Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 I 17 Mótmæli ársins: Lögreglustöðin tekin með trukki! Eigendur flutningabíla fengu sig fullsadda á löggunni á árinu. Þeir fjölmenntu á farkosti sínum að lögreglustöðinni í Keflavík og pökkuðu henni inn með flutn- ingatækjum sínum eftir að lög- reglan hafði skrifað sektarmiða á trukkana í íbúðahverfum nokkrar nætur þar á undan. Löggan lét bílana í friði í nokkra daga þar á eftir en hélt síðan áfram aðgerð- um sínum gegn ólöglegri lagn- ingu bílanna í íbúðahverfum. Í dag er eigendum þessara tækja gert að geyma þá á sérmerktum bílastæðum. Furðuflugvél ársins: Eins og fljúgandi hvalur! Airbus risaflugvél hafði viðkomu í Keflavík á árinu á leið sinni áleiðis til Syðri Straumfjarðar á Grænlandi. Vélin var að flytja risastóran sjón- auka fyrir bandarísku geimferðastofnunina, NASA. Vélin kom hingað til lands frá Edinborg í Skotlandi. Það var fyrirtækið Vallarvinir á Keflavíkurflugvelli sem sá um afgreiðsluvélarinnar. Vélin heitir Airbus 36S Beluga. Hún er í eigu Airbus-verksmiðjanna og og er aðallega notuð til að flytja flugvélaskrokka. Hún getur borið 47 tonn af varningi, en helsti kostur vélarinnar er að hún getur flutt hluti sem eru miklir af ummáli, þó svo þeir séu léttir. Morðhótun ársins: Hótað lífláti fyrir að vekja athygli á dauðum laxi „Mér var hótað lífláti og það í tvígang af starfsmanni sjóeldis- fyrirtækisins en ég vakti athygli á umgengni í og við sjóeldiskví þess í Helguvík“, segir Tómas Knútsson en hann er stofnandi Bláa hersins en það er umhverf- isfélag og hefur vakið athygli fyr- ir vasklega framgöngu í hreinsun í hafinu við strandir Suðurnesja og víðar. Tómas var meðal frum- mælenda á ráðstefnu í Eldborg í Grindavík um “Dag vatnsins“. Þar vakti hann athygli á slæmri umgengni víða í hafinu og sýndi sláandi myndir af dauðum laxi í sjókví sem hann fann í Helguvík fyrir nokkrum misserum. Öryggi ársins: Ýsubitinn fékk hervörð! Joseph Wraltson yfirhershöfðingi hjá NATO snæddi ýsubita á Kaffi DUUS á árinu. Með honum í för var mikill öryggisvörður til að trygg- ja það að enginn ónáðaði manninn við ýsuátið. Löggan vaktaði svæðið og öryggisverðir skoðuðu hvern krók á stóru svæði umhverfis DUUS. Ljósálfur ársins: Ási samdi ljósalagið Ásmundur Valgeirsson, sonur Val- geirs bakara í Njarðvíkunum, er höf- undur Ljósalagsins 2002. Hann er nú ekki mjög þekktur lagahöfundur en eftir Ljósalagið er nokkuð ljóst að hann verður tekinn alvarlega á því sviði. Ásmundur komst að því fyrir nokkrum árum að hann hefði mjög gaman af því að syngja enda mikill tónlistaráhugamaður en síðast lék hann fyrir leikmenn og stuðnings- menn UMFN á herrakvöldi félagsins og hafði mjög gaman af. 4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 17:03 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.