Fréttablaðið - 09.01.2018, Síða 1

Fréttablaðið - 09.01.2018, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —7 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 9 . J a n ú a r 2 0 1 8 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Guðríður Arnardóttir segir kennara þurfa hærri laun. 10 sport Barcelona borgaði 20 milljarða fyrir Coutinho þótt hann félli á læknisskoðun. 12 lÍFið Árni og Kristín Inga fengu sér húðflúr hjá 100 ára gamalli húðflúrlistakonu. 22 plús 2 sérblöð l Fólk l  bÍlar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Ókeypis kynningartími Ókeypis kynningartími • 17. janúar skráning á dale.is Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. dcc_Ad_121817_iceland lögregluMál „Það er í mínum huga ekki æskilegt að þetta skuli geta gerst,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um að óupplýst sé hvernig haldlögð verðmæti hurfu úr hirslum lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu eftir húsleit á kampavíns- klúbbnum Strawberries. Eigandi Strawberries kærði bæði þjófnað á eigum sínum og fram- göngu lögreglumanna við rassíu á staðinn  til héraðssaksóknara árið 2016. Nú liggur fyrir að hvorug kæran leiddi til ákæru. Lögreglurannsókn á  starfsemi á Strawberries og rassía með  óein- kennisklæddum lögreglumönn- um  varð til þess að  eigandinn og fjórir starfsmenn staðarins  voru handteknir árið 2013. Í júní 2015 lét ríkissaksóknari málið niður falla að undanskildum meintum skattalagabrotum eigand- ans. Vegna þeirra var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fang- elsi og til greiðslu 242 milljóna króna sektar í maí síðastliðnum. Haustið 2016 hafði eigandinn þó lagt fram kærur á hendur lögregl- unni til héraðssaksóknara, annars vegar  vegna framgöngu lögreglu- manna í rassíunni og hins vegar vegna hinna horfnu muna. Ólafur Þór segir báðar kærurnar hafa verið rannsakaðar. Niðurstaðan varðandi kæruna um framgöngu lögreglumannanna, sem meðal annars voru sakaðir um að hafa verið ölvaðir eftir að hafa kneyf- að áfengi á staðnum fyrir handtökur, var að ekki hafi verið talið tilefni til að saksækja að sögn Ólafs. Hin kæran varðaði þá staðreynd að í málinu var haldlagt nokkuð af verðmætum í húsleitum tengdum rannsókninni. Þar á meðal var Rolex- úr, skartgripir, þar á meðal erfða- gripir, og reiðufé. Allt þetta mun hafa  verið fært í munaskrá lögreglu en fullyrt hefur verið að verðmæti  munanna hafi numið milljónum króna. Aðeins starfsmenn lögregluembættisins eiga að hafa aðgang að þessum hirslum. Upp komst að verðmætin  væru horfin úr hirslum lögreglu þegar embætti héraðssaksóknara kallaði eftir þeim til að láta verðmeta þau. Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. Slæmt að fá ekki botn í málið segir héraðssaksóknari. Í byrjun árs búa Íslendingar við hæsta dísilverð í heimi og næsthæsta bensínverðið á eftir Hong Kong. Skattar og álögur á Íslandi eru of há segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Sjá síðu 6. Fréttablaðið/anton brink Það hafðist ekki upp á þeim sem mögulega bar ábyrgð á því að þessir hlutir hurfu. Þeirri rannsókn var því hætt. Ólafur Þór Hauks- son héraðs- saksóknari 242 milljóna króna sekt var lögð á eiganda Strawberries með dómi fyrir skattalagabrot. Hvarf munanna sætti í kjölfarið bæði rannsókn  innanhúss hjá lögreglu- stjóranum á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Hvorug skilaði niðurstöðu. „Það hafðist ekki uppi á þeim sem mögulega bar ábyrgð á því að þessir hlutir hurfu. Þeirri rannsókn var því hætt,“ segir Ólafur Þór. Aðspurður hvort það sé ásættanleg niðurstaða segir hann þetta vissulega bagalegt. „Það var farið af stað til að upp- lýsa með hvaða hætti þessir munir hverfa. Það er alls ekki nógu gott að það fáist ekki botn í það og bendir til þess að menn þurfi að lagfæra það sem þarna hefur borið út af, hvort sem það er út af saknæmri háttsemi eða ekki. Í þeim tilvikum þegar við erum með muni hald- lagða þá er málum háttað þannig að það komi alls ekki til greina að svona staða komi upp,“ segir héraðs- saksóknari. – smj Rolexúr, skartgripir og reiðufé úr Strawberriesmál- inu er meðal þess sem gufaði upp úr hirslum lögreglunnar. stJórnMál  Forystumenn innan Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa rætt um samstarf í Reykjavík og í öðrum stærstu sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Sitjandi borgarfulltrúar Bjartrar framtíðar munu ekki ætla að gefa kost á sér til for- ystu. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður,  er hins vegar sögð líkleg. Nafn Pawels Bartoszek, sem sat á þingi fyrir Við- reisn en náði ekki kjöri í síðustu þingkosningum, hefur verið nefnt. Líklegt þykir að María Ru t K r i st i n s d ó tt i r , aðstoðarkona Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur alþingismanns sækist eftir forystu í borg- inni fyrir Viðreisn. – aá / sjá síðu 4 BF og Viðreisn að skoða samstarf Dýrasta eldsneyti í heimi 0 9 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 0 -C 5 D 4 1 E B 0 -C 4 9 8 1 E B 0 -C 3 5 C 1 E B 0 -C 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.