Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017
ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA
INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL
*Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is
geoSilica kísilvatnið fæst í öllum helstu apótekum,
heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó,
Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
• Styrkir bandvefinn*
• Stuðlar að þéttleika í beinum*
• Styrkir hár og neglur*
• Stuðlar að betri myndun kollagens
fyrir sléttari og fallegri húð*
EMILÍA KARLSDÓTTIR
Ég hef tekið kísilinn í um það bil
eitt ár. Ég fann fljótt að hann hafði
góð áhrif á mig. Ég er betur
vakandi og hef betra úthald.
Hef verið með vefjagigt og veit
hvernig orkuleysið fer með
mann. Svo er það annar litli puttinn minn, sem ég
klemmdi þegar ég var barn. Hann er bæklaður
eftir það, og ég var með mjög mikla verki í honum. Svo tók ég allt í einu eftir því að
verkirnir voru horfnir. Ég sleppti svo að taka inn kísilinn í einhvern tíma, og þá fór ég
að finna fyrir verkjum aftur. Ég finn líka mun á hvað mér líður allri betur, er hressari.
Það er eitthvað sem ekki er gott að útskýra. Takk fyrir mig.
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937
50% afsláttur
Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755
Fjölmenni tók þátt í Druslugöngunni svonefndu sem farin var í miðbæ
Reykjavíkur síðastliðinn laugardag, en markmið hennar er m.a. að minna á
mikilvægi þess að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum til gerenda.
Gengið var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli þar sem við tóku hátíðar-
höld og tónleikar. Þá var einnig gengið af sama tilefni á Akureyri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skömmin hjá gerandanum
Guðni Th. Jó-
hannesson, for-
seti Íslands,
hyggst bjóða
fjallagarpinum
John Snorra
Sigurjónssyni,
sem kleif tind K2
nýverið, fyrstur
Íslendinga, til
móttöku á Bessa-
stöðum þegar
John Snorri snýr aftur hingað til
lands um miðjan ágúst. Hefur for-
seti þegar sent honum kveðju.
John Snorri sagðist í samtali við
mbl.is í fyrradag vera að velta því
fyrir sér að klífa einnig fjallið
Broad Peak áður en hann héldi
heim. Hann hefur nú hins vegar
ákveðið að gera það ekki.
John Snorri segir gönguna til
Askoli, sem er næsta þorp við
grunnbúðir K2, taka um fjóra daga.
Þá þarf að koma sér til þorpsins
Skardu og reyna að ná flugi þaðan,
en það getur stundum verið erfitt
að hans sögn.
Forseti Íslands
býður John Snorra
til Bessastaða
John Snorri
Sigurjónsson
Sumarhús brann
til kaldra kola í
Miðfelli við
Þingvallavatn í
gærdag. Lög-
reglunni á Sel-
fossi og Bruna-
vörnum
Árnessýslu barst
tilkynning um
eldinn um klukk-
an hálftvö, en
bústaðurinn var hins vegar alelda
þegar slökkvilið kom á vettvang.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Selfossi var fólk í bú-
staðnum þegar eldurinn kom upp
en það slapp þaðan út án teljandi
meiðsla. Að sögn lögreglu gekk
tiltölulega hratt fyrir sig að
slökkva eldinn, sem hafði þó náð
að læsa sig í gróður í námunda við
sumarhúsið.
Sumarhús brann til
kaldra kola í Miðfelli
Eldur Bruninn er í
rannsókn lögreglu.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Útlit er fyrir milt og gott veður
á öllu landinu út þessa viku.
Þannig verða því góð skilyrði til
útiveru í flestum landshornum
og geta sólþyrstir Íslendingar
sem og erlendir gestir notið
náttúrunnar áfram í góðri sátt
við veðurguðina.
Að sögn veðurfræðings á
Veðurstofu Íslands er þó óhætt
að fullyrða að hitabylgja síðustu
viku sé yfirstaðin, en hitatölur á
landinu verða þó á bilinu 12 til
19 stig í dag.
Hafgolan kemur á þriðjudag
Norðaustanáttin sem ríkti um
helgina gengur niður nú í byrjun
vikunnar og þurrt veður verður
víðast hvar. Smáskúrir verða
austanlands og við suðurströnd-
ina en sólríkt á vestanverðu
landinu. Hiti verður á bilinu 12
til 19 stig á Suðvesturlandi en á
Norður- og Austurlandi verður
ívið kaldara, u.þ.b. 7 til 13 stig.
Hafgola verður á þriðjudag og
miðvikudag og skýjað með köfl-
um í flestum landshlutum. Úr-
koma verður lítil, en skúrir víða
um landið, einna helst sunnan til.
Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig.
Hlýjast verður í innsveitum.
Á fimmtudag, föstudag og
laugardag lítur út fyrir að vind-
ur verði hægur, norðlæg átt.
Skýjað verður með köflum og
stöku skúrir. Hiti verður á bilinu
8 til 16 stig og hlýjast sunn-
anlands.
Á sunnudag er svo útlit fyrir
austanátt og skúrir víða um
landið.
Hæglátt veður víðast hvar út vikuna
Hitabylgju undanfarinna daga er lokið Hægur vindur verður víðast hvar og sólríkt með köflum
Morgunblaðið/Hanna
Sólskin Hlýtt og þurrt hefur verið í höfuðborginni síðustu daga. Þessi kona nýtti sólskinsstundirnar í lestur.