Fréttablaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 22
Á akstrinum um
suðurströndina
mætti bílnum
töluverð ófærð
sem hann
kláraði með
sóma.
Nú má velja um nýja
þriggja lítra, sex
strokka, 265 hestafla
dísilvél.
Er 55 kílóum
léttari með auk-
inni notkun áls
og koltrefja.
Bílaumboðið BL kynnir nú á laugardag, 13. janúar milli klukkan 12 og 16, þriðju kyn-
slóð sport jeppans BMW X3 sem
mörgum hér á landi er að góðu
kunnur í núverandi xDrive-útgáfu.
X3-bíllinn hefur verið einn af sölu-
hæstu bílum BMW mörg undan-
farin ár. Nefna má að rúmlega 1,5
milljónir af X3 hafa verið seldar
síðan bíllinn kom á markað 2003
og skömmu fyrir áramót völdu
lesendur Auto Zeitung hann sem
besta sport- og útvistarbílinn í
sínum flokki. Með nýrri kynslóð
X3 leitast BMW við að fylgja eftir
vinsældum bílsins, m.a. með því að
auka staðalbúnað, litaúrval og aðra
kosti við samsetningu á útfærslum
í samræmi við óskir viðskiptavina.
Einnig hefur tæknilausnum fjölgað,
m.a. hvað varðar aðstoð við akstur
og síðast en ekki síst hafa verið
gerðar ýmsar útlitsbreytingar til að
skerpa á nýjungunum og sport-
legum eiginleikum bílsins.
Aukin notkun áls og koltrefja
Við smíði nýja bílsins hefur BMW
aukið notkun áls og koltrefja í
undir- og yfirbyggingu auk notk-
unar annarra efna í innréttingu
sem gera að verkum að nýr X3 er
55 kg léttari en fyrri gerð. Þá hefur
litaúrval einnig verið aukið. Ýmsar
breytingar hafa verið gerðar á útliti
bílsins, m.a. til að minnka loftmót-
stöðu. Nýrnalaga framgrillið hefur
verið stækkað auk þess sem lóð-
réttir rimlar þess gegna enn virkara
hlutverki við stjórnun loftflæðis.
Bíllinn hefur fengið stærri fram-
luktir með LED-lýsingu ásamt því
að sambyggður stuðari og svunta
með innbyggðu þokuljósunum
hafa tekið ferskum breytingum
sem skerpa á afgerandi línunum.
Að aftan er helsta breytingin sú að
komin eru ný afturljós og nú eru
allra útfærslur bílsins með tvöfalt
púst. Í farþegarýmið eru komin ný
efni í innréttingu, geymslupláss í
miðjustokki hefur verið aukið og
komið er nýtt leðurklætt fjöl-
aðgerðastýri.
265 hestafla dísilvél
Eins og áður er grunngerð X3
búin ríkulegum staðalbúnaði.
BMW hefur þó aukið við staðal-
búnað nýja bílsins, svo sem með
18” álfelgum, rafdrifnum afturhlera,
nálgunarvara, bakkmyndavél,
sjálfvirkri stæðalögn og rúmlega
10 tommu litaskjá í mælaborði. BL
býður nýjan X3 þar sem velja má
um tvær dísilvélar með forþjöppu
sem báðar eru búnar 8 gíra Step-
tronic-sjálfskiptingu BMW. Annars
vegar er um að ræða uppfærslu á
tveggja lítra, fjögurra strokka 190
hestafla xDrive-vélinni og hins
vegar má velja um nýja þriggja lítra,
sex strokka, 265 hestafla dísilvél.
BMW X3 xDrive 20d kostar frá
7.590 þús. króna.
Nýr og breyttur BMW X3 kynntur
Tími jeppa, jepplinga og pall-bíla hefur líklega aldrei verið bjartari í heiminum og nú og
bílaframleiðendur keppast við að
tefla fleiri bílum fram til að svara
eftirspurninni. Mercedes Benz
hefur á síðustu árum fjölgað mjög
bílgerðum sínum í jeppa- og jepp-
lingaflokki, en hefur fram að þessu
ekki teflt fram pallbíl. Það hefur nú
breyst og mikið hefur verið fjallað
um væntanlega komu X-Class pall-
bíls Benz, en hann er nú kominn
til Íslands. Tilkoma þessa pallbíls
markar þau tímamót að hér er
kominn fyrsti pallbíllinn í lúxus-
flokki frá upphafi, en allir bílar
Mercedes Benz falla í lúxusflokk.
Bíllinn prófaður
á Suðurlandinu
Askja bauð greinarritara og öðrum
bílablaðamönnum að reyna
þennan nýja og spennandi bíl fyrir
skömmu á Suðurlandinu og þar
var honum boðið upp á torfærur
og heilmikinn snjó til að glíma við.
Reyndist hann afar dugandi bíll
sem einstaklega gaman er að leika
sér á við erfiðar aðstæður, en einn-
ig var hann ljúflingur á malbikinu.
Bíllinn er með hátt og lágt drif sem
gagnaðist vel í slarkinu og flestir
X-Class bílar sem Askja mun flytja
inn verða að auki með splittað
drif að aftan. Fyrstu bílarnir sem
komnir eru til landsins fengust
þó ekki þannig búnir. Þessir bílar
er með 190 hestafla og 2,3 lítra og
fjögurra strokka dísilvél sem togar
450 Nm. Benz framleiðir einnig
bílinn með 163 hestafla útgáfu
þessarar vélar og heitir bíllinn þá X
220d og bílarnir sem prófaðir voru
bera stafina X 250d. Með þessari
stærri vél er X-Class 10,9 sekúndur
í hundraðið en tveimur sekúndum
seinni með aflminni vélinni.
Hámarkhraðinn með aflmeiri
vélinni er 184 km/klst.
Burðargetan yfir tonn
og 3.250 kg dráttargeta
Það eru þó ekki þessar tölur sem
mesta athygli vekja, bíllinn er
fær um að bera meira en tonn á
pallinum og draga 3.250 kg aftaní-
vagn. Þarna er því því kominn
heilmikill vinnuhestur. En talandi
um vinnuhest þá er það ekki það
fyrsta sem ökumanni dettur í hug
þegar hann situr í bílnum og horfir
yfir glæsta innréttingu hans, enda
eins og áður segir er hér lúxus-
bíll á ferð. Hann skynjast líka sem
lúxusbíll við aksturinn og gorma-
fjöðrunin að aftan eykur mjög
við akstursgæðin. Þó svo að þessi
X-Class sé framleiddur í samstarfi
við Nissan og bíllinn eigi ansi
margt sameiginlegt með Nissan
Navara þá hefur Mercedes Benz þó
gert margar jákvæðar breytingar
á bílnum, sem farið var yfir með
sérfræðingum í Arctic Trucks. Voru
þeir heimsóttir til að kynnast þeim
33 og 35 tommu breytingum sem
Arctic Trucks ætlar að annast og
er allt til reiðu til að þjónusta nýja
kaupendur á X-Class í þeim efnum.
Benz X-Class
er mættur
Mikil eftirvænting hefur verið eftir
fyrsta pallbíl heims í lúxusflokki,
Mercedes Benz X-Class. Hann er nú
mættur til landsins og verður kynntur
hjá Öskju um næstu helgi.
9 . j a N ú a r 2 0 1 8 Þ r I Ð j U D a G U r8 B í l a r ∙ F r É T T a B l a Ð I Ð
Bílar
0
9
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
B
0
-E
8
6
4
1
E
B
0
-E
7
2
8
1
E
B
0
-E
5
E
C
1
E
B
0
-E
4
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K