Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 23.01.2003, Blaðsíða 4
MIKIÐ HEFÐI nú verið gaman ef Framsóknar- menn hefðu valið Helgu Sigrúnu í fjórða sætið á lista flokksins fyrir næstu kosningar - þeir gerðu nefnilega mistök með því að setja Vestmanney- inginn í sætið. Ef Helga hefði fengið fjórða sætið þá er líklegt að Suður- nesjamenn hefðu fylkt sér um að kjósa Fram- sókn til að ná henni inn. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn í Suðurkjör- dæmi í síðustu Gallup könnunn og Helga hefði setið í baráttusætinu. En sá draumur er víst úti að fá annan Suðurnesjaframsóknarmann á alþingi. KALLINN fékk gott bréf um daginn þar sem bent var á að Fjölskyldu- og félagsmálaráð hafi lagt það til við Bæjarstjórn að lagt yrði á 2000 króna gjald fyrir hverja afgreiðslu á viðbótarláni. Hvað í ósköp- unum er að gerast? Hverjir þurfa á þessum lánum að halda? Á að fara að taka 2000 krónur af fólkinu sem þarf á viðbótarlánunum að halda? Er það ekki fólkið sem á minnstu aurana? Þótt 2000 krónur sé lítil upphæð í augum pólitíkusanna sem leggja þetta til, þá er verið að blóðmjólka þetta fólk í bankakerf- inu með allskyns þjónustugjöldum, yfirdráttarvöxt- um og hvað þetta allt nú heitir. Og bæjarstjórnin ætti að skammast sín ef hún samþykkir þetta. Skamm - svona gera menn ekki! SANDGERÐISLISTINN hefur nú tekið Kallinn á orðinu og boðað til borgarafundar um atvinnumál í Sandgerði. Það var tími til kominn! Nú vill Kallinn hvetja alla Sandgerðinga til að mæta og segja sína skoðun á því hvernig tekið hefur verið á málum í Sandgerði. Ætli Kallinn laumi sér ekki inn á fund- inn! ÞAÐ KOM fram í Víkurfréttum og Morgunblaðinu fyrir stuttu að nú er að hefjast þjóðarátak um Ný- sköpun. Átakið gengur út á að fólk með hugmyndir fer á námskeið um það hvernig á að skrifa við- skiptaáætlanir og ef vilji og áhugi er fyrir hendi get- ur orðið til lítið eða stórt fyrirtæki. Á Suðurnesjum búa 16 þúsund manns og án efa er einhver hluti þess hóps með viðskiptahugmynd í kollinum. Ef að þú ert með hugmynd og vilt koma henni í fram- kvæmd og læra að skrifa viðskiptaáætlun - þá skaltu taka þátt. Skráðu þig á www.nyskopun.is. HUGSIÐ ykkur - kannski liggja frábærar hug- myndir þarna úti sem kannski aldrei verður neitt úr. Hugsið ykkur ef 10 hugmyndir kæmust til fram- kvæmda hér á Suðurnesjum vegna þátttöku í þjóð- arátakinu - 10 fyrirtæki yrðu sett á laggirnar með 1 til 5 eða fleiri starfsmönnum. Það gerist ef allir sem hafa hugmynd í kollinum taka þátt. Það er sama hvort um er að ræða sjávarútveg, iðnað, tölvutækni, landbúnað, þjónustu eða hvað sem er. Hugmynd er alltaf hugmynd, en til að skoða hvort hún gangi fjár- hagslega upp þarf að skrifa viðskiptaáætlun. Skrá- um okkur - og komum hugmyndum í framkvæmd. GYLFI JÓN yfirsálfræðingur talar um það í viðtali við Víkurfréttir varðandi fátækt „að fæða og klæða börnin sín vel, gefa þeim kost á að sinna áhugamálum eins og fótbolta eða tónlistarnámi, eða fara með þeim í ferðalög telst í dag sjálfsögð mann- réttindi en ekki munaður.“ Hvað meinar hann? Það kostar um 15 þúsund fyrir 6 ára barn að stunda fim- leika tvisvar í viku, aðra önnina. Það kostar um 50 þúsund að senda barn í tónlistarskóla og boðið er upp á að greiða þessa upphæð í 2-3 hlutum. Af hverju er ekki boðið upp á mánaðarlegar greiðslu, t.d. með gíróseðli - það væri mun auðveldara. Það er nógu dýrt að ætla að leyfa einu barni að stunda eitthvað af því sem í boði er en þegar börnin eru orðin 2 eða 3 hlýtur málið að vandast hjá mörgum. Oftast er þó boðið upp á systkinaafslátt. Það er fullt af fólki sem lifir ágætu lífi og hefur það ekki slæmt en hefur þó ekki efni á áðurnefndum hlutum en hefur það ekki nógu „slæmt“ til að geta leitað til félagsþjónustunnar. Þegar fjármál fjölskyldunnar eru orðin það slæm að leita þarf til félagsþjónustunnar og aðstoð er veitt þá efast ég um að efst í huga foreldra sé að koma börnunum í tón- listarnám eða aðrar tómstundir, það hlýtur að vera forgangsatriði að geta fætt og klætt fjölskylduna og staðið undir mánaðarlegum greiðslum. Kveðja, kallinn@vf.is 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Sími 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson sími 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, sími 421 