhrifaríkust. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú einbeitir þér að stóru myndinni í stað þess að tapa þér í smáatriðunum – svona eins og þroskað fólk gerir. Gerðu það sem til þarf til að koma þér í samt lag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Stundum eiga menn það til að misskilja góðsemi þína. Dirfska þín í verk- efnavali vekur aðdáun annarra. Svo má reyna möntruna: „Ég lækna sjálfan mig og aðra.“ 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur raðað hlutunum saman til að finna svo jákvæða lausn að hún breytir lífi þínu. Búðu þig undir að berjast fyrir þínum málstað og láttu ekki hugfallast þótt það taki tímann sinn. Ármann Þorgrímsson yrkir ísumarblíðunni fyrir norðan: Ástin hefur ótal stig oft er gott á milli vina samt elska flestir sjálfan sig og sína meira en alla hina. Þetta kallaði á viðbrögð á Boðn- armiði. Jón Gissurarson rifjaði upp stöku eftir Stefán Sveinsson frá Hóli í Svarfaðardal, síðar forn- bóksala í Reykjavík, sem hann orti fjörgamall maður. (Sumir segja að hann hafi verið á banabeðinum): Lífs þó fenni ljórann á ligg ég enn og stari. Í mér brennur óljós þrá eftir kvennafari. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir bætti við „Óútreiknanleg“: Á mig rennur hálfgert hik helst of strembin milli vina Ástin hún er hverful hvik kvelur stundum þessa og hina. Ástin hún er fimmbul fljót flaskar oft í starfi og glaumi. Allt þar stefnir rót í rót rennur á á móti straumi. Erfðamál geta orðið flókin, – Hjálmar Freysteinsson yrkir á heimasíðu sinni:. Á Spáni hún sprangar um sali, spakleg í fasi og tali, upp á við legg- ur sitt yfirskegg og svipar til Salvador Dali. En nú að öðru. Það eru „róleg- heit“ segir Helgi R. Einarsson: Fram á lappirnar lá ’ann að liggja þannig víst má ’ann, því hann er hundur og heilmikið undur. Mann syfjar bara’ af að sjá ’ann. Utan úr heimi berast við- stöðulaust tíðindi af afreksmönnum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Helgi víkur hér að „íþróttahetj- unni“: Að lokum víst Sigmundur sæti sagðist það vilja og gæti. Er ísinn loks braut og braust um sem naut brutust út fagnaðarlæti. Hallmundur Guðmundsson segir á Boðnarmiði að þegar ekki sé gos né önnur óáran á suðurhelmingi Klakans leiðist sér norðanáttin óendanlega: Norðangarrinn gerir mér grikk og lundu fúla. Bölvað er að basla hér, blásinn út með túla Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Af ást, yfirskeggi og rólegheitum Í klípu „ÉG SVINDLAÐI EKKI Á DAUÐANUM – ÉG VANN ÞETTA Á HEIÐARLEGAN HÁTT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VEIT EINHVER HVAR MINJAGRIPABÚÐIN ER?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hægist á ástríðunni en vin- skapurinn hraðar sér! SJÁÐU, GRETTIR… ÞETTA ER HINN NÝI ÍHALDSSAMI TÍSKULEGI ÉG! STÍLL OG KLASSI. HVAÐ ÞARF EINN GAUR MEIRA? ÖMM… BUXUR? ÞÚ GETUR KOMIÐ AFTUR AÐ BORÐINU, HRÓLFUR! ÞJÓNNINN KOM LOKSINS TIL ÞESS AÐ NÁ NIÐUR PÖNTUNINNI OKKAR! Grindavík er áhugaverður bær aðskoða. Sýnilega er mikil gróska í öllu þar; mikil umsvif og gaman að vera við höfnina þegar bátarnir, litlir sem stórir, koma drekkhlaðnir að landi. Að vel veiðist er undirstaða góðrar af- komu og Grindvíkingar virðast komast vel af. Bærinn er vel hýst- ur, bílar yfirleitt nýlegir og fínir og úr utanlandsferðum þekkir Víkverji að oft eru í hópnum Grindvíkingar; harðduglegt fólk, kátt fólk og lífs- glatt. Saltfiskbærinn, eins og Grindavík er stundum nefnd, hefur líka þróast mjög skemmtilega og er öðrum þræði orðinn ferðamanna- staður, með margvíslegri þjónustu og afþreyingu. Mikilvægt er þó að Grindjánar, eins og gárungarnir segja, haldi í sérkenni bæjarins og gleymi sér ekki í glysgirni ferða- þjónustunnar. Fyrst og síðast er Grindavík sjávarútvegstaður og verstöð, og í þau sérkenni ber að halda í kynningu á bænum. x x x Flúðir minna Víkverja stundum áútlönd. Veðursæld þar er við- brugðið og þegar hnjúkaþeyrinn berst ofan af hálendinu fer hitastig- ið oft í tuttugu gráður og þaðan af hærra. Það er gott fyrir gróður, svo sem útiræktun garðyrkju- bænda, en á Flúðum og þar í kring er framleiddur góður hluti af því grænmeti sem Íslendingar þurfa. Það er fín verslun á Flúðum, sund- laugar og tjaldsvæði sem er mikið sótt. Margir koma þangað um hverja helgi. Slíkt eru góð með- mæli. x x x Nýlega var Víkverji á Raufar-höfn, þangað sem hann hafði ekki komið í tæplega 20 ár. Margt hafði breyst á þeim tíma; umsvifin í atvinnulífinu eru minni og nokkuð er um að hús eða íbúðir standi auð- ar. Byggðin á greinilega í vök að verjasts. En það kemur alltaf nýr dagur og sagan snýst í hringi. Á síldarárunum draup smjör af hverju strái á Raufarhöfn sem væntanlega gerist aftur þegar olíu- boranir norður af landinu hefjast . vikverji@mbl.is Víkverji Allra augu vona á þig, þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma, lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun. (Sálm. 145:15-16)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.