0003 saevar@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is, Stefan Swales, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: Íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - Vikulega í Firðinum Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon, Kapalsjónvarp Víkurfrétta. MUNDI Það er nokkuð ljóst að þorri Suðurnesjamanna verður „súr í bragði“ á morgun! Kallinn á kassanum ÍVíkurfréttum fimmtudag-inn 16. janúar 2003 er um-fjöllun í grein, merkt Kallin- um á kassanum, um væntan- lega aðalsafnaðarfundi safnað- anna í Reykjanesbæ. Höfund- ur greinarinnar byggir um- fjöllun sína á upplýsingum frá einhverjum sem finna hjá sér hvöt til að hnjóða í það ágæta fólk sem setið hefur lengi í sóknarnefndum. Í greininni er meðal annars sagt að tuttugu ára seta í sóknarnefnd sé of langur tími og valdi því að; „Allt frumkvæði hverf i og kirkjustarfið mótist af 20 ára þrjósku þeirra aðila sem sitja í sóknarnefndum“. Að mínu mati er þessi umfjöllun bæði ósanngjörn og særandi fyrir það góða fólk sem setið hefur í sóknarnefndum um langt árabil hér í Reykjanesbæ. Þessa skoðun mína byggi ég á tíu ára reynslu minni sem sóknarnefndarmaður og formaður í sóknarnefnd Ytri - Njarðvíkursafnaðar. Á þessum tíu árum starfaði ég með af- bragðs góðu fólki í sóknarnefnd- inni. Einnig kynntist ég öðrum einstaklingum í sóknarnefndum bæði í Kjalarnessprófastsdæmi og í öðrum prófastsdæmum sem unnu heilshugar að umbótum í safnaðarstarfi, hver á sínum stað. Þetta góða fólk sem vinnur í sjálfboðavinnu og gefur af tíma sínum við að tryggja vöxt og við- gang safnaðarstarfsins á að mínu mati annað skilið en þessi nei- kvæðu skrif sem fram koma í téðri grein. Ég trúi því að umfjöllunin byggi á vanþekkingu höfundar og beini því til forráðamanna blaðsins að þeir láti taka saman upplýsandi umfjöllun um hið fjölbreytta og áhugaverða starf sem unnið er í sóknarnefndum og innan safnað- anna. Með vandaðri umfjöllun getur blaðið hjálpað fólki að gera sér glögga mynd af því góða starfi sem þar er unnið og þannig orðið hvati þess að fleiri gefi kost á sér til starfa innan safnaðanna. Leifur A. Ísaksson, fyrrverandi sóknarnefndarmaður í Ytri - Njarðvíkursöfnuði. Opinn fundur um atvinnumál í Sandgerði Sandgerðislistinn boð-ar til opins fundarum atvinnumál í Sandgerði fimmtudaginn 23. janúar 2003. Fundur- inn fer fram á Veitinga- húsinu Vitanum við Vita- torg í Sandgerði og hefst kl. 20:30. Frummælendur eru Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavík- ur og nágrennis, Ketill Jósefsson forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja og Gunnar Bragi Guðmundsson hjá Ný-fiski ehf. í Sandgerði. Ólafur Þór Ólafsson, odd- viti Sandgerðislistans, verður fundarstjóri. Allir velkomnir. Læknadeilan leysist ei þótt Frú þar taki völdin. Skyldi hún aka þessi mey heim til sín á kvöldin. Engin vafi á því leikur að hún vilji nótt sem dag enginn verði lengur veikur þá sé borgið hennar hag. Læknir enginn ennþá finnst þótt flesta daga hún reyni. Útlenda lækna hefur á minnst að gæslunni nú streymi. Það er hennar von og vísa að hún klúðri öllu hér best hún hverfi þessi skvísa í staðinn komi læknar hér. Karlinn á tunglinu Til varnar sóknarnefndar- fólki í Reykjanesbæ Árni Ragnar formaður sjávarútvegs- nefndar Árni Ragnar Árnasonalþingismaður varkosinn formaður sjávarút- vegsnefndar á fundi hennar á þriðjudag. Einar Kr. Guðfinns- son hefur látið af störfum og tekur við for- mennsku í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Vil- hjálms Egilssonar sem hverfur af þingi. Árni hefur gengt þing- mennsku frá árinu 1991. Kallinum á kassan um barst bréf í pósti á dögunum . Bréfið var póstlagt í Keflavík og er í bundnu máli. Gjör ið svo vel! Ádögunum var undir-ritaður leigusamning-ur á milli Reykjanes- bæjar og eigenda Hafnar- götu 88 þar sem ný félags- og menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ mun verða til húsa. Félagsaðstað- an sem verið hefur í Fjör- heimum flyst að Hafnargötu 88 og samkvæmt starfsáætl- un Menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir að nýja aðstaðan verði tekin í notkun föstudaginn 08.08 klukkan 08.08 á þessu ári. 08.08 kl. 08:08 4. tbl. 2003 - 24 LEIDRETT 22.1.2003 16:40 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.